Saga - 2015, Blaðsíða 33
arheimilda hefur áhersla þeirra færst frá því að greina hið „sanna“ í
ljósi þeirra yfir í það að greina hvernig atburðum (eða „sannleikan-
um“) er lýst af málsaðilum.63 Bandaríski sagnfræðingurinn Natalie
Zemon Davis ruddi brautina í þessum efnum í bók sinni Fiction in
the Archives, þar sem hún fjallar um það hvernig sakborningar í
sakamálum í Frakklandi á 16. öld notuðust við ákveðin stílbrögð
þegar þau sögðu frá málum sínum í bónarbréfum til konungs um
sakaruppgjöf. Hún vísar með orðinu fiction í þessu samhengi ekki til
uppspunnins skáldskapar heldur þeirrar frásagnartækni sem notast
er við, bæði meðvitað og ómeðvitað, í endursögn manna af atburð -
um. Hún leggur þannig áherslu á það hvernig frásagnartækni er
notuð til að gera flókna upplifun merkingarbæra.64 Frásagnar mát -
inn sé ekki eingöngu stílbragð til að hafa áhrif á lesandann heldur
leið viðkomandi einstaklings til að skilja upplifun sína í samhengi
við bæði fyrri reynslu og þann skilnings- og túlkunarramma sem
hann býr yfir, eða með öðrum orðum í samhengi við menningarlega
tilveru sína. Að áliti sagnfræðingsins Gabrielle Spiegel má þannig
líta á menningu sem eins konar verkfærakistu merkingargefandi
tákna sem einstaklingar notfæra sér til þess að koma skikki á upp-
lifanir sínar, velja úr þeim hagnýta eiginleika og gefa þeim þar með
djúp stæðari þýðingu sem lífsreynslu.65
Davis og Spiegel beina með því sjónum að því hlutverki sem frá-
sagnir (e. narrative) gegna í sköpunarferli upplifana og þar með
minninganna um þær. Í áhrifamikilli grein frá árinu 1972 gerði
sálfræðingurinn endel Tulving greinarmun á atviksminni (e. episodic
stílfært og sett í samhengi 31
63 Tim Stretton, „Social Historians and the Records of Litigation“, Fact, Fiction and
Forensic Evidence. The Potential of Judicial Sources for Historical Research in the
Early Modern Period. Ritstj. Sølvi Sogner (oslo: University of oslo 1997), bls. 15–
34, hér bls. 26–34.
64 Natalie Zemon Davis, Fiction in the Archives. Pardon Tales and Their Tellers in
Sixteenth-Century France (Stanford: Stanford University Press 1987), bls. 4. Hún
skrifar: „through narrative they made sense of the unexpected and built coher-
ence into immediate experience“.
65 Gabrielle M. Spiegel, „The Future of the Past. History, Memory and the ethical
Imperatives of Writing History“, Journal of the Philosophy of History 8 (2014), bls.
156–157. Hún skrifar: „Culture emerges less as a systematic structure than a
repertoire of competencies, a ‚tool kit‘, a regime of practical rationality or a set
of strategies guiding action, whereby symbols/signs are mobilized to identify
those aspects of an agent‘s experience which, in this process, are made mean-
ingful, that is experientially ‚real‘“.