Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 169

Saga - 2015, Blaðsíða 169
Það er fleira sem gerir Dagsbrúnarsöguna óvenjulega. Þetta er aðkeypt verk, skrifað að ósk verkkaupa (Dagsbrúnar og síðar eflingar stéttarfélags) en alþekkt eru í fræðaheiminum vandamál sem slík tilhögun getur skapað. ef höfundar verka af þessu tagi geta ekki um frjálst höfuð strokið, ef ekki er tryggt fullt frelsi þeirra til að fjalla um viðfangsefnið með vísindalegum hætti, þá er hætt við að rannsóknin reynist lítils virði. Af lestri bókanna má að nokkru leyti vera ljóst að Þorleifur hefur haft frjálsar hendur við ritun þeirra en ég hefði kosið að fá nánari útfærslu á hvernig samningum verk- kaupa og höfundar var háttað. Það hefði gefið þýðingarmikla vitneskju um stöðu höfundar í verkinu, sérstaklega með tillliti til þess að töf varð á útgáfu þess og höfundur hélt áfram vinnslunni næstu hátt í tuttugu árin án þess að fram komi hvernig staðið var að kostun þess á þeim tíma. Þorleifur rekur eðlilega sögu Dagsbrúnar og segir frá uppbyggingu félagsins, þróun og helstu áhrifavöldum í stjórn félagsins frá einum tíma til annars. Sú saga er afar merkileg og á fullkomlega rétt á sér í verki af þessu tagi. Stjórnir félagsins í áratugi fléttuðust inn í stjórnmálaátök á 20. öld, átök sem voru bæði harðdræg og miskunnarlaus. Forsvarsmenn Dagsbrúnar beittu sér oft af hörku innan stjórnmálahreyfinga í landinu til þess að tryggja stöðu umbjóðenda sinna eða eigin pólitískan frama. Hin pólitíska umræða er fyrirferðarmikil í síðara bindinu enda buðu kreppuárin upp á mikil póli- tísk átök og uppgjör innan verkalýðsfélaganna sjálfra. Uppbygging Dagsbrúnar miðaði að því að ná sem mestum árangri á sem skemmstum tíma þó svo að oft væri hugað að langtímaþróun aðstæðna félagsmanna. Þorleifur nefnir einmitt á einum stað í fyrri bókinni hvernig félögin hafi verið hugsuð: „Skiplögð verkalýðshreyfing á Íslandi, líkt og í nærliggjandi löndum, á rætur að rekja til þriggja aðgreindra og samofinna þátta. Þeir eru í fyrsta lagi faglegt starf, í öðru lagi pólitísk barátta, í þriðja lagi rekstur samvinnufyrirtækja í ýmsum myndum“ (I: bls. 143). eins og nærri má geta lágu þræðir félags eins og Dagsbrúnar víða og verkefnin sem komu í hlut forystunnar voru geysimörg og mikilvæg. Félagið spratt upp á þeim tíma þegar stofnanaumhverfi á Íslandi var í algjöru skötulíki og pólitísk áhrif verkalýðsins á þróun samfélagsins voru bæði nauðsynleg og umtals- verð. Fyrir bragðið er frásögnin ekki aðeins tengd pólitík samtímans heldur einnig hagrænni uppbyggingu samfélagsins; vexti í iðnaði og sjávarútvegi sem skapaði gjörbreytt skilyrði fyrir verkafólk í landinu og félagsmenn Dags brúnar. Tvær heimsstyrjaldir og kreppa fléttast ennfremur inn í þessa sögu þannig að á köflum skipar heimspólitíkin öndvegi í frásögnum bók- anna beggja. Þorleifur hefur þurft að leggjast í gríðarlega heimildavinnu í tengslum við sögu félagsins sjálfs. Honum var nauðugur einn kostur að vinna sig í gegnum skjalasafn Dagsbrúnar sem var bæði óflokkað og í misjöfnu ásig- komulagi. „Alls notaðist ég við á fimmta tug innlendra skjalasafna og tug erlendra“, skrifar Þorleifur í inngangskafla sínum (I: bls. 18). Nálgun rann- ritdómar 167
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.