Saga - 2015, Blaðsíða 87
anum svipar mjög til verkamannabústaðanna við Hringbraut, með
fáeinum undantekningum þó. Torg eru í hverfinu og gatnamót þar
sem byggðin hækkar nokkuð; einskonar áherslupunktar í borgar-
myndinni þar sem hús eru allt að fimm hæðir. Sum þeirra bera sterk
einkenni fúnksjónalisma, með áberandi horngluggum, láréttum
gluggaröðum, sem dregnar eru fram með því að velja sérstaka áferð
á yfirborðsefni, og flötum þökum.
Í löndum evrópu var tekið á húsnæðismálum verkafólks. Laga -
setning miðaði að því að allir þegnar samfélagsins ættu rétt á vönd -
uðum húsakynnum og heilsusamlegu umhverfi, óháð efnahag,
og húsakostur verkafólks varð viðfangsefni róttækra arkitekta á
megin landi evrópu. Áhrifin breiddust út frá einum stað til annars
og einu landi til annars. Félagsleg íbúðarhús í Halle á Weimar tíma -
bilinu eru dæmi um áhrif sem berast frá stórum borgum, eins og
vínarborg og Berlín, til hinna minni. Áhrifin bárust fljótt til
Norður landa, þar á meðal Íslands, þó ekki sé unnt að rekja boð -
leiðir með óyggjandi hætti. Um fagurfræðileg áhrif í þessu sam-
bandi hefur m.a. verið bent á Stokkhólmssýninguna árið 1930.
Pétur H. Ármanns son arkitekt sagði m.a. í erindi sem hann flutti í
ReykjavíkurAka demíunni 2009: „Í kjöl far Stokkhólmssýningarinnar
árið 1930 varð módernisminn ríkjandi í norænni húsagerðarlist, en
þaðan barst stefnan til Íslands. Í Svíþjóð varð hinn nýi byggingar-
stíll, „funkis“, einskonar tákn jafnaðarstefnunnar og nátengdur
uppgangi hennar.“23 og í bók sinni, Nútíma heimilið í mótun, segir
Arndís S. Árna dóttir frá Stokk hólms sýning unni og tengir uppgang
módernisma í byggingarlist og hönnun á Norðurlöndum við
sýninguna. Arndís getur þess jafnframt að hún hafi ekki vakið mikla
athygli á Íslandi í upphafi og segir hafa verið „lítið um sýninguna
fjallað í íslenskum fjölmiðl um“.24
Farvegur fúnksjónalisma lá um Norðurlönd til Íslands og Stokk -
hólmssýningin var áfangi í því ferli. Í því samhengi verða raunar
ofangreind orð Arndísar dálítið sérkennileg. Hún undirstrikar mikil-
vægi Stokkhólmssýningarinnar fyrir fram gang fúnksjónalismans, en
ljóst er að áhrif stefnunnar höfðu stungið sér niður á Norðurlöndum
nokkru fyrr, þar á meðal á Íslandi. Úr smiðju Sigurðar Guðmunds -
sonar komu nýstárleg verk sem báru einkenni fúnksjónalisma fyrir
og um 1930, m.a. íbúðarhús Ólafs Thors í Garðastræti 41, hannað
félagslegar íbúðir og fagurfræðileg sýn 85
23 Pétur H. Ármannsson, „Stórir draumar um íbúð verkamannsins“.
24 Arndís S. Árnadóttir, Nútímaheimilið í mótun, bls. 61.