Saga - 2015, Blaðsíða 193
Meira er til af heimildum um sögu verkalýðs og alþýðuhreyfingar á fyrri
hluta 20. aldar en á síðustu áratugum. Seinni tíma verk eru oftar unnin utan
sviðs sagnfræðinnar og vettvangur fyrir birtingu þeirra auk þess í meiri mæli
erlendur en áður var. Heimildaöflun um seinni tíma þróun þarf því að beinast
meira inn á aðrar slóðir en þær sem duga Sumarliða svo vel á fyrra tímabilinu.
Sérstaklega fróðleg er umfjöllun Sumarliða um pólitísk átök innan hreyf-
ingarinnar á skeiðinu fram að seinni heimsstyrjöldinni, einkum átök jafn -
aðar manna og kommúnista/sósíalista um áhrif og völd í verkalýðsfélögun-
um vítt og breitt um landið. Sú saga er öðru fremur saga átaka og von -
brigða, saga sundrungar sem endaði með því að veikja verkalýðsflokkana í
heild og skapa Sjálfstæðisflokknum, flokki atvinnurekenda, umtalsverð ítök
innan hreyfingarinnar á eftirstríðsárunum.
Þegar líða tók á eftirstríðsárin voru pólitísku baráttumálin áfram fyrir-
ferðarmikil en beindust í vaxandi mæli að sitjandi ríkisstjórnum á hverjum
tíma og réð það þá nokkru um samskipti hreyfingar og ríkisstjórnar hverjir
sátu í stjórn — báðum megin. Frá um 1980 breyttist pólitíska áherslan í verka -
lýðshreyfingunni meira frá slíkum flokkadráttum og fremur var litið á ríkis -
stjórnir sem samningsaðila sem hægt væri að vinna með, til hagsbóta fyrir
vinnandi fólk. Þótt samráðsskipanar (korporatisma) hafi gætt stöku sinnum
á fyrri áratugum, svo sem í tíð stjórnar hinna vinnandi stétta 1934–1938, í tíð
vinstri stjórnarinnar 1956–1958 og eftir 1963, er það mat Sumarliða að með
þjóðarsáttarsamningunum 1990 hafi samráðsskipanin orðið enn meira
ráðandi en fyrr og breytt einkennum kjarabaráttunnar. Úr verkföllum tók að
draga eftir 1980 og svo enn frekar hjá meðlimum ASÍ eftir 1990. Þá urðu átök
á vettvangi opinberra starfsmanna oft fyrirferðarmeiri.
Þó verk Sumarliða í heild sinni sé afar vel heppnað finnst mér nokkur
munur á fyrra og seinna bindinu. Það fyrra er betur heppnað sem heildstæð
og ljóslifandi saga lífshátta og lífskjara verkalýðsins og saga framfara frá
örbirgðarlífi margra til neyslusamfélags eftirstríðsáranna. Fyrra bindið er
líka betur stutt af ríkulegum heimildum.
Seinna bindið er í meiri mæli stofnanasaga þar sem umfjöllun um skipu-
lag hreyfingarinnar verður fyrirferðarmeiri. Það endurspeglar þá þróun að
verkalýðshreyfingin sjálf varð meiri stofnun þegar leið á tuttugustu öldina,
með þeim kostum og göllum sem því fylgja. eðli máls samkvæmt kemur
þyngra og þurrara efni til skoðunar þegar stofnanaumhverfið verður viða -
meira og átök og framvinda markast meira af skipulagi innávið og tengslum
hreyfingarinnar við samfélagið útávið. Stofnunarþróuninni er ágætlega lýst
af Sumarliða, ekki síst því hvernig hreyfingin var að mestu sjálfsprottin í
fyrstu og borin uppi af einstaklingum í sjálfboðavinnu. ASÍ hóf til dæmis
ekki reglulegan rekstur skrifstofu fyrr en um 1930, eða um einum og hálfum
áratug eftir stofnun þess. Skrifstofunum fjölgaði svo með auknum þroska
hreyf ingar innar og auknum umsvifum seinni áratuga og þeim fylgdi aukin
þjónusta við meðlimi.
ritdómar 191