Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 170

Saga - 2015, Blaðsíða 170
sóknarinnar gerði það að verkum að hann þurfti að þefa uppi einkaskjala- söfn eða efni frá fólki sem tengdist verkalýðsmálum og vinna sig í gegnum það. Allir sem hafa unnið með persónulegar heimildir (einkaskjöl) vita hversu tímafrek slík vinna getur verið. Þorleifur nýtir sér til dæmis þekktar dagbækur verkakonunnar elku Björnsdóttur, sem hélt sínar bækur á því tíma bili sem fyrri bókin nær til. Sá vitnisburður er ómetanlegur fyrir verk af þessu tagi sem hefur einmitt það markmið að nálgast reynslu einstaklinga sem tilheyrðu stétt verkafólks af eins mikilli nákvæmni og kostur er. Sú vinna er hins vegar tímafrek og getur oft verið erfið í úrvinnslu. Sömu sögu er að segja um gögn þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands en höfund ur nýtti sér margar spurningarskrár tengdar hversdagslífi og vinnu. Þegar allt kemur til alls er ofangreind vinnsluaðferð verksins einn af styrkleikum þess. Þá hefur það mikil áhrif á úrvinnslu rannsóknarinnar að höfundur hefur einnig leitað fanga annars staðar á Norðurlöndum og gerir samanburð á stöðu verkalýðsmála þar og á Íslandi út allt verkið. en hann fékk einnig aðgang að skjalasafni komintern í Moskvu eftir að þær gáttir opnuðust í byrjun tíunda áratugar 20. aldar. Þar gafst aðgangur að hug- myndum kommúnista og sósíalista í verkalýðshreyfingunni. Loks er greini- legt að margskonar opinberar útgáfur þar sem hugmyndir verkalýðshreyf- ingarinnar voru viðraðar reglulega, til dæmis í blöðum og tímaritum, hafa nýst vel við vinnslu rannsóknarinnar. eins og áður hefur komið fram er saga verkalýðsfélaga á margan hátt flókið fyrirbæri til umfjöllunar þannig að hún hafi merkingu út fyrir eigin ramma. Þorleifi tekst að gera þessa sögu bæði aðgengilega og áhugaverða; dregur fram heildarlínur um leið og hann kafar ofan í einstaka þætti sög- unnar á mjög upplýsandi hátt. Textinn er vel skrifaður og frágangur allur á verkunum til fyrirmyndar. Notkun myndefnis er kapítuli út af fyrir sig en leitun er að jafnvandaðri úrvinnslu myndefnis og í þessum bókum. Myndir ljósmyndara á borð við karl Christian Nielsen, sem tók mikið af myndum af verkafólki við vinnu sína enda sjálfur lengst af hluti þess hóps, eru gulls - ígildi. Þær veita óvenjulega innsýn inn í hversdagslíf alþýðufólks á fyrstu áratugum 20. aldar, þeim tíma sem þessi verk ná til. Þorleifur gerir þessum myndum karls Christians góð skil í inngangskafla síðari bókarinnar (II: bls. 13) og sýnir fram á mikilvægi þeirra. Margir fleiri ljósmyndarar koma þarna við sögu og auðga verkið til muna enda vinnur Þorleifur með efni þeirra af smekkvísi. Það hjálpar mikið að tilgreina ljósmyndara við hverja mynd, eins og gert er í fyrri bókinni, og sjálfur tel ég að höfundur hefði að ósekju mátt segja meira um efni hverrar myndar í sérstökum myndatextum. Stundum finnst mér hann fullknappur í frásögn sinni, en þó er hér um algjört smekks- atriði að ræða. Hver ljósmynd bíður nefnilega upp á töluverða umræðu sem getur stutt við meginefni bókanna beggja ef greining þeirra er markviss. verkin er gefið út að tilstuðlan Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands, í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir, og er ritstýrt af Gunnari karlssyni, pró - ritdómar168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.