Saga - 2015, Blaðsíða 158
tengdar stjórnvöldum, prentaðar og óprentaðar, þ.e. áhersla á náttúru-
auðlindir og mannfólkið sem átti að skapa verðmæti. Þetta eru þær tvær
auðlindir sem samkvæmt stefnu manna var oftast reynt að nýta til fulls.
Þannig að áhugi Hans egedes var minni á undrum og stórmerkjum en þeim
möguleikum sem hann sá fyrir Danakonung til að nýta landið og hafa af því
arð.
Í lok umfjöllunarinnar er bent á hvernig rit egedes hafi breytt ímyndun-
um af Grænlandi; þær hafi orðið jákvæðari en þær sem komu fram í mörg-
um fyrri ritum, enda hafi hagsmunir trúboðans falist í að gera trúboðið og
landnámið framkvæmanlegt (bls. 135–136). Á hinn bóginn mætti eins túlka
það sem svo að rit egedes hafi orðið til í öðru samhengi en rit þeirra land-
könnuða og ferðalanga sem borið er saman við og að líta megi á ritið annars
vegar sem yfirlitsrit byggt á heimildum og búsetureynslu, hins vegar rit
samið að undirlagi konungs með skýra hagsmuni að leiðarljósi, þ.e. þá að
nýta auðlindir og íbúa landsins í sína þágu. Því má spyrja: er nýlendustefna
Danakonungs það tengd ferð og dvöl egedes á Grænlandi að rit hans sé
vitnisburður um ímyndir konungs eða dansk-norska konungsríkisins
fremur en almennar ytri ímyndir frá vestur-evrópu um Grænland á 18. öld?
III
Hitt dæmið sem ég staldra við er bók Niels Horrebows, sem byggð er á dvöl
hans á Íslandi á árunum 1749–51 og kom út á dönsku 1752. enska útgáfan,
sem kom út sex árum síðar, er hins vegar nýtt hér. Í bókinni er fjallað um rit
Horrebows með flokki ferðalýsinga, þótt doktorsefni geri ákveðna fyrirvara
við það, eins og áður var vikið að; það sé fremur búsetulýsing en hefðbund-
inn leiðangur. Ferðalýsingar um Ísland hefjist með Horrebow um miðja 18.
öld og sé einkum að finna frá Danmörku, Frakklandi og Bretlandi á tíma-
bilinu 1750–1850 (bls. 164–168). Í heild komi fram í þeim breyting á ytri
ímynd Íslands með upplýsingu, rómantík og ekki síst þjóðernisstefnu þegar
komið var fram á 19. öld (bls. 156).
Það er tvennt sem mig langar að taka til umræðu í tengslum við val og
notkun á riti Horrebows í því samhengi sem það er sett fram í bókinni,
þ.e.a.s. sem vitnisburður um breyttar ytri ímyndir Íslands. Annars vegar út
frá því að hugsanlega megi frekar líta á það sem pólitískt rit en ferðalýsingu,
þ.e. rit sem ætlað er að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í Danmörku gagnvart
Íslandi. Hins vegar út frá því hvort verkið eins og það er sé e.t.v. meiri
vitnis burður um sjálfsmynd af einhverju tagi en ytri ímynd sambærilega við
þá sem varð til í vestur-evrópu. Þar skiptir máli hvernig litið er á stöðu kon -
ungs í þessu efni og þau verkefna sem hann stóð fyrir á Íslandi.
Horrebow leitaðist mikið við að leiðrétta það sem Johann Anderson
(1674–1743) hafði skrifað nokkrum árum áður og birti í staðinn jákvæða
lýsingu á landi og þjóð: „Horrebow er því greinilega á mörkum tveggja tíma
andmæli156