Saga - 2015, Blaðsíða 50
steinunn kristjánsdóttir48
Í greininni verður sagt frá ellefu nafngreindum einsetukörlum
og -konum sem koma fyrir í frásögnum frá víkingaöld og miðöldum
á Íslandi. Frásagnirnar eru yfirleitt knappar og sumar hverjar æði
þjóðsagnakenndar, einkum þær elstu. Það sem hins vegar gerir þær
svo athyglisverðar er að lýsingar á nafngreindu einsetufólki á Ís -
landi minna í meginatriðum á sagnir af samtíða einsetufólki á Bret -
landseyjum og meginlandi evrópu, þar sem rannsóknir á einsetu-
lifnaði hafa verið mest áberandi hin síðustu ár. Á það einkum og sér
í lagi við um kyn, aldur, uppruna og lifnaðarhætti einsetufólksins.
Þá er einnig greinilegt að einsetulifnaður eflist hér á landi með
kristnivæðingunni snemma á 11. öld, rétt eins og gerðist í kjölfar
hennar annars staðar í N-evrópu. Þrátt fyrir þetta verður í greininni
ekki endilega gengið út frá því að frásagnirnar byggist alltaf á raun-
verulegum atburðum um fólk sem var til, heldur er litið svo á að
söguritarar hafi þekkt til kaþólsks einsetulifnaðar, bæði hermítisma
og ankorítisma.
Fræðimenn hafa í auknum mæli bent á mikilvægi þess að skoða
frásagnir í fornum og nýjum ritheimildum sem spegilmynd menning-
arlegs og félagslegs veruleika, frekar en að einblína á það hvort emp-
írískar staðreyndir um atburði í þeim séu réttar eða ekki; að þær end-
urspegli öðru fremur viðhorf til raunveruleikans, sem við skrásetn-
ingu, lestur og túlkun er litaður af mismunandi sýn á kyn, aldur,
stöðu, sjálfs- og félagsvitund fólks. Þá hefur ítrekað verið bent á nauð -
syn þess að skoða frásagnir hvers konar sem sjónarhorn og minni úr
stærra samfélagslegu samhengi fremur en púsl úr sögu þjóðar.6 Tekið
6 Jacques Derrida, „Formgerð, tákn og leikur“. Þýð. Garðar Baldvinsson. Spor í
bókmenntafræði 20. aldar. Ritstj. Garðar Baldvinsson, kristín Birgisdóttir og
kristín viðarsdóttir (Reykjavík : Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands 1991),
bls. 129–152; Sif Ríkharðsdóttir, „Bound by Culture. A Comparative Study of the
old French and old Norse versions of La Chanson de Roland“, Medievalia 2
(2005), bls. 243 –264; Alexandra McClain, „Theory, Disciplinary Perspectives and
the Archaeology of Later Medieval england“, bls. 133 og 136. Sjá einnig t.d.
Helga kress, „Grey þykir mér Freyja“, Fyrir dyrum fóstru. Greinar um konur og
kynferði í íslenskum fornbókmenntum (Reykjavík: Háskóli Íslands og Rannsóknar -
stofa í kvennafræðum 1996), bls. 168; Auður Magnúsdóttir, „Móðir, kona, meyja.
Um karlalegar konur og kynlausar meyjar á miðöldum“, 2. ís lenska söguþingið
30. maí–1. júní 2002. Ráðstefnurit 1. Ritstj. erla Hulda Halldórs dóttir Reykjavík:
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðinga félag Íslands og Sögufélag
2002), bls. 91–92; Ragnhildur Hergeirsdóttir, „Sigur eðlishyggjunnar“, Ritið 3
(2014), bls. 269–282.