Saga - 2015, Blaðsíða 199
ramminn til félagslegs lífs einstaklinganna í víðum skilningi (t.d. húsnæðis,
menntunar, andlegra samskipta o.s.frv.) Þetta er fjölþjóðlegt málefni sem
leysa verður sem slíkt. Þróun sem leiðir til fjölgunar starfa lausráðins fólks
skapar jafnframt nýtt alþjóðlegt samfélagsafl, þ.e. stétt „lausráðins verka-
fólks“. Loks má nefna að hlutverk húmors er greint í bókinni í tengslum við
innrömmun aðgerða og baráttu og gerð er grein fyrir nýjum tækifærum sem
félagsvefir (e. social networks) skapa í þessu sambandi.
Bókin skiptist í 15 kafla og greinir frá hreyfingum í Bretlandi, Dan -
mörku, Frakklandi, Grikklandi, Íslandi, Írlandi, Ítalíu, Rúmeníu, Spáni,
Ungverjalandi og Þýskalandi. Fyrsti kaflinn fjallar um sambandið milli evr-
ópskra félagslegra hreyfinga og BAR. Færð eru rök fyrir nýjum vísindaleg -
um nálgunum í rannsóknum á félagslegum hreyfingum sem leggja áherslu
á sögulegar rætur og þróunarferla slíkra hreyfinga. Annar hluti bókarinnar
skiptist í sex kafla sem undirstrika frumkvæði evrópskra hreyfinga að þróun
BAR, en þessi hreyfing lék lykilhlutverk í þeirri bylgju aðgerða og félags -
legra hreyfinga sem hafa verið áberandi á undanförnum árum. Þriðji hlut -
inn, sem samanstendur af fjórum köflum, fjallar um myndun sameigin -
legrar sjálfsmyndar BAR. Þessi sameiginlega sjálfsmynd hefur skapast í
framhaldi af því að aðgerðasinnar deila reynslu sinni og „alþjóðahyggju
grasrótarinnar“. Reynslan af mismunandi formum sjálfræðis og sjálf stjórnar -
skipulags er mikilvæg í þessu sambandi. Fjórði hluti bókarinnar fjallar loks
um bylgju mótmæla og aðgerða í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008
en þær aðgerðir beindust gegn niðurskurðarstefnu Alþjóðagjald eyris sjóðs -
ins og valdastéttar stjórnmálalífsins, atvinnulífsins og fjármálakerfisins.
Fjórir kaflar eru í þessum hluta og fjalla um mismunandi reynslu af mót-
mælum á Íslandi, Grikklandi og Spáni ásamt uppreisninni í Túnis.
Þetta er bók sem greinir frá þeirri bylgju alþjóðlegra mótmæla sem enn
stendur yfir og mótar stjórnmál samtímans. Bókin er raunsæ í greiningu
sinni og mikilvægt framlag til að þróa nýjar nálganir í rannsóknum á félags-
legum hreyfingum. Hún mun gagnast vel nýrri kynslóð félagsfræðinga og
stjórnmálafræðinga sem vilja losa sig úr viðjum þeirra innantómu og kreddu -
föstu kenninga sem einkenna rannsóknir samtímans á félagslegum hreyf-
ingum.
Ívar Jónsson
ritfregnir 197