Saga - 2015, Blaðsíða 135
Ég hef hugleitt þetta talsvert, nú þegar ég vinn með ævi Sigríðar
Pálsdóttur, bæði út frá eðli heimildanna (sendibréfum) og þeirri
staðreynd að hún er ekki dæmigert viðfangsefni sagnfræðilegrar
ævisögu. Hún er að ýmsu leyti frekar venjuleg kona. Í lífi hennar
eru ekki neinir sérstakir áfangar eða afrek, sem allajafna er stuðst við
sem útgangspunkta í slíkum skrifum.36 Hvernig ævisögu ætla ég þá
að skrifa; hvaða aðferð nota ég? Hvernig nálgast ég Sigríði? og að
hve miklu leyti ætla ég sem fræðimaður að stíga inn í frásögnina og
leyfa lesendum að sjá og taka þátt í leit minni að Sigríði og for -
tíðinni? Á ég ekki að tala um tár í augum yfir bréfum og myndum?
Um mislestur heimilda, um mistúlkanir sem stundum eiga sér stað
og uppgötvast kannski fyrir tilviljun á miðri leið og breyta öllu? er
það alvitur og alsjáandi sagnfræðingur sem skrifar frásögnina og
lætur sem hún hafi komist að þessari niðurstöðu þegjandi og
hljóðalaust? og hvað með að tala í fyrstu persónu í stað hlutlausari
þriðju persónu frásagnar? „Ég“ var hálfgert bannorð þegar ég byrj -
aði að læra sagnfræði árið 1986.
Þetta snýst auðvitað líka um fyrir hvern er skrifað. eru það aðrir
fræðimenn eða í senn fræðimenn og áhugasamir almennir lesendur?
Danski sagnfræðingurinn Birgitte Possing hefur í skrifum sínum um
fræðilegar ævisögur talað um mikilvægi ævisögulega þríhyrnings-
ins: höfundar, söguhetju og lesenda, samtvinnaðra þátta sem hafa
áhrif hver á annan þegar skrifað er.37
Ferð mín til fortíðar
Í feltinu, á vettvangi, þegar setið er með sendibréf á skjalasafni eða
í gömlum kirkjugarði, eru mögulegir lesendur mér ekki efst í huga
heldur fortíðin, sem nú snýst um Sigríði Pálsdóttur. Hvernig var
hún? Hvernig leið henni? Hvað hugsaði hún?
ein leið til fortíðar, þar sem þó er engin fortíð í sjálfu sér, er heim-
sókn á sögustaði þar sem horfa má af bæjarhlaðinu til sömu fjalla og
Sigríður fyrir hundrað og fimmtíu árum eða tvö hundruð árum.
Hlusta á árniðinn. Setjast í grasið og skrifa nokkur orð, fá innblástur.
Rölta um kirkjugarða og skoða leiði. Skæla jafnvel smávegis yfir
ferð til fortíðar & sagnfræðingurinn 133
36 Um þetta og vandann við að finna „rétt“ form fyrir líf af þessu tagi ræddi ég í
grein í Skírni árið 2013: erla Hulda Halldórsdóttir, „Táknmynd eða einstakl-
ingur“.
37 Birgitte Possing, Ind i biografien, bls. 211–217.