Saga - 2015, Blaðsíða 110
nefndar um ímynd Íslands sem stjórnvöld settu á laggirnar og
skilaði af sér skömmu fyrir hrun fjármálakerfisins haustið 2008.
Nefndin leitaði álits víða, m.a. hjá rýnihópum og með hringborðs -
umræðum fjölda manns á mörgum sviðum þjóðlífsins. Þjóð minn -
ingin svífur yfir vötnum í skýrslu nefndarinnar þó að fortíðin sé
ekki beinlínis oft á dagskrá. Samantekið setja skýrsluhöfundar fram
þessa mynd undir heitinu „uppruni“, sem á að vera eitt af einkenn-
unum sem búa að baki ímynd Íslands:
Landnámsmennirnir komu hing að í leit að frelsi og betri lífsskil yrðum.
Þjóðin bjó lengstum við kröpp kjör en þegar hún fékk frelsi og sjálf -
stæði tók hún stökk frá því að vera þróunarland til þess að verða ein
ríkasta þjóð í heimi á innan við öld. Íslend ingar eru dugleg og stolt
þjóð, mótuð af lífsbaráttu í harðbýlu landi. Mikilvægasti menningararf-
ur Íslendinga, íslenskan, lifir í máli þjóðarinnar og í bók mennt um
hennar.
Stikkorð úr upplýsingaöfluninni: Út rás, leit að betra lífi og frelsi, for-
vitni, víkingar, ævintýraþrá, þrautseigja, lifum af þrátt fyrir allt, þrjóska,
þver móðska, sköpunar kraft ur, nauðsynlegur til að lifa af, náttúruvætti,
skjald armerkið, þjóðsögurnar, sjálfstæði/frelsi, óþol gagnvart yfirvaldi,
agaleysi, brotist undan oki, sterk lýð ræð is hefð, Alþingi, sagna arfur forn-
ritanna og 50 ára stökk frá því að vera þróunarland til þess að verða
ríkasta þjóð í evrópu.26
Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands gerði, eins og kunnugt er, athuga-
semdir við skýrsluna og taldi hana „ekki í takt við fræðilegar rann-
sóknir.“ 27 Gagnrýni sína byggði félagið raunar á svohljóðandi
yfirlýsingu sjálfrar nefndarinnar: „Árangursrík ímyndarupp bygg -
ing þarf að byggja á einkennum lands og þjóðar sem eru sönn eða
„ekta“ og eiga sér djúpar rætur.“ vandinn var kannski sá að upplýs -
ingaöflun og „rannsóknarvinna“ nefndarinnar fór fram án þess að
sagnfræðingar kæmu þar nærri enda sjást lítil merki sagnfræðirann-
sókna í skýrslunni að mati stjórnar Sagnfræðingafélagsins. Skýrslan
var því enn eitt dæmi um takmörkuð áhrif „söguendurskoðunar-
innar“ en löngu fyrr hafði þetta áhrifaleysi orðið Ólafi Rastrick sagn -
fræðingi umhugsunarefni þegar hann „[las] í sköpun Þjóðmenn -
þorsteinn helgason108
26 Ímynd Íslands. Styrkur, staða og stefna. Skýrsla nefndar ([Reykjavík]: For sætis -
ráðuneytið 2008), bls. 81. Umdeilt er að vísu hvort endanleg út færsla í skýrsl -
unni endurómi raddir þeirra sem leitað var álits hjá.
27 „Sagnfræðingafélagið og ímynd Íslands“, Fréttabréf Sagnfræðingafélags Íslands
149 (2008), bls. 3.