Saga - 2015, Blaðsíða 65
ankorítar og hermítar á íslandi 63
Frá því er Guðrún og Guðríður tóku upp einsetulifnað leið nærri
öld þar til stúlka nokkur, Hildur að nafni, ákvað að setjast í einsetu.
Það var við biskupsstólinn á Hólum skömmu eftir stofnun hans árið
1106. einsetufólki fjölgaði raunar ört á sama tíma í N-evrópu allri,
því meir sem útstöðvar Rómakirkju í álfunni urðu fleiri og kristin
trú festist í sessi. Saga Hildar nunnu er heildstæðust og ítarlegust
frásagna af einsetufólki á miðöldum á Íslandi.
Hildur var frænka51 Hámundar Bjarnasonar prests á Hólum í
Hjaltadal. Sagt er svo frá að hún hafi ung að árum beðið frænda sinn
og Jón Ögmundsson biskup um leyfi til einsetu en þeir synjað. Sætti
hún sig ekki við þau málalok og flúði inn í kolbeinsdal, næsta dal
við Hjaltadal. Þar bjó hún sér til afdrep og lifði á berjum og vatni þar
til hún fannst nokkrum mánuðum síðar. Leit biskup svo á að hún
hafi með dvöl sinni í dalnum staðist þá andlegu og líkamlegu próf-
raun sem þyrfti til þess að gerast nunna og veitti henni leyfi til ein-
setu á Hólum. Hann lét gera henni lítinn kofa fyrir sunnan kór dóm-
kirkjunnar, áfastan sönghúsinu. Hélt Hildur heit sitt allt til dauða -
dags hinn 3. mars 1159.52 Sagt er að konur hafi notið leiðsagnar og
kennslu hjá Hildi en auk þess tók hún að sér að kenna fátækum
pilti, Þórólfi, sálmalestur og söng. vetur einn, þegar Hildur var tekin
að reskjast, gat hún ekki haldið til í kofa sínum sökum kulda. Fékk
hún þá leyfi til að færa sig í upphitað herbergi en þar gætti vinnu-
kona hennar.53 Sögurnar af Hildi bera þess merki að höfundur hafi
vitað að ankorítismi var upp á náð biskups kominn. Þá er sagan af
veru hennar í kolbeinsdal sannarlega Biblíuleg og kallast á við
þekkt minni um eyðimerkurgöngur helgra manna.
Fyrir utan þessar frásagnir eru til tvær jarteinasögur af Hildi.
Önnur þeirra segir frá því að henni hafi ekki verið vært í kofa sínum
vegna músagangs og afturganga Jóns biskups komið henni til bjarg-
ar. Í hinni sögunni verður Hildur vitni að því þegar uppvakningar
ráðast að kirkjukerlingu nokkurri, Guðrúnu að nafni, og ákallar hún
þá ásjónu Jóns biskups á ný. Guðrún hafði það hlutverk að vaka yfir
líkum sem biðu greftrunar í Hóladómkirkju. Jón biskup birtist þeim
51 Í vIII. kapítula Jóns sögu hins helga er Hámundur sagður vera afi Hildar. Sjá
Biskupasögur, bls. 215.
52 Hjalti Hugason, „Frumkristni og upphaf kirkju“, bls. 352; Biskupasögur I, bls.
215, 244–247 og 253–254.
53 Hjalti Hugason, „Frumkristni og upphaf kirkju“, bls. 352; Biskupasögur I, bls.
253.