Saga - 2015, Blaðsíða 147
(bls. 79)? Í rauninni er aldrei skorið úr þessu í ritgerðinni. ef hið síðarnefnda
er raunin, eins og mætti ráða af tilvísunum til prentaðra útgáfna af verkum
Adams og Saxos frá 16. öld, á bls. 62 og 67, þá skiptir kannski ekki öllu máli
í hvaða samhengi umfjöllun t.d. Adams frá Brimum eða Saxos um Íslend -
inga kemur fram á sínum tíma. ef hið fyrrnefnda er raunin er umfjöllunin
stundum of yfirborðskennd. Hér eru s.s. á ferð textar sem má skoða í tvenns
konar samhengi, annars vegar samhengi ritunartímans og hins vegar sam-
hengi seinni tíma þegar þeir voru lesnir áfram og áhugi á þeim stundum
afar mikill, eins og raunin var á 16. öld. Það skiptir verulegu máli hvort er
aðalatriðið fyrir greininguna: áhrif texta eins og Hamborgarbiskupasögu
Adams frá Brimum á aðra texta eða þau áhrif (af ýmsu tagi) sem höf -
undarnir voru sjálfir undir þegar þeir lýstu Íslendingum. virkni miðalda-
texta á 16. og 17. öld er áhugavert rannsóknarefni en það er ekki sama rann-
sóknarefnið og hitt, þ.e. hvernig þessir textar urðu til og í hvaða samhengi
þeir eru ritaðir.
Skrif Adams um Íslendinga sem „heilaga villimenn“ tengjast t.d. langri
rithefð um dýrlinga sem lifðu sem einsetumenn fjarri siðmenningunni. Þar
er heilagur Antoníus eitt elsta og þekktasta dæmið, en þau voru fleiri og
ekkert lát á smíði slíkra texta á miðöldum. Hugmyndir um heilaga einsetu-
menn má tengja við orðræðuna um Papa og byggð þeirra á Íslandi, eins og
henni er lýst í miðaldaritum á borð við Íslendingabók og Historia Nor -
wegiae. Doktorsefni nefnir hliðstæður við það hvernig heilögum mönnum
í Indíalöndum er lýst í Alexanders sögu og má vel til sanns vegar færa. Á
hinn bóginn er umfjöllun hans um þessi mál snubbótt og hann nýtir sér ekki
doktorsrit David Fraesdorff, Der barbarische Norden, sem kom út 2005 og er
til á Háskólabókasafni, en þar er umræða Adams frá Brimum um „Norðrið“
greind í samhengi við samtímaorðræðu.
verk Adams verður einnig að lesa með hliðsjón af því kirkjupólitíska
samhengi sem var fyrir hendi á áttunda áratug 11. aldar, þegar texti hans er
ritaður. Adam lagði áherslu á göfgi Íslendinga þar sem þeir voru tryggir
erkibiskupunum í Hamburg-Bremen og gerir mikið úr fylgispekt þeirra við
biskupinn sem var sendur þeim þaðan; segir að þeir haldi biskup sinn fyrir
konung og virði öll lög sem hann setur þeim. Adam var hins vegar andsnú-
inn Noregskonungum og þá sérstaklega Haraldi harðráða. eflaust er það að
einhverju leyti fyrir tilverknað Adams að Íslendingar þekktu Harald undir
því viðurnefni; í enskum samtímaheimildum er hann nefndur Haraldur
hárfagri.
ef marka má Adam var Ísleifur biskup yfir öllu Íslandi en af öðrum
heimildum, svo sem Hungurvöku, má ráða að Ísleifur átti í samkeppni við
aðra biskupa og það er einnig gefið í skyn í Íslendingabók. Fyrir Adam
virðist skipta meginmáli að Íslendingar viðurkenndu þann biskup sem
erkibiskupinn hafði sent þeim og öll jákvæð ummæli hans um þá verður að
lesa í því ljósi. Hér má til samanburðar benda á hina neikvæðu sýn hans á
andmæli 145