Saga - 2015, Blaðsíða 45
þarf að setja í rökrænt samhengi við aðrar staðreyndir eigi hún að
öðlast þekkingarbæra merkingu og þar með einhvers konar sann-
leiksgildi í meðförum fræðimanna. Sögulegt samhengi setur túlkun
vitnisburða fyrir dómi þannig ákveðin takmörk, jafnvel þó að
umrætt samhengi sé seinni tíma tilbúningur sem sé ávallt opinn til
um- eða endurtúlkunar.
endurskoðun á Natansmálum er löngu tímabær, eins og rann-
sóknir eggerts Þórs Bernharðssonar sýna glöggt. Bæði hann og
Helga kress hafa sett fram nýja sýn á málin, byggða á gagnrýnum
lestri vitnisburða sakborninga fyrir rétti, og skoðað þau í nýstárlegu
samhengi og það er ekki markmið mitt að draga úr gildi þess. en
það er mikilvægt að fram komi að heimildirnar eru þess eðlis að það
verður aldrei hægt að öðlast fullvissu um orsök þessarar harmsögu
allrar. Til þess eru þær of margræðar, óskýrar og þrungnar flóknu
samhengi valdaafstæðna réttarhalda á öndverðri 19. öld, samhengi
sem þarf að greina og ræða samhliða vitnisburðum heimildanna.
Með kröfu um samkvæmni og samhengi er vafaatriðum og mót-
stríðandi túlkunum ekki hafnað heldur þvert á móti ætlast til þess
að slíkt sé uppi á borðum og rætt opinskátt frekar en að ályktað sé
og fullyrt út í bláinn. Það er með þeim hætti sem skapa má mark-
tæka sögulega þekkingu.105
Að lokum
Dómabækur sýslumanna eru afar umfangsmikill heimildaflokkur
sem veitir einstaka innsýn í daglegt líf fólks á fyrri tíð. en dómabæk-
ur eru vandmeðfarnar heimildir, sem lúta margvíslegum aðferða-
og túlkunarfræðilegum álitamálum, og geta ekki án ýmissa þekk-
ingarfræðilegra fyrirvara svarað hvaða spurningum sem er. engu að
stílfært og sett í samhengi 43
105 Sjá umfjöllun Más Jónssonar í „Sannleikar sagnfræðinnar“, Skírnir 166 (haust
1992), bls. 440–450, hér bls. 444–448. Hann bendir með réttu á að munurinn á
sagnfræði og skáldskap felist (m.a.) í því að í fræðilegri umfjöllun verði
„ávallt að vera ljóst hver mörkin eru … Sumt vitum við fyrir víst, annað
vitum við kannski eða næstum því, enn annað vitum við ekki en treystum
okkur til að giska, og svo framvegis. Höfundur skáldsögu hefur tilhneigingu
til að breiða yfir svona nokkuð, en í sagnfræðilegri orðræðu verða endimörk
að vera skýrt skilgreind og skorinort. ef ég kemst ekki að einhlítum
niðurstöðum um eitthvað sem ég veit að skiptir máli skýri ég frá því og geri
grein fyrir möguleikum, en bý ekki til rennilega lausn og læt eins og ekkert
hafi í skorist“ (bls. 444).