Saga - 2015, Blaðsíða 130
safni á kafi í gögnum tengdum orðabókahöfundinum Noah Webster
(sem hún var að rannsaka) og fann lokk úr hári hans. Áður en
Lepore vissi af sat hún og strauk lokkinn í lófa sínum. Hún skrifar:
þetta líflausa lina hár hafði í áratugi verið í umslagi, í bréfamöppu, í
kassa á hillu, en að halda því í lófa mínum fékk mig til að skynja und-
arlega nálægð við Noah sjálfan. og andstætt allri rökvísi hafði [lokkur-
inn] þau áhrif að mér fannst ég þekkja hann — og það sem var jafnvel
enn órökréttara, að mér líkaði við hann — bara aðeins betur.20
Staðreyndin var nefnilega sú að Lepore kunni ekki sérstaklega vel
við Noah Webster og komst af ýmsum ástæðum ekki áfram með
verk sitt. Hárlokkurinn, sem við getum jafnvel kallað holdgervingu
fortíðar, hafði aftur á móti þau áhrif að henni fannst hún komast nær
Webster en áður. Grein Lepore gengur svo út á að finna „réttu“
leiðina til þess að rannsaka líf einstaklings, að skrifa ævisögu án
þess að verða of hugfangin. Þar veltir hún sérstaklega fyrir sér hvort
aðferðir einsögunnar, microhistory, henti betur en hin hefðbundna
ævisögulega aðferð þegar skrifa á um ævi einstaklings. Að baki því
liggur sú hugmynd að einsögufræðingum gangi betur að halda til-
finningalegri fjarlægð gagnvart söguhetju sinni vegna þess að þeir
séu frekar með hugann við samfélagsgerð eða sögulega ferla sem
söguhetjan varpi ljósi á með breytni sinni.
Lepore segir réttilega að það sé kúnst að skrifa um fólk því finna
þurfi jafnvægi milli nándar og fjarlægðar en vera jafnframt svo
„nærgöngul að það jaðri við innrás“. og hún ræðir um þær tilfinn-
ingalegu sveiflur sem gjarnan verða í slíkri rannsókn. Því er oft
haldið fram að fræðimenn fari af stað í rannsókn sína fullir aðdáunar
en komist svo á snoðir um að ekki var allt í ævi söguhetjunnar til
fyrirmyndar. Það leiði af sér endurmat á þeim hugmyndum sem lagt
var upp með. Þriðja stigið er svo höfnun því hetjan hefur fallið af
stallinum.21 Á þessu eru auðvitað skiptar skoðanir. Sjálf tel ég ekki
sjálfgefið að aðdáun sé forsenda þess að farið sé af stað í rannsókn.
erla hulda halldórsdóttir128
20 Jill Lepore, „Historians Who Love Too Much: Reflections on Microhistory and
Biography“, The Journal of American History 88:1 (2001), bls. 129–144, tilvitnanir
af bls. 129.
21 Jill Lepore, „Historians Who Love Too Much“, bls. 135. Um tengsl og fjarlægð
milli ævisöguritara og söguhetju sjá einnig t.d. Paula R. Backscheider, Re -
flections on Biography. Án útg.staðar, endurútg. af höf. 2013 [oxford: oxford
University Press 1999]), bls. xliii og 41–42, og Birgitte Possing, Ind i Biografien
(kaupmannahöfn: Gyldendal 2015), bls. 218–225.