Saga


Saga - 2015, Page 130

Saga - 2015, Page 130
safni á kafi í gögnum tengdum orðabókahöfundinum Noah Webster (sem hún var að rannsaka) og fann lokk úr hári hans. Áður en Lepore vissi af sat hún og strauk lokkinn í lófa sínum. Hún skrifar: þetta líflausa lina hár hafði í áratugi verið í umslagi, í bréfamöppu, í kassa á hillu, en að halda því í lófa mínum fékk mig til að skynja und- arlega nálægð við Noah sjálfan. og andstætt allri rökvísi hafði [lokkur- inn] þau áhrif að mér fannst ég þekkja hann — og það sem var jafnvel enn órökréttara, að mér líkaði við hann — bara aðeins betur.20 Staðreyndin var nefnilega sú að Lepore kunni ekki sérstaklega vel við Noah Webster og komst af ýmsum ástæðum ekki áfram með verk sitt. Hárlokkurinn, sem við getum jafnvel kallað holdgervingu fortíðar, hafði aftur á móti þau áhrif að henni fannst hún komast nær Webster en áður. Grein Lepore gengur svo út á að finna „réttu“ leiðina til þess að rannsaka líf einstaklings, að skrifa ævisögu án þess að verða of hugfangin. Þar veltir hún sérstaklega fyrir sér hvort aðferðir einsögunnar, microhistory, henti betur en hin hefðbundna ævisögulega aðferð þegar skrifa á um ævi einstaklings. Að baki því liggur sú hugmynd að einsögufræðingum gangi betur að halda til- finningalegri fjarlægð gagnvart söguhetju sinni vegna þess að þeir séu frekar með hugann við samfélagsgerð eða sögulega ferla sem söguhetjan varpi ljósi á með breytni sinni. Lepore segir réttilega að það sé kúnst að skrifa um fólk því finna þurfi jafnvægi milli nándar og fjarlægðar en vera jafnframt svo „nærgöngul að það jaðri við innrás“. og hún ræðir um þær tilfinn- ingalegu sveiflur sem gjarnan verða í slíkri rannsókn. Því er oft haldið fram að fræðimenn fari af stað í rannsókn sína fullir aðdáunar en komist svo á snoðir um að ekki var allt í ævi söguhetjunnar til fyrirmyndar. Það leiði af sér endurmat á þeim hugmyndum sem lagt var upp með. Þriðja stigið er svo höfnun því hetjan hefur fallið af stallinum.21 Á þessu eru auðvitað skiptar skoðanir. Sjálf tel ég ekki sjálfgefið að aðdáun sé forsenda þess að farið sé af stað í rannsókn. erla hulda halldórsdóttir128 20 Jill Lepore, „Historians Who Love Too Much: Reflections on Microhistory and Biography“, The Journal of American History 88:1 (2001), bls. 129–144, tilvitnanir af bls. 129. 21 Jill Lepore, „Historians Who Love Too Much“, bls. 135. Um tengsl og fjarlægð milli ævisöguritara og söguhetju sjá einnig t.d. Paula R. Backscheider, Re - flections on Biography. Án útg.staðar, endurútg. af höf. 2013 [oxford: oxford University Press 1999]), bls. xliii og 41–42, og Birgitte Possing, Ind i Biografien (kaupmannahöfn: Gyldendal 2015), bls. 218–225.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.