Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 132

Saga - 2015, Blaðsíða 132
undir formerkjum femínískra aðferða og kenninga, kom út árið 2001 og braut blað á sviði fræðilegra ævisagna á Íslandi.25 Þar nýtir Sigríður Dúna einmitt rannsóknaraðferðir mannfræðinnar, þátt töku - aðferðina (að vera á vettvangi, í feltinu), til þess að skilja og skynja betur líf Bjargar. Um það og sín eigin tengsl og samsömun við Björgu hefur hún skrifað á mjög áhugverðan hátt í eftirmála bókar- innar og stökum greinum. Semsagt for-ævisöguleg skrif.26 Í svari við spurningu tímaritsins Sögu árið 2011, „Hvað er ævisaga?“, segir Sigríður Dúna það aftur á móti mikilvægt að öll sú fræðivinna sem kann að liggja að baki textanum sjá- ist ekki á yfirborðinu, að frásögnin renni áfram eins og vatnsfall sem við getum notið þar sem það streymir fram, án þess að þurfa að vita allt um jarðfræði farvegsins. Henni má koma fyrir í neðanmálsgreinum.27 Ég býst við að margir séu því sammála að sú vinna sem felst í rann- sókn, baráttan við heimildirnar og baráttan við tilfinningarnar sem óhjákvæmilega koma upp, eigi ekki að sjást með beinum hætti í bókinni, ævisögunni sjálfri. Þar eigi frásögnin að ráða för. ekki hug- leiðingar fræðimannsins um „sögur í samkeppni“, svo vísað sé til orða Stanley í The auto/biographical I um mismunandi sögur af lífi og túlkanir sem ávallt eru háðar sýn og sjónarhorni fræðimannsins.28 Bandaríski ævisöguhöfundurinn Paula Backscheider segir í bók sinni Reflections on Biography að best fari á því að sem minnst fari fyrir höfundinum í textanum, sem er þó sá sem valdið hefur, en bendir um leið á að í því felist sú hætta að við gleymum því að frá- sögnin er ekki „staðreynd“ heldur túlkun fræðimannsins.29 Formálar og eftirmálar fræðilegra ævisagna eru hins vegar oft til vitnis um að fræðimenn hafa tekist á við ýmis túlkunarvandamál, glímt við misvísandi texta og heimildir sem láta ekki að stjórn. og erla hulda halldórsdóttir130 25 erla Hulda Halldórsdóttir, „Björg. Ævisaga Bjargar C. Þorláksson“, Saga XL:1 (2002), bls. 272–76. 26 Sigríður Dúna kristmundsdóttir, Björg. Ævisaga Bjargar C. Þorláksson (Reykja - vík: JPv 2001), bls. 332–346; Sigríður Dúna kristmundsdóttir, „Um ævi konu og sannleikann í fræðunum“, Íslenskar kvennarannsóknir 1995. Reykjavík: Rannsóknastofa í kvennafræðum, 1997, bls. 11–22. 27 Sigríður Dúna kristmundsdóttir, „Hvað er ævisaga?“ Svar við spurningu Sögu, Saga XLIX:2 (2011), bls. 14–15. 28 Liz Stanley, The Auto/biographical I, bls. 7. 29 Paula Backscheider, Reflections on Biography, bls. 3. Sjá einnig Liz Stanley, The auto/biographical I, bls. 163.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.