Saga - 2015, Qupperneq 132
undir formerkjum femínískra aðferða og kenninga, kom út árið 2001
og braut blað á sviði fræðilegra ævisagna á Íslandi.25 Þar nýtir
Sigríður Dúna einmitt rannsóknaraðferðir mannfræðinnar, þátt töku -
aðferðina (að vera á vettvangi, í feltinu), til þess að skilja og skynja
betur líf Bjargar. Um það og sín eigin tengsl og samsömun við
Björgu hefur hún skrifað á mjög áhugverðan hátt í eftirmála bókar-
innar og stökum greinum. Semsagt for-ævisöguleg skrif.26 Í svari
við spurningu tímaritsins Sögu árið 2011, „Hvað er ævisaga?“, segir
Sigríður Dúna það aftur á móti
mikilvægt að öll sú fræðivinna sem kann að liggja að baki textanum sjá-
ist ekki á yfirborðinu, að frásögnin renni áfram eins og vatnsfall sem
við getum notið þar sem það streymir fram, án þess að þurfa að vita allt
um jarðfræði farvegsins. Henni má koma fyrir í neðanmálsgreinum.27
Ég býst við að margir séu því sammála að sú vinna sem felst í rann-
sókn, baráttan við heimildirnar og baráttan við tilfinningarnar sem
óhjákvæmilega koma upp, eigi ekki að sjást með beinum hætti í
bókinni, ævisögunni sjálfri. Þar eigi frásögnin að ráða för. ekki hug-
leiðingar fræðimannsins um „sögur í samkeppni“, svo vísað sé til
orða Stanley í The auto/biographical I um mismunandi sögur af lífi og
túlkanir sem ávallt eru háðar sýn og sjónarhorni fræðimannsins.28
Bandaríski ævisöguhöfundurinn Paula Backscheider segir í bók
sinni Reflections on Biography að best fari á því að sem minnst fari
fyrir höfundinum í textanum, sem er þó sá sem valdið hefur, en
bendir um leið á að í því felist sú hætta að við gleymum því að frá-
sögnin er ekki „staðreynd“ heldur túlkun fræðimannsins.29
Formálar og eftirmálar fræðilegra ævisagna eru hins vegar oft til
vitnis um að fræðimenn hafa tekist á við ýmis túlkunarvandamál,
glímt við misvísandi texta og heimildir sem láta ekki að stjórn. og
erla hulda halldórsdóttir130
25 erla Hulda Halldórsdóttir, „Björg. Ævisaga Bjargar C. Þorláksson“, Saga XL:1
(2002), bls. 272–76.
26 Sigríður Dúna kristmundsdóttir, Björg. Ævisaga Bjargar C. Þorláksson (Reykja -
vík: JPv 2001), bls. 332–346; Sigríður Dúna kristmundsdóttir, „Um ævi konu
og sannleikann í fræðunum“, Íslenskar kvennarannsóknir 1995. Reykjavík:
Rannsóknastofa í kvennafræðum, 1997, bls. 11–22.
27 Sigríður Dúna kristmundsdóttir, „Hvað er ævisaga?“ Svar við spurningu
Sögu, Saga XLIX:2 (2011), bls. 14–15.
28 Liz Stanley, The Auto/biographical I, bls. 7.
29 Paula Backscheider, Reflections on Biography, bls. 3. Sjá einnig Liz Stanley, The
auto/biographical I, bls. 163.