Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 40

Saga - 2015, Blaðsíða 40
Staðreyndir og samhengi Samhengi er eitt af lykilhugtökum sagnfræðinga. e. P. Thompson lýsti því þannig að sögulegar staðreyndir eigi sér aðeins merkingu í samhengi við merkingu annarra samtengdra sögulegra fyrirbæra.86 Félagsfræðingurinn Craig Calhoun hefur túlkað orð Thompsons á þann veg að samhengi þeirra staðreynda sem lesa megi úr heimild- um felist í þremur lykilþáttum: 1) samræmi við staðreyndir sem finna má í sambærilegum aðstæðum í tíma og/eða rúmi, 2) öðrum þáttum í menningarumhverfi þess fólks sem staðreyndin varðar og 3) þeim kringumstæðum sem urðu til þess að viðkomandi heimildir voru búnar til og varðveittar með einhverjum hætti.87 við þetta má þó einnig bæta samhengi atburðarásar sem fjórða lykilþættinum, enda gerast sögulegar staðreyndir ekki í tómarúmi heldur eiga sér orsakir og afleiðingar sem skipta máli fyrir samhengi þeirra. Sam - kvæmt þessari söguskoðun mætti segja að Natansmál öðlist fyrst merkingu sem sögulegt fyrirbæri þegar þau eru sett í samhengi við sakamál af sama toga frá sama tíma, félagslegt og menningarlegt samhengi vistarskyldunnar og réttarfarslegt umhverfi Húnavatns - sýslu á öndverðri 19. öld, svo dæmi séu tekin. en sögulegt samhengi á sér ekki tilvist í sjálfu sér. Það er hug - smíð fræðimanna, búin til úr atriðum sem valin eru úr safni ótelj - andi sögulegra staðreynda og fyrri sagnritunar og sniðin að þeim spurningum sem þeir leggja upp með.88 vinna hvers fræðimanns vilhelm vilhelmsson38 86 e. P. Thompson, „Anthropology and the Discipline of Historical Context“, Midland History 1:3 (1971), bls. 45. „The discipline of history is, above all, the discipline of context; each fact can be given meaning only within an ensamble of other meanings“. Tilvitnun fengin úr Craig Calhoun, „e. P. Thompson and the Discipline of Historical Context“, Social Research 61:2 (1994), bls. 230. 87 Craig Calhoun, „e. P. Thompson and the Discipline of Historical Context“, bls. 230. 88 Ég byggi þessa skoðun á rökum sem sagnfræðingurinn Alun Munslow ræðir mun ítarlegar í bók sinni A History of History (London: Routledge 2012); sjá þó sérstaklega bls. 43–46 og 59–62. Hugtakið söguleg staðreynd (e. historical fact) vísar hér til hvers kyns athafna, tilfinninga, upplifana, stofnana, hluta o.s.frv. sem áttu sér stað í fortíðinni og til eru heimildir um. Staðreyndir hafa enga sögu lega merkingu í sjálfum sér fyrr en þær eru settar í tiltekið samhengi sem vísbendingar (e. evidence) um eitthvað. Sjá umfjöllun um þennan mikilvæga greinar mun hjá Richard J. evans, In Defence of History 2. útg. (London: Granta Books 2000), bls. 75–80.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.