Saga - 2015, Page 40
Staðreyndir og samhengi
Samhengi er eitt af lykilhugtökum sagnfræðinga. e. P. Thompson
lýsti því þannig að sögulegar staðreyndir eigi sér aðeins merkingu í
samhengi við merkingu annarra samtengdra sögulegra fyrirbæra.86
Félagsfræðingurinn Craig Calhoun hefur túlkað orð Thompsons á
þann veg að samhengi þeirra staðreynda sem lesa megi úr heimild-
um felist í þremur lykilþáttum: 1) samræmi við staðreyndir sem
finna má í sambærilegum aðstæðum í tíma og/eða rúmi, 2) öðrum
þáttum í menningarumhverfi þess fólks sem staðreyndin varðar og
3) þeim kringumstæðum sem urðu til þess að viðkomandi heimildir
voru búnar til og varðveittar með einhverjum hætti.87 við þetta má
þó einnig bæta samhengi atburðarásar sem fjórða lykilþættinum,
enda gerast sögulegar staðreyndir ekki í tómarúmi heldur eiga sér
orsakir og afleiðingar sem skipta máli fyrir samhengi þeirra. Sam -
kvæmt þessari söguskoðun mætti segja að Natansmál öðlist fyrst
merkingu sem sögulegt fyrirbæri þegar þau eru sett í samhengi við
sakamál af sama toga frá sama tíma, félagslegt og menningarlegt
samhengi vistarskyldunnar og réttarfarslegt umhverfi Húnavatns -
sýslu á öndverðri 19. öld, svo dæmi séu tekin.
en sögulegt samhengi á sér ekki tilvist í sjálfu sér. Það er hug -
smíð fræðimanna, búin til úr atriðum sem valin eru úr safni ótelj -
andi sögulegra staðreynda og fyrri sagnritunar og sniðin að þeim
spurningum sem þeir leggja upp með.88 vinna hvers fræðimanns
vilhelm vilhelmsson38
86 e. P. Thompson, „Anthropology and the Discipline of Historical Context“,
Midland History 1:3 (1971), bls. 45. „The discipline of history is, above all, the
discipline of context; each fact can be given meaning only within an ensamble
of other meanings“. Tilvitnun fengin úr Craig Calhoun, „e. P. Thompson and
the Discipline of Historical Context“, Social Research 61:2 (1994), bls. 230.
87 Craig Calhoun, „e. P. Thompson and the Discipline of Historical Context“, bls.
230.
88 Ég byggi þessa skoðun á rökum sem sagnfræðingurinn Alun Munslow ræðir
mun ítarlegar í bók sinni A History of History (London: Routledge 2012); sjá þó
sérstaklega bls. 43–46 og 59–62. Hugtakið söguleg staðreynd (e. historical fact)
vísar hér til hvers kyns athafna, tilfinninga, upplifana, stofnana, hluta o.s.frv.
sem áttu sér stað í fortíðinni og til eru heimildir um. Staðreyndir hafa enga
sögu lega merkingu í sjálfum sér fyrr en þær eru settar í tiltekið samhengi sem
vísbendingar (e. evidence) um eitthvað. Sjá umfjöllun um þennan mikilvæga
greinar mun hjá Richard J. evans, In Defence of History 2. útg. (London: Granta
Books 2000), bls. 75–80.