Saga - 2015, Blaðsíða 137
jarðir samkvæmt uppskrifi dánarbúsins, silfur, grænlenskan búning,
tinkopp, mundlaugar og fleira skemmtilegt.41
Guðmundur Pétursson fór utan í viðskipti eftir að hann lét af
embætti sýslumanns árið 1808 og dvaldi um tíma í edinborg í
Skotlandi. Þar dó hann af fótbroti, eins og segir í kirkjubók þar í
borg eða reyndar í Leith, árið 1811 og er jarðaður í North Leith
Cemetery. Sá kirkjugarður er enn til, nokkuð laskaður og aðþrengd-
ur af húsum, götum og Leith-ánni. Gröfina fann ég þó ekki. Um leit-
ina að sýslumanninum hef ég skrifað svolítinn for-ævisögulegan
pistil og birt á sögubloggi en ekki á viðurkenndum fræðilegum vett-
vangi. 42
eftir að Sigríður fór af Héraði árið 1829 bjó hún í Reykjavík, fyrst
í Laugarnesi (sem stóð þá utan byggðarinnar) hjá biskupshjónunum
Steingrími Jónssyni og valgerði Jónsdóttur. en eftir að hún hafði
stungið undan biskupsdótturinni og verið vísað af heimilinu var
hún hjá frændkonu sinni, Sigríði Thorgrímsen landfógetaekkju, sem
bjó um það bil þar sem Íslandsbanki stendur nú, í Lækjargötu 12.
Þá tók við Reykholt í Borgarfirði. og þar er hægt að stunda inn-
lifun, velta fyrir sér gömlum tóftum, landslaginu, og reyna að sjá
fyrir sér hvernig staðurinn leit út þegar Sigríður bjó þar. Lesa í gaml-
ar lýsingar, rýna í ljósmyndir og teikningar. Allt er þetta hluti af
heimildavinnunni og mun enda sem texti, kannski, og myndirnar
líka, af því þær segja sína sögu. og þar getur kona gerst tilfinninga-
söm, eins og góðviðrisdaginn sem ég steig inn í söguna og lagði
höfuð á legstein Þorsteins Helgasonar í Reykholtskirkjugarði, stóran
rúnastein sem setur mark sitt á garðinn. Þorsteinn var fyrri maður
Sigríðar, hann missti vitið og reið í Reykjadalsá ófæra í mars 1839 og
drukknaði, fannst þremur vikum síðar. Sigríður varð frá af sorg eða
eins og Siggeir bróðir hennar skrifar í bréfi til Páls bróður þeirra:
„Systir mín er í aumkunarverdu ástandi sem nærri getur þú, og
hvorki gétad sofid nie matar neitt híngad til.“43 varðveist hafa hjart-
næmar útfararræður þar sem dauðinn verður lausn frá geðveikinni
og litlu dætrunum er gefin rödd: „Hiala börn med harmamál /
ferð til fortíðar & sagnfræðingurinn 135
41 Þjóðskjalasafn Íslands (ÞÍ). Þingeyjarsýsla eD1/1, 1. Skiptabók. 1807–1814, bls.
232–266.
42 erla Hulda Halldórsdóttir, „Fjandinn í edinborg eða leitin að sýslumann -
inum“, Sögublogg 12. september 2013, http://sogublogg.blogspot.co.uk/2013
/09/fjandinn-i-edinborg-ea-leitin_12.html.
43 Lbs. 2412 a 4to. Bréf: Siggeir Pálsson til Páls Pálssonar 12. mars 1839.