Saga - 2015, Blaðsíða 160
Í tengslum við umfjöllun um Horrebow ræðir doktorsefni ferðarit egg -
erts og Bjarna á 6. áratug 18. aldar, enda voru báðir leiðangrarnir sendir til
Íslands af Dönum og fjármagnaðir af danska vísindafélaginu. Hann segir að
rit eggerts og Bjarna hafi einnig haft mikið að segja fyrir ímyndarmótun
landsins og til að leiðrétta missagnir um Ísland. Bækurnar voru þýddar á
þýsku árið 1786 og ensku árið 1805 (bls. 165 og 168). Íslensk útgáfan kom
ekki fyrr en á 20. öld. ekki verði þó, segir hann, fjallað um Ferðabók eggerts
og Bjarna „enda er það verk eftir íslenska höfunda“ (bls. 168). Hér er mikil-
væg staðhæfing um sýn á eðli verks sem dönsk stjórnvöld fjármögnuðu og
stóðu að. Hún varpar einnig ljósi á skilgreiningarvandann (sem ekki er tekið
á í ritinu að öðru leyti) er tengist þeim athugunum sem dönsk stjórnvöld
stóðu að, þótt ferðalangarnir séu vissulega líka íslenskir. Hér liggur í orðun-
um að það er talið að rit eggerts og Bjarna beri með sér sjálfsmynd Íslands
en ekki ytri ímynd. en það er ekki afgreitt hvað slíkt hefur að segja gagnvart
Niels Horrebow, sem var tengdur æðstu stjórn landsins. Þessi staðhæfing
vekur einnig athygli á almennt óljósri stöðu þeirra rita sem upprunnin eru
hjá dönskum stjórnvöldum miðað við þýsk, ensk og evrópsk rit og leið -
angra. Hversu framandlegar voru hugmyndir Horrebows um Ísland? Mætti
e.t.v. líta á Horrebow sem fulltrúa „sjálfsmyndar“ ríkisins, þrátt fyrir áhrif
skrifa hans á rit og hugmyndir Breta og Frakka og annarra ferðalanga frá
vestur-evrópu?
Iv
ein meginniðurstaða Sumarliða er tenging ytri ímynda Íslands og Græn -
lands við evrópusöguna, við hugmyndasögu evrópu í margar aldir, þar
sem staðalmyndir þessara ystu svæða speglast í sjálfsmynd evrópu; jaðar
og miðja takast á. Þar skiptir hugmyndin um norðrið mestu máli. Framan af
öldum voru bæði Grænland og Ísland utan sjónsviðs þeirra sem töldu sig til
hinnar siðmenntuðu evrópu. Margs konar yfirnáttúrleg fyrir bæri áttu að
þrífast þar og samfélögin voru ekki skiljanleg þeim sem um þau skrifuðu.
en þegar leið á aldirnar fór að skilja á milli í umfjöllun um Ísland og
Grænland, einkum á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta 19. aldar eins og vel
er gerð grein fyrir. kynþáttahyggjan birtist t.d. á Grænlandi með þeim hætti
að þegar menn voru orðnir úrkula vonar um að finna afkomendur nor -
rænna manna þar fór áhuginn á grænlensku samfélagi minnkandi (m.a. bls.
233). eða eins og doktorsefni segir: „Mestu skipti þar til aðgreiningar hug-
myndin um hið menntaða Ísland, mikilvægi miðaldaarfsins og hugmyndin
um Hellas norðursins“ (bls. 234). Þarna koma þjóðernishyggja og kynþátta-
hyggja til sögunnar.
Doktorsefni nefnir einnig að þessi breyting á ímyndum hafi ekki átt við
um Grænland í sama mæli og Ísland. Grænland hafi áfram verið talið fjar-
lægt jaðarsvæði (bls. 234). Í niðurstöðum bókarinnar segir að ekki verði
andmæli158