Saga - 2015, Blaðsíða 138
Hvar er babbi? Guds til farin“. og ljóðmæli sem kallast „Andvarp
syrgiandi eckiu“.44 við stein Þorsteins hugsaði ég um dauðann,
sorgina og Sigríði.
Síðumúli í Hvítársíðu var heimili Sigríðar í fimm ár. Þar hef ég
horft, hlustað og hugsað og skrifað eitthvað á blað um það sem ekki
sést lengur heldur er falið í landslaginu.45 Horfði hún upp til jökla?
Hlustaði hún á sumarfuglana? Á hljóðið í Hvítá? Þvínæst var hún í
Hraungerði í Flóa. enn sem komið er hef ég bara horft þangað heim
af þjóðveginum, en síðasta áratuginn bjó hún í fegurðinni í Fljóts -
hlíð, hjá dóttur sinni á Breiðabólstað.
Sigríður dó á Breiðabólstað árið 1871 og vildi liggja nærri barna-
börnum sem höfðu dáið úr þessari andstyggilegu barnaveiki sem
sífellt hjó skörð í barnahópa 19. aldar. Ég fór þangað fyrir rúmum
áratug, þegar ég átti leið um Fljótshlíðina. vinkona mín var með í
för og af því hún söng þá í kirkjukór var hún ómöguleg þar til ég
hafði valið sálm sem hún söng fallegri sópranröddu. okkur fannst
þetta báðum falleg stund og einhvern veginn viðeigandi — ég veit
ekki, kannski þykja mér þessar ferðir á heimaslóðir eða í kirkjugarða
ekki bara góðar til þess að reyna að skilja og skynja svipi fortíðar
heldur sem einhvers konar friðþæging fyrir það að ryðjast svona inn
í líf sögupersónunnar. Að lesa bréfin hennar og túlka orð hennar og
líf á vegu sem hún hefði aldrei getað gert sér í hugarlund.
Hliðarspor
Þegar farið er í ferðalag til fortíðar er aldrei að vita hvað gerist, hvað
heimildirnar segja, hvert þig ber. eitthvað óvænt getur gerst á
leiðinni og haft áhrif á hvað og hvernig við segjum frá og túlkum
heimild. Fyrir fáeinum árum tókst ég einmitt á við slíkt augnablik í
grein á erlendum vettvangi þar sem ég ræddi um tár í bréfi sem
kom mér úr tilfinningalegu jafnvægi og hálfpartinn efnisgerði for -
tíðina í höndum mér. Nálægðin varð næstum of mikil. Tárið átti
Baldvin einarsson, sem einmitt var vinur Páls, bróður Sigríðar, og
erla hulda halldórsdóttir136
44 Lbs. 150 8vo. Bók með ýmsum kveðskap. einnig ræður við útför Þorsteins
Helgasonar 1839. Úr legatsafni Þorgeirs Guðmundssonar.
45 Sander L. Gilman, „Alan Cohen’s Surfaces of History“, On European Ground.
Ritstj. Alan Cohen, (Chicago: University of Chicago Press 2001), bls. 1–10.