Saga


Saga - 2015, Blaðsíða 158

Saga - 2015, Blaðsíða 158
tengdar stjórnvöldum, prentaðar og óprentaðar, þ.e. áhersla á náttúru- auðlindir og mannfólkið sem átti að skapa verðmæti. Þetta eru þær tvær auðlindir sem samkvæmt stefnu manna var oftast reynt að nýta til fulls. Þannig að áhugi Hans egedes var minni á undrum og stórmerkjum en þeim möguleikum sem hann sá fyrir Danakonung til að nýta landið og hafa af því arð. Í lok umfjöllunarinnar er bent á hvernig rit egedes hafi breytt ímyndun- um af Grænlandi; þær hafi orðið jákvæðari en þær sem komu fram í mörg- um fyrri ritum, enda hafi hagsmunir trúboðans falist í að gera trúboðið og landnámið framkvæmanlegt (bls. 135–136). Á hinn bóginn mætti eins túlka það sem svo að rit egedes hafi orðið til í öðru samhengi en rit þeirra land- könnuða og ferðalanga sem borið er saman við og að líta megi á ritið annars vegar sem yfirlitsrit byggt á heimildum og búsetureynslu, hins vegar rit samið að undirlagi konungs með skýra hagsmuni að leiðarljósi, þ.e. þá að nýta auðlindir og íbúa landsins í sína þágu. Því má spyrja: er nýlendustefna Danakonungs það tengd ferð og dvöl egedes á Grænlandi að rit hans sé vitnisburður um ímyndir konungs eða dansk-norska konungsríkisins fremur en almennar ytri ímyndir frá vestur-evrópu um Grænland á 18. öld? III Hitt dæmið sem ég staldra við er bók Niels Horrebows, sem byggð er á dvöl hans á Íslandi á árunum 1749–51 og kom út á dönsku 1752. enska útgáfan, sem kom út sex árum síðar, er hins vegar nýtt hér. Í bókinni er fjallað um rit Horrebows með flokki ferðalýsinga, þótt doktorsefni geri ákveðna fyrirvara við það, eins og áður var vikið að; það sé fremur búsetulýsing en hefðbund- inn leiðangur. Ferðalýsingar um Ísland hefjist með Horrebow um miðja 18. öld og sé einkum að finna frá Danmörku, Frakklandi og Bretlandi á tíma- bilinu 1750–1850 (bls. 164–168). Í heild komi fram í þeim breyting á ytri ímynd Íslands með upplýsingu, rómantík og ekki síst þjóðernisstefnu þegar komið var fram á 19. öld (bls. 156). Það er tvennt sem mig langar að taka til umræðu í tengslum við val og notkun á riti Horrebows í því samhengi sem það er sett fram í bókinni, þ.e.a.s. sem vitnisburður um breyttar ytri ímyndir Íslands. Annars vegar út frá því að hugsanlega megi frekar líta á það sem pólitískt rit en ferðalýsingu, þ.e. rit sem ætlað er að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í Danmörku gagnvart Íslandi. Hins vegar út frá því hvort verkið eins og það er sé e.t.v. meiri vitnis burður um sjálfsmynd af einhverju tagi en ytri ímynd sambærilega við þá sem varð til í vestur-evrópu. Þar skiptir máli hvernig litið er á stöðu kon - ungs í þessu efni og þau verkefna sem hann stóð fyrir á Íslandi. Horrebow leitaðist mikið við að leiðrétta það sem Johann Anderson (1674–1743) hafði skrifað nokkrum árum áður og birti í staðinn jákvæða lýsingu á landi og þjóð: „Horrebow er því greinilega á mörkum tveggja tíma andmæli156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.