Saga


Saga - 2015, Page 193

Saga - 2015, Page 193
Meira er til af heimildum um sögu verkalýðs og alþýðuhreyfingar á fyrri hluta 20. aldar en á síðustu áratugum. Seinni tíma verk eru oftar unnin utan sviðs sagnfræðinnar og vettvangur fyrir birtingu þeirra auk þess í meiri mæli erlendur en áður var. Heimildaöflun um seinni tíma þróun þarf því að beinast meira inn á aðrar slóðir en þær sem duga Sumarliða svo vel á fyrra tímabilinu. Sérstaklega fróðleg er umfjöllun Sumarliða um pólitísk átök innan hreyf- ingarinnar á skeiðinu fram að seinni heimsstyrjöldinni, einkum átök jafn - aðar manna og kommúnista/sósíalista um áhrif og völd í verkalýðsfélögun- um vítt og breitt um landið. Sú saga er öðru fremur saga átaka og von - brigða, saga sundrungar sem endaði með því að veikja verkalýðsflokkana í heild og skapa Sjálfstæðisflokknum, flokki atvinnurekenda, umtalsverð ítök innan hreyfingarinnar á eftirstríðsárunum. Þegar líða tók á eftirstríðsárin voru pólitísku baráttumálin áfram fyrir- ferðarmikil en beindust í vaxandi mæli að sitjandi ríkisstjórnum á hverjum tíma og réð það þá nokkru um samskipti hreyfingar og ríkisstjórnar hverjir sátu í stjórn — báðum megin. Frá um 1980 breyttist pólitíska áherslan í verka - lýðshreyfingunni meira frá slíkum flokkadráttum og fremur var litið á ríkis - stjórnir sem samningsaðila sem hægt væri að vinna með, til hagsbóta fyrir vinnandi fólk. Þótt samráðsskipanar (korporatisma) hafi gætt stöku sinnum á fyrri áratugum, svo sem í tíð stjórnar hinna vinnandi stétta 1934–1938, í tíð vinstri stjórnarinnar 1956–1958 og eftir 1963, er það mat Sumarliða að með þjóðarsáttarsamningunum 1990 hafi samráðsskipanin orðið enn meira ráðandi en fyrr og breytt einkennum kjarabaráttunnar. Úr verkföllum tók að draga eftir 1980 og svo enn frekar hjá meðlimum ASÍ eftir 1990. Þá urðu átök á vettvangi opinberra starfsmanna oft fyrirferðarmeiri. Þó verk Sumarliða í heild sinni sé afar vel heppnað finnst mér nokkur munur á fyrra og seinna bindinu. Það fyrra er betur heppnað sem heildstæð og ljóslifandi saga lífshátta og lífskjara verkalýðsins og saga framfara frá örbirgðarlífi margra til neyslusamfélags eftirstríðsáranna. Fyrra bindið er líka betur stutt af ríkulegum heimildum. Seinna bindið er í meiri mæli stofnanasaga þar sem umfjöllun um skipu- lag hreyfingarinnar verður fyrirferðarmeiri. Það endurspeglar þá þróun að verkalýðshreyfingin sjálf varð meiri stofnun þegar leið á tuttugustu öldina, með þeim kostum og göllum sem því fylgja. eðli máls samkvæmt kemur þyngra og þurrara efni til skoðunar þegar stofnanaumhverfið verður viða - meira og átök og framvinda markast meira af skipulagi innávið og tengslum hreyfingarinnar við samfélagið útávið. Stofnunarþróuninni er ágætlega lýst af Sumarliða, ekki síst því hvernig hreyfingin var að mestu sjálfsprottin í fyrstu og borin uppi af einstaklingum í sjálfboðavinnu. ASÍ hóf til dæmis ekki reglulegan rekstur skrifstofu fyrr en um 1930, eða um einum og hálfum áratug eftir stofnun þess. Skrifstofunum fjölgaði svo með auknum þroska hreyf ingar innar og auknum umsvifum seinni áratuga og þeim fylgdi aukin þjónusta við meðlimi. ritdómar 191
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.