Saga - 2015, Page 169
Það er fleira sem gerir Dagsbrúnarsöguna óvenjulega. Þetta er aðkeypt
verk, skrifað að ósk verkkaupa (Dagsbrúnar og síðar eflingar stéttarfélags)
en alþekkt eru í fræðaheiminum vandamál sem slík tilhögun getur skapað.
ef höfundar verka af þessu tagi geta ekki um frjálst höfuð strokið, ef ekki er
tryggt fullt frelsi þeirra til að fjalla um viðfangsefnið með vísindalegum
hætti, þá er hætt við að rannsóknin reynist lítils virði. Af lestri bókanna má
að nokkru leyti vera ljóst að Þorleifur hefur haft frjálsar hendur við ritun
þeirra en ég hefði kosið að fá nánari útfærslu á hvernig samningum verk-
kaupa og höfundar var háttað. Það hefði gefið þýðingarmikla vitneskju um
stöðu höfundar í verkinu, sérstaklega með tillliti til þess að töf varð á útgáfu
þess og höfundur hélt áfram vinnslunni næstu hátt í tuttugu árin án þess að
fram komi hvernig staðið var að kostun þess á þeim tíma.
Þorleifur rekur eðlilega sögu Dagsbrúnar og segir frá uppbyggingu
félagsins, þróun og helstu áhrifavöldum í stjórn félagsins frá einum tíma til
annars. Sú saga er afar merkileg og á fullkomlega rétt á sér í verki af þessu
tagi. Stjórnir félagsins í áratugi fléttuðust inn í stjórnmálaátök á 20. öld, átök
sem voru bæði harðdræg og miskunnarlaus. Forsvarsmenn Dagsbrúnar
beittu sér oft af hörku innan stjórnmálahreyfinga í landinu til þess að tryggja
stöðu umbjóðenda sinna eða eigin pólitískan frama. Hin pólitíska umræða
er fyrirferðarmikil í síðara bindinu enda buðu kreppuárin upp á mikil póli-
tísk átök og uppgjör innan verkalýðsfélaganna sjálfra.
Uppbygging Dagsbrúnar miðaði að því að ná sem mestum árangri á
sem skemmstum tíma þó svo að oft væri hugað að langtímaþróun aðstæðna
félagsmanna. Þorleifur nefnir einmitt á einum stað í fyrri bókinni hvernig
félögin hafi verið hugsuð: „Skiplögð verkalýðshreyfing á Íslandi, líkt og í
nærliggjandi löndum, á rætur að rekja til þriggja aðgreindra og samofinna
þátta. Þeir eru í fyrsta lagi faglegt starf, í öðru lagi pólitísk barátta, í þriðja lagi
rekstur samvinnufyrirtækja í ýmsum myndum“ (I: bls. 143). eins og nærri má
geta lágu þræðir félags eins og Dagsbrúnar víða og verkefnin sem komu í
hlut forystunnar voru geysimörg og mikilvæg. Félagið spratt upp á þeim
tíma þegar stofnanaumhverfi á Íslandi var í algjöru skötulíki og pólitísk
áhrif verkalýðsins á þróun samfélagsins voru bæði nauðsynleg og umtals-
verð. Fyrir bragðið er frásögnin ekki aðeins tengd pólitík samtímans heldur
einnig hagrænni uppbyggingu samfélagsins; vexti í iðnaði og sjávarútvegi
sem skapaði gjörbreytt skilyrði fyrir verkafólk í landinu og félagsmenn
Dags brúnar. Tvær heimsstyrjaldir og kreppa fléttast ennfremur inn í þessa
sögu þannig að á köflum skipar heimspólitíkin öndvegi í frásögnum bók-
anna beggja.
Þorleifur hefur þurft að leggjast í gríðarlega heimildavinnu í tengslum
við sögu félagsins sjálfs. Honum var nauðugur einn kostur að vinna sig í
gegnum skjalasafn Dagsbrúnar sem var bæði óflokkað og í misjöfnu ásig-
komulagi. „Alls notaðist ég við á fimmta tug innlendra skjalasafna og tug
erlendra“, skrifar Þorleifur í inngangskafla sínum (I: bls. 18). Nálgun rann-
ritdómar 167