Bændablaðið - 16.12.2021, Síða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202148
Nýi dýralæknaskólinn við
Aberystwyth-háskóla í Wales
(Aberystwyth University), var
formlega opnaður þann 10. des-
ember síðastliðinn af Karli prins
af Wales. Reyndar hófst kennsla í
skólanum nú í september.
Skólabyggingin þar sem nýi
dýralæknaskólinn er til húsa er
Íslendingum ekki að öllu ókunn-
ug. Þar stundaði dr. Ólafur R.
Dýrmundsson m.a. nám og
var um tíma skólabróðir Karls
Bretaprins. Ólafur sagði í samtali
við Bændablaðið að svo skemmti-
lega vilji til að þegar Karl opnaði
formlega dýralæknaskólann hafi
hann ritað nafn sitt í sömu gesta-
bók og hann skrifaði í á vormiss-
erinu 1969 þegar hann nam velsku
og velska sögu í Aberystwyth. Það
var rétt áður en hann var krýndur
af Elísabetu II Bretlandsdrottningu
sem 21. prinsinn af Wales við athöfn
í Caernarfon-kastala í Norður-Wales
í byrjun júlí það ár.
Karl prins gamall skólabróðir
dr. Ólafs R. Dýrmundssonar
„Þarna, vorið 1969, var hann skóla-
bróðir minn um skeið og bæði ég og
Svana töluðum við hann í boði hjá
British Council rétt eftir að hann kom
í skólann. Skemmtilegt spjall. Síðar
kom hann nokkrum sinnum í laxveiði
í Vopnafjörð eins og segir í bókinni
Guðni á ferð og flugi.
Karl er, og hefur lengi verið, með
lífrænan búskap á einni af jörðum
bresku krúnunnar í Englandi og
hefur gott vit á landbúnaði. Sá hann
t.d. og heyrði flytja prýðilegt erindi
um framtíð landbúnaðar á Terra
Madre hjá Slow Food í Tórínó á
Ítalíu rétt upp úr aldamótunum,“
segir Ólafur.
Þá bendir Ólafur á að hluti sjón-
varpsþáttanna Crown um bresku
konungsfjölskylduna, þ.e. í þættin-
um um dvöl Karls í Aberystwyth,
hafi var tekinn í gömlu háskóla-
byggingunni. Hann segir að þau
hjón hafi þó ekki verið ánægð með
aulaháttinn sem þekktur breskur
leikari var látinn sýna í hlutverki
Karls þarna í háskólanum. Þau hafi
haft allt aðra mynd af Karli.
„Hann var öruggur í framkomu
og átti auðvelt með að ræða við
okkur, spurði m.a. um laxveiði á
Íslandi sem hann átti síðar eftir að
kynnast sjálfur,“ segir Ólafur.
Tvö ár í Aberystwyth
og þrjú í Hertfordshire
Ólafur hefur lengi verið tengiliður
(Alumni Representative) Háskól-
ans í Aberystwyth við Ísland. Hann
segir að dýralækna náminu sé þannig
háttað að dýralækna nemarnir taka
tvö fyrstu árin í nýja skólanum í
Aberystwyth og síðan þrjú ár í
dýralæknaskólanum í Hawkshead
í Hertfordshire í Englandi.
Þar sem hér á landi sé skortur á
dýralæknum, þá veltir Ólafur fyrir
sér hvort ekki sé kjörið fyrir íslenska
stúdenta sem hyggja á dýralækn-
ingar að skoða þessa nýju námsbraut
við dýralæknaskólann í Wales. Hann
segist þó ekki vita til að íslensk-
ir dýralæknar hafi stundað nám í
Wales. Hins vegar hafi nokkrir lokið
sínu námi í Skotlandi og Englandi
en flestir á Norðurlöndunum og í
Þýskalandi.
Ólafur ritaði grein í Bændablaðið
í apríl á síðasta ári um þá ákvörðun
Aberystwyth-háskóla í Wales þann
28. febrúar 2020 að opna nýjan
dýralæknaskóla. Þá var gert ráð
fyrir að skólinn tæki við fyrstu
nemendunum í september 2021 og
gekk það eftir.
Segir Ólafur að í Aberystwyth
hafi verið búvísindanám á háskóla-
stigi síðan árið 1878 en háskóli
var stofnaður þar árið 1872.
Því eigi kennsla og rannsóknir í
þágu landbúnaðar sér langa sögu
í Aberystwyth, bæði á sviðum
búfjárræktar og jarðræktar, enda
Wales þekkt innan Bretlandseyja
fyrir blómlegar sveitir og mikla
matvælaframleiðslu af ýmsu tagi.
Síðan segir í grein Ólafs:
Mikil reynsla að baki
„Reyndar er liðin rúmlega öld síðan
rannsóknir á búfjársjúkdómum og
kennsla um þá hófst í tengslum við
búvísindanámið í Aberystwyth og
dýralæknar hafa lengi verið á meðal
kennaraliðsins. Naut höfundur góðs
af á námsárunum í Aberystwyth
1966-1972. Ákveðið skref var stigið
í september 2015 þegar stofnað var
til sérstakrar þriggja ára B.Sc. náms-
brautar í lífvísindum með áherslu á
dýrasjúkdóma. Próf af henni hefur
gefið góða starfsmöguleika og er
sagt prýðilegur undir búningur undir
námið í nýja dýralæknaskólanum.
Nú hefur skrefið verið stigið til fulls
með stofnun fyrsta dýralæknaskól-
ans í Wales en til þessa hafa þeir
næstu verið í Liverpool og Bristol
í Englandi.“
„Þú getur kallað okkur Aber“
Að sögn Ólafs nýtur Aberystwyth
mikil álits á Bretlandseyjum. Bæði
árin 2018 og 2019 fékk hann sér-
staka viðurkenningu vegna gæða
kennslunnar og 2020 hlaut hann
viðurkenningu sem besti háskólinn
í Wales (The Sunday Times Good
University Guide). Þá fékk hann
árið 2019 næsthæstu einkunn allra
breskra háskóla fyrir ánægju nem-
enda með námið og aðstöðu til þess
(National Student Survey). Þar hefur
skólinn reyndar verið í efstu sætum
árin 2018, 2019 og 2020. Stjórnendur
háskólans eru samt ekkert að láta
hlutina stíga sér til höfuðs eða taka
upphefðina of formlega, því á heima-
síðu skólans segir:
„Við erum Aberystwyth-háskóli,
en þú getur kallað okkur Aber.“ /HKr.
UTAN ÚR HEIMI
Nýi dýralæknaskólinn við Háskólann í Aberystwyth í Wales formlega opnaður:
Byggir á sögu háskóla sem þekktur er fyrir
gæði í kennslu og ánægju nemenda
– Skólinn þar sem dr. Ólafur R. Dýrmundsson og Karl Bretaprins voru um tíma skólabræður
Svanfríður S. Óskarsdóttir og Ólafur Dýrmundsson í Wales 1969. Í baksýn
er Háskólinn í Aberystwyth. Bætt hefur verið við nýjum byggingum vegna
nýja dýralæknaskólans en hann er allur á Penglais Hill þar sem Ólafur nam
og stundaði sauðfjárrannsóknir forðum daga. Mynd / Úr einkasafni
Karl Bretaprins við formlega opnun dýralæknaskólans í Aberystwyh. Mynd / Aberystwyth University
Karl krýndur sem prinsinn af Wales
í Caernafon-kastala í júlí árið 1969.
Kastalanafnið Caernarfon er velska,
en á ensku var kastalinn og bærinn
sem hann stendur í oft skrifaðir með
vaffi (v) og nefndir Caernarvon, en
því hefur að mestu verið hætt.
Gamla skólabygging Aberystwyth-háskóla í Wales.