Bændablaðið - 16.12.2021, Side 66

Bændablaðið - 16.12.2021, Side 66
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. desember 202166 Á FAGLEGUM NÓTUM Leiðin að nýjum lausnum – greinaröð um riðuveiki: Íslenskir bændur og alþjóðlegir vísindamenn vinna saman „Riðurannsóknin mikla“ – hér eru íslenskir sauðfjárbændur og riðusérfræðingar frá Þýskalandi, Englandi, Ítalíu, Frakklandi, Spáni og Íslandi að vinna saman. Vísindamennirnir eru vanir að þurfa að sannfæra bændur um að taka þátt í rannsóknum og þeir eru mjög ánægðir að í þessu tilfelli var það öfugt – bændurnir áttu frumkvæði að verkefninu, höfðu samband við sérfræðinga og svo vatt þetta heldur betur upp á sig. Ísland býður upp á sérstakar kringumstæður út frá sjónarhorni vísindamanns. Sauðfjárstofninn hefur verið einangraður í langan tíma og er þrátt fyrir innflutningstilraunir að langmestu leyti laus við áhrif annarra sauðfjárkynja. Á sama tíma datt Íslendingum aldrei í hug að banna ákveðna liti eða hornfjölda eða útlit eins og langflestar þjóðir Evrópu gerðu til að búa til „kyn“, það eru engar „skúffur“ = sauðfjárkyn til innan Íslands. Þess vegna er erfðafjölbreytileikinn óvenju mikill þótt stofninn hafi tekið miklum sveiflum í gegnum aldir, t.d. út af harðindum eða fjárpestum. En þrátt fyrir allan fjölbreytileika koma einungis fáar stökkbreytingar („breytileikar“) í príonpróteininu fyrir – ólíkt langflestum kynjum er fræga riðuþolna arfgerðin „ARR“ ekki til, sem varð lausnin við riðuvandamálinu víða um heim. Auk þess kom sjúkdómurinn líklega með einum ákveðnum hrút til landsins – tími og upphafsstaður eru þekktir og einnig útbreiðslusagan. Það er einstakt. Ekki síst er riða á meðal sauðfjárbænda á „áhættusvæðum“ mikilvægt umræðuefni, margir bændur hafa lengi pælt í þessum efnum; þetta er mikilvæg uppspretta dýrmætra upplýsinga sem nýtast mjög vel í rannsóknum. Í stuttu máli: Við erum svo hepp- in að íslenska riðuvandamálið hefur mikið aðdráttarafl fyrir alla sann- kallaða riðusérfræðinga og uppgöt- vanir á þessu sviði geta nýst kindum og þar með sauðfjárbændum víða um heim. Sýnataka um landið allt – og Grænland Eins og fram kom í fyrri grein í þarsíðasta tölublaði eru kindur með verndandi arfgerðir eina langvarandi lausnin á svæðum þar sem riða hefur verið landlæg lengi. Þess vegna er fyrsta skrefið að kortleggja ólíku breytileikana sem er að finna í príonpróteininu hér á landi – og í grænlensku fé sem er af íslenskum stofni. Hvaða breytileikar finnast yfir höfuð og hvernig dreifast þeir? Til þess þarf að taka sýni um allt land á ólíkum sauðfjárbúum – bæði þeim sem eru sérstök að ýmsu leyti og þeim sem eru „dæmigerð“ sauðfjárbú. Til „sérstakra“ hjarða teljast til dæmis þessar: • riða hefur komið upp allt í kring en aldrei á viðkomandi bæ – eða • riða kom upp í gamla daga en hvarf seinna – og/eða • sérstaklega gamall og ein- angraður stofn (lítil eða engin áhrif frá sæðingum eða kaupafé), bæði á riðu- svæðum og riðulausum svæðum Auk þess fengum við aðgang að sýnum úr riðuhjörðum sem eru varð- veitt á Keldum, í kringum 1.300 sýni samtals. Meðal þeirra eru sýni úr rúmlega 200 riðujákvæðum kindum sem greindar voru upp úr 1999. Það verður sérstaklega dýrmætt að sjá í hve miklum mæli mismunandi arf- gerðir koma fyrir. Sýnatakan er í fullum gangi og fyrir áramót verða komin yfir 2400 sýni í raðgrein- ingu úr fleiri en 120 hjörðum. Áherslan var fyrst lögð á upphafs- svæði riðuveikinnar – Norðurland vestra –, ásamt líflambasölu- svæðunum á Ströndum og á Norðausturlandi. Hluti af Suðurlandinu, Suðurþingi og svo Austurlandið er rétt að bætast við, einnig voru Vestmannaeyjar skoð- aðar og einstakar hjarð- ir við Ísafjarðardjúpið. Hin svæðin munu fylgja í vetur og vor. Fyrstu niðurstöður og vangaveltur Samhliða sýnatöku og raðgreiningum erum við sífellt að skoða niður- stöðurnar, bera saman hjarðir og svæði, rekja sjaldgæfa breytileika og pæla í mögulegum ástæðum – alltaf í sam- ráði við sérfræðing- ana. Þótt það sé enn of snemmt að draga ályktanir í víðara samhengi er samt hægt að nefna nokkur atriði sem virðast áberandi. Fyrir einstaklinginn skipta alltaf báðir „helmingarnir“ máli þar sem báðir hafa áhrif. Ef kind er til dæmis með arfgerðirnar AHQ/VRQ, þá minnkar AHQ næmi fyrir riðusmiti en VRQ eykur það (það hefur ekki verið rannsakað enn í hversu miklum mæli, en verður vonandi gert í rannsókninni okkar). Það er svipað með AHQ/ARQ-kind. En talsvert minna næm er hins vegar kind með samsetninguna AHQ/AHQ („arfhreint“ AHQ). En það er einfaldara að átta sig á tíðni eða hlutföllum ákveðinna breytileika innan stofnsins ef við skoðum bara annan helminginn, þ. e. aðra genasamsætuna („allele“ á ensku) – þess vegna gerum við það hér: • Langalgengasta arfgerðin er „hreint“ ARQ, upprunaleg án frekari breytileika – í langflestum hjörðum á milli 70 og 90 prósent. • H154 (-> AHQ), V136 (-> VRQ) og N138 eru á með- altali innan við 10 prósent. • R231R+L237L, C151 og T137 eru á meðaltali innan við 1 prósent, frekar 0,5 pró- sent eða minna. Þetta þýðir að í venjulegum stikk- prufum (á milli 10 og 30 sýni úr hverri hjörð) er vel hægt að finna H154, V136 og N138, en það er mjög tilviljunarkennt hvort hinir þrír breytileikar uppgötvast eða ekki: Að meðaltali þarf að taka u.þ.b. 200 sýni til að finna 0,5 prósent breytileika og meira að segja 1.000 sýni til að finna 0,1 prósent breytileika eins og T137! Enn eru eingöngu tvær kindur komnar fram með T137 og bara ellefu kindur með C151: Gola frá Uppsölum stutt frá Sveinsstöðum, fædd 2010, og Nökkvi frá Sunnuhlíð í Vatnsdal ásamt gimbri undan honum fundust síðast. Í Sunnuhlíð eru auk þess óvenju margar kindur með R231R+L237L, einnig á Heydalsá (Guðjón og Nicole). Þannig að það var mikil heppni að við fundum T137 í þeim 20 sýnum sem voru tekin á Sveinsstöðum – og strax aðra kind með þennan breytileika í næstu 10 sýnum sem voru raðgreind í kjölfarið til að rekja uppruna þess. En ekkert fannst í 38 sýnum sem tekin voru þó þau væru úr náskyldum kindum. Hins vegar getur einn stakur hrútur breytt hlutföllum breytileik- anna innan hjarðar mjög ef hann er með sjaldgæfa arfgerð. Ein riðuhjörð til dæmis þar sem við raðgreindum alla fullorðna einstaklinga var með næstum sjö sinnum fleiri C151- kindur en er að meðaltali. Þegar við skoðuðum ættirnar þá kom í ljós að allar kindurnar voru afkomend- ur hrúts sem hét Kári – hann hefur greinilega verið með C151. Hefði Kári frekar verið til þá hefði þessi hjörð verið dæmigerð. Svo eru ættingjar hans enn til á Ströndum og víðar – hann var sonur Bolla frá Miðdalsgröf og við gátum fundið út að C151 er komið frá Bollu mömmu Bolla; Merida frá Miðdalsgröf, „barnabarnið“ hennar er með þessa arfgerð líka. Nýlega kom í ljós að Blær frá Húsavík er einnig með C151; Reynir í Miðdalsgröf og Matthías í Húsavík voru strax til í að reyna að búa til arfhrein C151-lömb. Einnig var spennandi munur á líflambasölusvæðunum tveimur sem hafa verið rannsökuð til þessa – Strandir annars vegar og norðausturhornið hins vegar. VRQ er sjaldgæft á báðum svæðum, AHQ mjög svipað. Við höfðum áður séð raðir úr tæplega 100 forystukindum sem voru næstum allar úr þessu svæði og það var mjög áhugavert að sjá alls engan aukabreytileika þar, engin með N138 eða C151 eða svoleiðis. Einungis kindur með hefðbundnu arfgerðirnar ARQ, VRQ og AHQ! Svipuð niðurstaða var hjá öðru fé á þessu svæði sem ekki er forystufé – aðeins fáar kindur með N138 (sem voru auk þess næstum allar á sama bæ) en ekkert annað. Á Ströndum fundum við hins vegar allt nema T137. Þetta er athyglisvert þar sem á hvorugu svæðinu hefur riða komið upp – og þess vegna hefði í rauninni á hvorugu svæðinu verið „þörf“ fyrir aukabreytileika eða arfgerðir sem eru minna næmar fyrir riðu. Þannig að samkvæmt væntingum hefði samsetningin átt að vera mjög svipuð, nefnilega eins og á norðausturhorninu. Ef maður skoðar þetta betur þá er áberandi að á norðausturhorninu er næstum allt fé hyrnt, á meðan það er svo gott sem allt kollótt á Ströndum. Það eru sögusagnir um að kollótta genið sé upprunalega komið með innfluttu fé en hafi upphaflega ekki verið til hér á landi. Er þetta kannski skýringin? Ef kollóttu kindurnar komu til dæmis frá Englandi eða Þýskalandi þar sem riða hefur verið landlæg í nokkur hundruð ár þá væri rökrétt að þær hefðu verið að hluta til með einhvern aukabreytileika. Og viti menn, á bak við hluta af þeim fáu N138-kindum sem fundust á norðausturhorninu eru kollóttar kindur! Þetta eru auðvitað getgátur en samt mikilvægar vangaveltur og þegar rannsóknin er komin aðeins lengra munum við væntanlega finna svör sem hjálpa til að skilja samhengið betur. Allavega er það staðreynd 1986, 2004 2006 2004 1989, 2007, 2018 1988 (89?), 2008, 2019 2009 2015 1980 (77?), 2015 1987, 2016 2016 1987 vg riðu í Brautarholti, 2020 2020 2020 (Hjörðin í Brekkukoti) 2020 1982, 2000 2020 2002 20061999, 2021 1996, 2015 1987 1984 1988 2020 1983, 2002 1985 1991 1987 1987 1987 1986 1986 1986 1996 1983 (1987?) 1986 1991, 2021 1984 1987 1987 1986 1975, 1988 1978 1988, 1993 1988?, 1993? 1978 (1979?) 1989 1995 1993 1986 1982 1982 1981 1983 1990 1981 1991 1991 1991 1991 1982 1991 1981 um 1970, 1981 1991 1981 1986 1986 1988? 1987 1981 1981 1987 Þórormstunga Urriðaá Syðri-Urriðaá 2003 2003 2007 1976 1987 1980 1987 1987 1987 1987 Scrapie nie festgestellt kein Scrapie außer evtl. vor 1957 (evtl.) Scrapie früher, verschwand ohne „Gesamtkeulung“ Scrapie*, Gesamtkeulung; oder: Scrapie ohne Keulung (vor 1985) Keulung von Nachbarherden: ohne Scrapie evtl. Scrapie 2. Keulung nach Wiederausbruch 3. Keulung nach Wiederausbruch seit vielen Jahrzehnten keine Schafzucht Situation unbekannt Schafzucht nach Keulung eingestellt zur Zeit keine Schafe * Vieles deutet darauf hin, dass nicht in allen Fällen wirklich Scrapie vorlag (Gründe sind z. B. unsachgemäße Vorgehens- weise im Schlachthaus; zudem war zeitweise politischer Wille, die Schafzahl zu verringern, und „Scrapie“ ein Instrument dazu) 1988 1986 1985 1991 1983 1983 1982 1955, 1981 1987 1988 1986 1988 1986 19851983 1986 1988, 1993 1989 1995 1990 1990 aldrei staðfest riða ekki riða nema kannski fyrir 1957 (etv.) riða áður fyrr, hvarf án heildarniðurskurðs riða*, skorið niður; eða: riða án niðurskurðs (fyrir 1985) ekki riða en skorið með; etv. riða, skorið með skorið niður tvisvar skorið niður þrisvar eða þekktur „riðubær“ enginn fjárbúskapur í mörg áratug staða óþekkt sauðfjárbúskapi hætt eftir niðurskurð ekkert fé í dag *Ath: Margt bendir til þess að ekki í öllum tilfellum var um riðu að ræða (ástæður eru t.d. ónákvæm vinnubrögð í sláturhúsum; einnig um tíma pólitisk stefna að fækka fé, „riða“ nýtt sér til þess) 5 km Riðutilfelli á Norðurlandi vestra uppkast; ath: kortagrunnur eru atlaskort frá 1985-1990 Scrapievorkommen in Nordwest-Island Entwurf; Kartengrundlage von 1985-1990 1987 1988 1981 Hegrabjarg: Riða kom upp um 1965, skorið niður vg. garnaveiki og kom ekki aftur eftir það um 1960 síðast 1964 Akrahreppur: riða mjög útbreidd fyrir fjárskipti 1952/53, kom upp aftur á einstökum bæjum, horfin eftir 1980. 1977 1978 1978 1980 1979, 1986 1979 1985 2003 1994 1980 1988 1983 1995 (?), 2009 1987, 1995 1984 1979, 1986 1994, 1998 1983 1996 1984 1984 í 8 hjörðum 1983–1987 1983 Líklega hvergi riða á bæjunum sunnan við Hámundastaðafjallið nema á Möðruvöllum, á Hauga- nesi og á Hesjuvöllum (rétt vestan við Akureyri) 1986 Skorið niður í öllum Svarfaðardal 1988, einnig á riðulausum búum 1983 1983 1978 1983 1982 x x x xx 1957 1977 1984 1994 1983 1982 1993 1984 1971 1980 1998 1981 1986 1989 1986 1983 1989 1980 1989 1979 1984 1993 1984 1990 1983 1994 1990, 94 Ytri- 1987 x 1971 1996 1989 1984 1995 1992 1995 1985 1998 2005 1988 1987 1979 1990 1992 1981 1989, 1998 1989 x 1962 1979 1985 1980, 87 1983 1985 x x 1988 1989 1988 1994 1987 1993 1993 1989 1991 1984 1982 2000 1987 1989 1987 1983 um 1965, bara 1 kind x 1996 1990 Vesturhlíð x x x athuga betur Bakkahjörðin var í Húsey þegar riða kom upp (gult); nýja hjörðin hefur verið á Bakka (grænt,) x x Sunnuhlíð Stórhóll Djúpi- dalur Þorkelshóll Forsæludalur Vatnshóll Stóru-AkrarSveinsstaðir Uppsalir Gilá Hrafnabjörg R231R+L237L C151 T137 útskýringar bæjarpunktanna og bakgrunnskortið í nærsýn: sjá www.tinyurl.com/ridukort Hú n a f l ó i Svínavatn Varmahlíð Sauðárkrókur Blönduós  aðrir sýnatökubæir Sjaldgæfir breytileikar á riðu-upphafssvæði Breytileikar (genasamsætur): 1841 lífandi kindur, aðallega á Norðurlandi vestra 10,5% 76,1% 5,7% 0,1% 0,3% 6,2% 1,1% 0,0% 10,0% 20,0% 30,0% 40,0% 50,0% 60,0% 70,0% 80,0% AHQ ARQ (h rei nt) VRQ T1 37 C15 1 N13 8 R23 1R +L 23 7L Vaskur, Einar og Skafl frá Sunnuhlíð (R231R+L237L). Mynd / Unnur Erla Björnsdóttir Sara Björk og Gola frá Uppsölum (C151) Mynd / Hilmar Birgisson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.