Bændablaðið - 13.01.2022, Page 21

Bændablaðið - 13.01.2022, Page 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 2022 21 gera kjarnasamrunaorku áreiðan­ legri. Þetta er sagt afar mikilvægt þar sem segulspólurnar með slíkum ofurleiðurum standa fyrir um þriðj­ ungi kostnaðar við kjarnasamruna­ orkuver. Því lengur sem hægt er að tryggja endingartíma þeirra, þeim mun ódýrari verður orkan. „Heilagur gral“ byggður á sovéskri hugmynd Kjarnasamrunaofnar eiga að líkja eftir eðlisfræði sólarinnar og sameina atómkjarna til að mynda gríðarlega orku. Með hitaorkunni sem þar myndast er svo hugmyndin að hita vatn til að framleiða raforku í líkt og gert er í kjarnorkuofnum, nú eða í jarðhitaorkuverum eins og í Hellisheiðarvirkjun. Ferlið krefst ekki jarðefnaeldsneytis og skilur engin hættuleg úrgangsefni eftir sig, ólíkt kjarnaklofnunarferlinu. Eðlisfræðingar halda því einnig fram að það sé líka mun minni hætta á umhverfisslysum í kjarnasamrunaverum en hefð­ bundnum kjarnorkuverum nú eða orkuverum sem knúin eru jarðefnaeldsneyti. Kínverski tilraunaofninn EAST er eins og fyrr segir byggður á Tokamak tækni líkt og ofninn í Frakklandi. Grunnur var lagður að þessari tækni í Sovétríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar af eðlis­ fræðingunum Igor Tamm og Andrei Sakharov, sem voru innblásnir af hugmynd Oleg Lavrentiev. Fyrsti ofninn var smíðaður árið 1958 og einfaldlega nefndur T­1. Átti hann að geta beislað óstjórnlega mikinn hita í ofursterku segulsviði, enda eru engin efni til sem þola slíkan hita og nýta mætti í venjulegan ofn. Hugmyndin að möguleikum á vetnis­helium samruna er þó eignuð Arthur Eddington árið 1920. Það var svo ástralski eðlisfræðingurinn Mark Oliphant sem fyrstur náði því að framkalla kjarnasamruna með vetnis­ísótópum á rannsóknarstofu árið 1932. Nú eru Kínverjar farnir að nefna ártalið 1958, þegar Rússar smíðuðu sinn fyrsta Tokamak ofn, sem upp­ hafsár sinna tilrauna við kjarnasam­ runa. Kom það m.a. fram í frétt af árangrinum sem þeir náðu í Xinhua fyrir áramót. Alla tíð frá 1920 hafa menn glímt við hugmyndina um að beisla ótæm­ andi kjarnorkusamrunaorku sem kölluð er „heilagur gral“ hreinnar orkuframleiðslu. Svartsýnismenn hafa samt verið ósparir á að halda því fram að þetta muni aldrei verða að veruleika. Kínverjar virðast samt vera á góðri leið með að afsanna þá kenningu. Mest selda dráttarvélamerkið 2021 SOLIS 26 beinsk. Verð frá 1.480.000+vsk Með ámoksturstækjum 2.140.000+vsk Vorum að fá nýja sendingu vallarbraut.is S-4540050 vallarbraut@vallarbraut.is Trönuhrauni 5 220 Hafnarfirði SOLIS 26 Stiglaus skipting. Verð frá 1.865.000+vsk Með ámoksturstækjum 2.480.000+vsk SOLIS 90 NARROW 89 hestöfl Gangstéttarvélin aðeins 145cm Verð: 5.350.000+vsk SOLIS 50 Verð 3.980.000+vsk Með ámoksturstækjum Verð 5.200.000+vsk Svona sjá arkitektar fyrir sér að útlit kjarnasamrunaorkuvers STEP gæti verið. Grunnmynd af kjarnasamrunaorkuveri STEP í Bretlandi. Rannsóknarteymi Twente-háskóla í Hollandi hefur greint frá merkum áfanga í þróun kjarnasamrunaofna með hönnun sinni á nýjum ofurleiðandi rafmagnsköplum í segulspólur slíkra ofna. Ljóst er að ef það tekst að virkja kjarnasamrunaorku með skilvirkum hætti í náinni framtíð, þá gæti það orðið lykillinn að lausn í þeim orkuvanda sem heimurinn stendur nú frammi fyrir. Kemur næst út 27. janúar Dreift í 32 þúsund eintökum á yfir 420 dreifingarstaði og lögbýli á Íslandi

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.