Bændablaðið - 13.01.2022, Page 30

Bændablaðið - 13.01.2022, Page 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202230 Næsti bær við Grinde í Sognsfirði heitir einmitt Hamre. Við fundum líka landnámsbæ í landi Barðs við Flókadalsvatn í Fljótum. Við leiddum líkur að því að þarna hafi verið sérstakt landnám sem ekki er getið í Landnámabók. Það var því margt forvitni- legt og skemmtilegt sem kom í ljós við ritun þessara bóka og fornleifafræðin breytti verkinu heilmikið og jók gildi þess,“ segir Hjalti. Héraðsskjalasafnið á Sauðárkróki hefur reynst vel – Þessi viðamikla samantekt hlýtur að vera þakkarverð í augum Skagfirðinga í ljósi þess hversu fljótt getur snjóað yfir heimildir og þær hreinlega glatast? „Þetta er fyrst og fremst byggt á prentuðum og eða skjalfærðum heimildum sem ég fékk að miklu leyti á Héraðsskjalasafninu á Sauðárkróki. Þar var ég með starfsstöð og var þar sjálfur skjalavörður þegar þetta verk fór af stað. Þarna fékk ég því afskaplega góða fyrirgreiðslu og þar var myndasafnið ekki síst mikilvægt. Svo hef ég leitað heimilda víða, eins og í Þjóðskjalasafninu og Landsbókasafni. Maður er samt meðvitaður um að það er enn margt sem ekki náðist að fara í gegnum og vantar því inn í myndina. Þar ræður töluverðu sá tímarammi sem maður setti sér fyrirfram um útgáfu hverrar bókar. Maður er því aldrei búinn í gagnaöfluninni, en verður að sætta sig við að verða að hætta á ákveðnum tímapunkti. Þess vegna veit maður að það verða alltaf einhverjar skekkjur í verkinu sem maður reyndi þó að lágmarka eins og mögulegt var.“ Víða eru óskráðar sögur – Hvað tekur nú við, hafa menn ekki verið að biðja þig að kíkja á fleiri verkefni af þessum toga? „Ég er nú 74 ára gamall, en menn hafa svo sem verið að viðra við mig eitt og annað í spaugi. Til dæmis hvort ég ætlaði ekki bara að snúa mér að næstu sýslu. Ýmsir hafa líka gert góða hluti í þessa veru, eins og Þingeyingar, Eyfirðingar og margir fleiri, en þá hefur umfjöllun um hverja jörð ekki verið eins viðamikil og í Byggðasögu Skagafjarðar. Ég sagði strax í upphafi að ég hefði ekki áhuga á þannig verki. Ég vildi hafa þetta ítarlegra og fékk að hanna þetta sjálfur. Mér finnst ótrúlega mikið lán að menn hafi treyst mér til þess, því mér hefði ekki líkað að láta menn segja mér fyrir verkum hvernig þetta ætti að vera. Eftir að fyrsta bókin kom út þá var engan bilbug að finna á mönnum að halda þessu áfram,“ segir Hjalti Pálsson. LÍF&STARF – Framhald af síðu 29 Hjalti og Óli Arnar Brynjarsson, setjari í Nýprent á Sauðárkróki, vinna við leiðréttingar prófarka 2017. Útgáfustjórn og höfundar Byggðasögu Skagafjarðar. Talið frá vinstri: Sigurlaug Ebba Kristjánsdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Bjarni Maronsson, fulltrúi Kaupfélags Skagfirðinga og formaður útgáfustjórnar, Hjalti Pálsson ritstjóri, Kári Gunnarsson meðhöfundur og Gunnar Rögnvaldsson, fulltrúi Sögufélags Skagfirðinga. Skotæfingar í Haganesvík. „Skyndilega og óvænt birtust þrjár Nortrop-flugvélar yfir Haga- nesvík einn vetrardag nálægt sumarmálum 1942. Líklega hafa þær tilheyrt norsku flugsveitinni á Akureyri og verið að æfingum eða þá í kafbátaleit. Þær hnituðu marga hringi yfir Haganesvíkinni, renndu sér síðan í lágflugi norður yfir Haganesborgina og skotdrunur kváðu við. Við pabbi vorum að koma frá því að vitja um rauðmaganet úti á Víkinni og áttum nokkra metra ófarna að lendingunni þegar þessi ólæti byrjuðu. Mér er það í barnsminni hve hræddur ég varð við þennan vágest, sem ég taldi vera Þjóðverja, og lagðist ég marflatur niður í litla árabátinn. Pabbi reyndi að hughreysta mig og taldi þetta vera Bandamenn, en ég svaraði aftur á móti að þeir myndu skjóta niður bæinn okkar í Neðra-Haganesi. Einhvern veginn tókst pabba að koma mér skælandi heim. Yfir okkur þrumuðu flugvélarnar látlaust hver á fætur annarri og útundan mér sá ég þær liggja á hliðinni þegar þær sveigðu yfir litla kauptúnið í Haganesvík til nýrrar atlögu norður yfir sjóinn en fjöllin bergmáluðu skotdrunurnar aftur og aftur. Loksins, jafnskyndilega og þetta hafði byrjað, voru flugvélarnar horfnar á braut og allt orðið kyrrt og hljótt eins og venjulega. Ýmsum getum var að því leitt að þarna hefði þýskur kafbátur verið á ferðinni en aldrei fengum við neina vitneskju um það. Það sem studdi þá grunsemd okkar var að skip sem ég hafði séð á siglingu norðarlega á Haganesvík fáum dögum áður hvarf gjörsamlega á meðan ég hljóp inn í bæinn okkar eftir kíki til þess að skoða það nánar.“ (Guðmundur Sæmundsson. Hand­ rit í einkaeign.) Skotæfingar í Haganesvík – innskotsgrein úr Byggðasögu Skagafjarðar Flugvél af gerðinni Nortrop, eins og þær sem voru með skotæfingar úti fyrir Haganesvík vorið 1942. HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS https://www.bbl.is/hladan líka hægt að lesa á bbl.is og Facebook Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.