Bændablaðið - 13.01.2022, Qupperneq 56

Bændablaðið - 13.01.2022, Qupperneq 56
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202256 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Daníel Atli er fæddur og uppalinn í Klifshaga í Öxarfirði. Berglind er fædd og uppalin í Lýtingsstaðahreppi hinum forna. Árið 2019 kaupa þau kindur og vélar og taka jörðina á leigu af ömmusystur Daníels og manni hennar, þeim Árdísi og Tryggva, en þau búa í öðru húsi á jörðinni og eru með nokkrar kindur líka. Býli: Þverá. Staðsett í sveit: Þessi Þverá er í Reykjahverfi. Ábúendur: Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir. Stærð jarðar? 4.000 ha. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Í vetur eru 325 ær, 93 gimbrar, 14 hrútar og 8 smálömb. Hestarnir eru tveir þótt þeim sé laumað annað á veturna. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þeir eru eðli málsins samkvæmt jafn misjafnir og þeir eru margir. Sauðburður tekur allan tíma á vorin og sumrin fara í heyskap. Daníel fer í rúningsverktíðir í mars og nóvember. Einnig grípur hann í aðra vinnu þegar tími gefst. Berglind starfar utan bús sem sjúkraliði á Húsavík en er í veikindaleyfi. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er alltaf skemmti­ legast að ragast í lömbum á haustin, sérstaklega ef þau eru sæmileg eftir sumarið. Sauðburður alltaf skemmtilegur líka ef vel gengur. Leiðinlegast er að setja fullorðinsnúmer í líflömbin og þegar dýr veikjast. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi með svipuðum hætti, kannski nokkrum kindum meira ef allt gengur upp. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Með því að leggja þessa ágætu vöru fram á aðeins seljanlegri máta. Fólk virðist hafa minni tíma en áður og því þarf að svara þeirri köllun neytenda að varan sé í fjölskylduvænni umbúðum og þannig fram sett að menn vilji kaupa vöruna. Á sama tíma verðum við bændur að leggja okkur fram við að framleiða vöru sem við getum verið stoltir af að leggja á markað til neytenda. Hugsanlega væri þá betra ef afurðaverð væri þannig að enn meira væri borgað fyrir góða vöru og enn minna fyrir lakari vöru. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og ostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Feitt kjöt af veturgömlum kindum. Í öllum mögulegum framsetningum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við vorum heilan dag að keyra heim rúllum. Berglind dró vagninn og Daníel setti á og tók af á annarri vél. Við brunuðum til Akureyrar um kvöldið og daginn eftir fæddist Pétur Björn. Lambalundir með ristuðum sætkartöflum og grænkáli Stökk og bragðmikil skorpan er ljúffeng andstæða við mjúkt og rósrautt kjötið af þessum litlu bragðmiklu lundum sem eru frábærar með sætkartöflum og grænkáli. Lambalundir með ristuðum sætkartöflum og grænkáli › 4 lambalundir › 1 msk. extra virgin ólífuolía › salt og nýmalaður svartur pipar › ½ msk. chili og lime-börkur til skrauts (saxað fínt, má sleppa) › Ferskar kryddjurtir, til skrauts › Hnetukruðerí › 2 tsk. extra virgin ólífuolía › ½ bolli Panko kryddað brauðraspur › 1/4 bolli smátt saxaðar hnetur › 4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir › 1/4 tsk. krydd að eigin vali › 2 msk. fersk steinselja, smátt söxuð › 2 msk. fersk mynta, smátt söxuð Appelsínu Dijon sinnep-gljái › 4 msk. appelsínumarmelaði eða apríkósusulta › 1 msk. Dijon sinnep › 1 tsk. kryddblanda, til dæmis paprikuduft eða fennelduft Blandið öllu hráefninu vel saman og geymið í kæli. Bakaðar sætkartöflur › 2 stórar sætkartöflur, skrældar og skornar í 1 cm teninga › 1 matskeið extra virgin ólífuolía › 2 tsk. salt og svartur pipar eftir smekk › ½ rauðlaukur, saxaður › 1 rauð paprika, söxuð › 1/4 bolli vor aukur, sneiddur › 2 hvítlauksgeirar, saxaðir › 2 bollar grænkál, rifið, tínt úr stilkunum og „nuddað“ með ólífuolíu og smá salti Aðferð Setjið ofngrindina í miðju ofnsins og hitið ofninn í 200 gráður. Þurrkið lambalundir og kryddið með salti og pipar. Hitið matskeið af olíu í ofnfastri pönnu yfir miðlungs háum hita þar til þetta er orðið heitt. Bætið lambinu á pönnuna og steikið, snúið einu sinni þar til tvær hliðar eru fallega brúnaðar, um það bil 2 mínútur á hlið. (Þar sem lundir eru svo litlar, steikið aðeins toppinn og botninn, þú þarft ekki að steikja á öllum hliðum.) Penslið hverja lund jafnt með 1 msk. appelsínu Dijon­gljáa og síðan, með töng, veltið lundunum upp úr hnetukruðeríi, þrýstið því varlega inn og setjið svo aftur á pönnu. Setjið pönnu inn í heitan ofn þar til mulningurinn er orðinn gullinbrúnn og hitamælir settur í þykkasta hluta hryggjarins og hann mælir 45 gráður til 55 gráður fyrir miðlungs steikt kjöt, (sem heldur áfram að eldast í 2 til 4 mínútur. Færið lambið yfir á skurðarbretti og látið það hvíla í nokkrar mínútur. Á meðan lambakjötið er að hvíla, blandið saman grænkáli og restinni af grænmetinu. Setjið sætkartöflur og grænkálsalat á disk. Skerið lambið berið fram með salatinu, Dreypið smá sósu í kringum diskinn og skreytið með ferskum kryddjurtum. Hnetukruðerí Aðferð Hitið ólífuolíuna á lítilli pönnu. Bætið brauðmylsnunni út í og steik­ ið þar til þær eru gullinbrúnar, bætið síðan hnetunum, hvítlauknum og kryddinu út í og steikið létt. Bætið kryddjurtum út í og blandið saman. Geymið í loftþéttum umbúðum. Ristaðar sætkartöflur Aðferð Blandið sætum kartöfluteningum í 1 tsk. ólífuolíu og ½ tsk. krydd. Hitið þunga pönnu í 200 gráðu heitum ofni og bætið sætum kartöflum saman við. Steikið í 15 mínútur eða þar til mjúkt og brúnt að lit. Bætið afgangnum af olíu í stóra pönnu yfir miðlungs háum hita. Bætið rauðlauknum á pönnuna og steikið þar til mjúkt og létt gyllt, 5 til 6 mínútur. Bætið hvítlauknum við og steikið í 30 sekúndur til viðbótar. Bleikja með tómötum Eldisbleikja er víða fáanleg og hefur milt bragð og frábæra áferð. Hún er svipuð og lax en ekki alveg eins feit. Villt bleikja er aðeins fáanleg í nokkrar vikur síðsumars, en sumir eiga enn í frysti eftir veiðisumarið og er síðasti séns að taka áramótatiltekt fyrir þorramatinn. › 3 matskeiðar extra virgin ólífuolía › 4 bleikjuflök › ¾ tsk. gróft salt › ½ tsk. svartur pipar › 4 hvítlauksgeirar, helmingaðir › 3 marglitir kirsuberjatómatar eða sólþurrkaðir tómatar › 1/4 bolli fersk basilika í þunnum sneiðum › 2 skalottlaukar, þunnar sneiðar › 2 msk. capers Skref 1 Hitið ofninn í 200 °C. Skref 2 Hitið stóra ofnfasta pönnu yfir háum hita. Bætið 1 matskeið af olíu á pönnu. Kryddið flökin með 1/2 tsk. salti og 1/4 tsk. pipar. Bætið flökum á pönnuna með kjöthliðinni niður og steikið í 2 mínútur. Settu pönnu í ofn; eldið við 200 °C í 3 mínútur eða þar til hún er tilbúin. Skref 3 Hitið stóra steypujárnspönnu yfir miðlungshita. Bætið 2 matskeiðum olíu sem eftir eru á pönnu. Bætið hvítlauk út í og eldið í 2 mínútur eða þar til hann er léttbrúnn, hrærið af og til. Hækkið hitann í meðalháan. Bætið tómötum og capers á pönnu; steikið í 2 mínútur, hrærið oft. Takið pönnuna af hitanum. Stráið tómatblöndunni yfir, 1/4 tsk. salti sem eftir er, 1/4 tsk. svörtum pipar, basil og skalotlauk. Berið fram með fisknum. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari bjarnigk@gmail.com Þverá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.