Bændablaðið - 13.01.2022, Síða 62

Bændablaðið - 13.01.2022, Síða 62
Bændablaðið | Fimmtudagur 13. janúar 202262 GRIZZLY Árgerð 2021. 700cc fjórgengis-4WD-H/L drif-driflæsing. Rafmagnsstýri, spil og dráttarkúla. Verð 2.410.000 kr. m/vsk Aukasæti fyrir fjórhjól með rúmgóðu hólfaskiptu farangurs- boxi. Verð 89.890 kr. m/vsk Farangursbox fyrir fjórhjól á afturgrind. Verð 59.900 kr. m/vsk Festingar fyrir verkfæri eða byssur fyrir fjórhjól og Buggy. Verð 14.950 kr. m/vsk Farangursbox fyrir fjórhjól á framgrind. Verð 54.950 kr. m/vsk Framrúða fyrir fjórhjól – hátt gler sem gefur góða vörn gegn vindi, úrkomu og óhreinindum. Verð 49.890 kr. m/vsk ÁBYRGÐ LÁNSHLUTFALL ALLT AÐ 75% Í ALLT AÐ 60 MÁNUÐI fyrir fjórhjól í úrvali. Dekk og felgur www.yamaha.is info@yamaha.is S: 540 4980 LÍF&STARF UTAN ÚR HEIMI Evrópuþingið samþykkti endurskoðaða sameiginlega landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins: Engin bindandi markmið um sjálfbæran landbúnað – Ríkjunum látið eftir að gera landsáætlanir í þá átt Evrópuþingið samþykkti í síðustu viku endurskoðaða sameiginlega landbúnaðarstefnu (CAP) fyrir Evrópusambandið (ESB). Í landbúnaðarstefnunni, sem mun gilda frá 2023 til 2027, eru engin bindandi ákvæði Evrópusambandsins um sjálfbærari áherslu í landbúnaði eða sérstakar loftslagsaðgerðir, sem aðildarríki eru skylduð til að fylgja. Þess í stað er ríkjum ESB látið eftir að gera landsáætlanir í átt að umhverfisvænni og sjálfbærari landbúnaði, sem séu í samræmi við Græna samning framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (Green Deal). Sá samningur gengur meðal annars út á að Evrópa verði fyrsta kolefnishlutlausa heimsálfan – ekki síðar en árið 2050. Slow Food-hreyfingin, og fleiri grasrótarsamtök, hafa gagnrýnt nýju stefnuna. Marta Messa, framkvæmdastjóri Slow Food í Evrópu, segir að samtökin telji að endurskoðunin muni ekki skila raunverulegum vistfræðilegum umbótum í landbúnaðargeiranum. Verksmiðjubúskapur og einhæfur landbúnaður Ljóst er að erfiðlega hefur gengið að ná fram sátt um endurskoðun stefnunnar sem lagt var upp með árið 2018 þegar fyrsta tillagan kom fram. Samningaviðræður töfðust og síðan voru áætlanir um að samþykkja umbætur á stefnunni á síðasta ári sem átti að taka gildi á þessu ári. Það gekk ekki eftir, en sú landbúnaðarstefna sem samþykkt var á dögunum á Evrópuþinginu segir Slow Food-hreyfingin að nái ekki að taka á fullnægjandi hátt brýnum vandamálum loftslagsbreytinga og yfirvofandi hnignunar líf- fræðilegs fjölbreytileika. Út- hlut un styrkja úr kerfi ESB til landbúnaðarmála muni áfram vera framleiðslumiðað; ýta enn frekar undir verksmiðjubúskap og einhæfan landbúnað. Marta Messa segir í umfjöllun Slow Food um málið að engin bindandi markmið sem tengist Græna samningnum sé að finna í endurskoðuninni á CAP og engin merki Farm to Fork áætlunina heldur, sem hefur verið kallaður kjarninn í Græna samningnum og gengur út á það að hraða þróun matvælaframleiðslukerfanna í átt að sjálfbærni. Hún segir ekkert hafa í raun breyst með endurskoðuninni þó reynt hafi verið að gera ásýndina á nýju stefnuna „græna“. Umhverfisverndarsamtök hafi gert sitt til að koma gagnrýni á framfæri, en án árangurs. Slow Food segir að stefnan sé hörmuleg niðurstaða fyrir þá sem stunda fjölskyldubúskap í Evrópusambandinu, fyrir umhverfið og loftslagið. Ekki sé lagt upp með að byggja upp matvælakerfi sem er umhverfislega, félagslega og efnahagslega sjálfbært. Vonast er til að aðildarríki ESB sýni metnað í landsáætlunum sínum, en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun meta þær í því ljósi hvernig framlag þeirra er til Græna samningsins. /smh Slow Food-hreyfingin, og fleiri grasrótarsamtök hafa gagnrýnt nýju landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Marta Messa, framkvæmdastjóri Slow Food í Evrópu, segir að samtökin telji að endurskoðunin muni ekki skila raunverulegum vistfræðilegum umbótum í landbúnaðargeiranum. Mynd / Merve Sehirli Nasir - Unsplash Bretlandseyjar: Fuglaflensusmit aldrei verið fleiri Staðfest tilfelli fuglaflensu í haust hafa aldrei verið fleiri á Bretlandseyjum. Yfir hálfri milljón alifugla hefur verið lógað á síðustu mánuðum og settar hafa verið reglur sem skylda að öllum alifuglum sé haldið innandyra. George Eustice, umhverfis- ráðherra Breta, sagði í ræðu í breska þinginu fyrir skömmu að búið væri að staðfesta að fuglaflensa hefði komið upp á 36 alibúum á Bretlandseyjum í haust og að búist væri við að sú tala ætti eftir að hækka. Í kjölfarið er búið að farga 500 þúsund alifuglum. Fjöldi smita síðastliðið haust var 26 og því greinilegt að illa gengur að hefta útbreiðslu flensunnar en helsta smitleið hennar er talin vera með farfuglum. Rannsóknir sýna að hlutfall smitaðra farfugla með fuglaflensu er hátt. Fyrir skömmu fannst örn (Haliaeetus albicilla), af fágætri tegund dauður vegna smits á Skye við norðvesturströnd Skotlands. Talið er að örninn hafi lagt sér fuglaflensudauðan farfugl til munns. Bretlandseyjar er ekki eina landið þar sem tilfelli fuglaflensu eru á uppleið því svipaða sögu er að segja frá mörgum löndum innan Evrópusambandsins og víðar um heim. Vegna smithættu hefur garð- eigendum og öðrum sem hafa gaman af því að gefa villtum fuglum bent á að gæta fyllsta hreinlætis. /VH Samningur Íslandsstofu og Markaðsstofu landshlutanna vegna markaðssetningar erlendis: Fagnaðarefni að stíga þetta skref – segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands Skrifað hefur verið undir samninga á milli Íslandsstofu og Markaðsstofu landshlutanna um samvinnu við erlenda markaðs­ setningu á Íslandi sem áfangastað. Íslandsstofa og Markaðsstofurnar hafa unnið náið saman um árabil en nú hefur samstarfið verið formgert í samræmi við skilgreint hlutverk nýrra áfangastaðastofa sem Markaðsstofurnar sinna í sínum landshlutum. Þetta kemur fram í tilkynningu um samninginn en hann gildir til þriggja ára, frá 2021 til og með 2023. Liður í að efla gott samstarf „Markaðssetning á áfangastaðnum Íslandi er samvinnuverkefni,“ segir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, í tilkynningu. „Ísland hefur undanfarin ár markað sér stöðu sem þekktur áfangastaður en það hefur ekki gerst af sjálfu sér og við erum í stöðugri samkeppni við aðra áfangastaði. Árið um kring vinnur fjöldi fólks að því að vekja athygli á Íslandi til að skapa viðskiptatækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum greinum í öllum landshlutum. Við erum lítil í stóra samhenginu en með því að leggja saman krafta okkar náum við slagkrafti og þessir samningar eru liður í að efla gott samstarf.“ Unnið er eftir stefnumótun stjórnvalda um að tryggja sjálfbæran vöxt ferðaþjónustu um allt land í krafti gæða og fagmennsku og að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri þróun árið 2030. Meðal verkefna eru upplýsingamiðlun, samskipti við fjölmiðla og áhrifavalda, ráðgjöf um efni á vef og markaðsverkefni, uppbygging á sameiginlegum myndabanka og fleira. Aukinn slagkraftur „Markaðsstofur landshlutanna hafa unnið í þéttu samstarfi við Íslandsstofu síðastliðin ár með áherslu á erlenda markaðssetningu,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands fyrir hönd Markaðsstofanna. „Með því að formgera samstarfið og setja fjármagn í verkefnin verður slagkrafturinn aukinn til muna. Það er því mikið fagnaðarefni að stíga þetta skref og hlökkum við á Markaðsstofunum til að vinna sameiginlega að markaðssókn fyrir landið allt.“ Í tengslum við samningana heimsóttu fulltrúar Íslandsstofu alla landshlutana til að hitta hagsmunaaðila og kynna sér starfsemi og stöðu ferðaþjónustunnar. Markaðsstofurnar stilltu upp dagskrá og sáu um leiðsögn um sína landshluta. /MÞÞ Arnheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmda stjóri Markaðsstofu Norður- lands og Pétur Óskarsson, fram- kvæmda stjóri Íslandsstofu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.