Morgunblaðið - 12.05.2022, Síða 1

Morgunblaðið - 12.05.2022, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 2. M A Í 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 110. tölublað . 110. árgangur . 12.-15. maí Sigraðu innkaupin HEFUR BEÐIÐ FERÐARINNAR TIL ÍSLANDS SYSTUR STEFNA HÁTT GÍFURLEG STEMNING Í SVEITARFÉLAGINU Á HRAÐRI UPPLEIÐ 48 BESTA TINDASTÓLSLIÐIÐ 61ANDREA BOCELLI 62 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Sýslumannsembættin níu munu öll sameinast í nýtt embætti sýslu- manns, sem hafa mun yfirumsjón með rekstri skrifstofanna um land allt. Umdæmismörk þeirra verða af- máð, en hið nýja embætti mun hafa aðsetur á landsbyggðinni. Þeir sem nú eru sýslumenn munu þá nefnast „sýslumenn í héraði“. Þessar breytingar eru fyrirhugað- ar í nýju frumvarpi Jóns Gunnars- sonar dómsmálaráðherra, sem hann hyggst leggja fyrir Alþingi í haust. Ráðist var í umfangsmiklar breyt- ingar á embættunum árið 2015. Spurður hvort hluti þeirra hafi ekki gefist vel segir ráðherra að hjá emb- ættunum finnist mörgum sem þeir hafi misst fullstóra sneið af kökunni þegar kemur að verkefnum. „Þess vegna erum við með það til skoðunar núna, innan lögreglunnar, hvaða verkefni geta verið auðveldlega unn- in á þessum sýslumannsskrifstofum. Þannig að lögreglan geti einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi, en sé ekki upptekin af verkefnum sem hægt er að vinna á þessum stjórnsýsluskrif- stofum,“ segir Jón við Morgunblað- ið. Ekki eru þó öll verkefni þess eðlis að hægt sé að sinna þeim á landsvísu. Embættið úti á landi - Sýslumannsembætti verði sameinuð í eitt á landsbyggðinni MSameinað embætti á … »6 Erlendir ferðamenn lögðu á ráðin í strætóskýli fyrir utan tónlistarhúsið Hörpu í höfuðborginni þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í gær. Karl og kona tóku fram kort og reyndu að átta sig á aðstæðum. Sá þriðji lagði á ráðin með þeim. Tvö þeirra voru vel klædd en einn lét íþróttatreyju duga. Straumur ferðamanna hefur aukist á ný og útlit er fyrir að hingað komi all- margir gestir í sumar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Er ekki best að fara í þessa átt? Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópa- vogi er staðráðinn í að framfylgja öllum 100 kosningaloforðunum sem flokkurinn boðar, það sé hægt enda séu þau loforð bæði ábyrg og raunsæ. Oddviti Miðflokks og óháðra gagnrýnir þessi loforð og kveðst sjálf ekki ætla að lofa upp í ermina á sér, bæjarfélaginu eða börnunum sem þar búa. Samráði við íbúa er ábótavant í Kópavogsbæ að mati oddvita Vina Kópavogs, Viðreisnar, Pírata og Vinstri-grænna, en framboð Vina Kópavogs er einmitt sprottið fram af þeim sökum. Oddviti Framsóknar- flokksins líkir fasteignamarkaðnum við ástandið á „eftirstríðsárunum“ og segir mikið mæða á sveitar- félaginu að tryggja aukið framboð. Sumir tali um skort á samráði vegna þess að þeir kæri sig ekki um þau svör sem þeir fá. »14 Morgunblaðið/Ágúst Óliver Kópavogur Fjórir af átta oddvitum. Samráðs- skortur og 100 loforð - Ástandið líkist „eftirstríðsárunum“ Notkun blýhagla verður bönnuð hér á landi frá 15. febrúar 2023 líkt og annars staðar í löndum Evrópu- sambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Sam- kvæmt upplýsingum frá umhverf- is-, orku- og loftslagsráðuneytinu var reglugerð (ESB) 2021/57 inn- leidd hér með reglugerð 1340/2021 sem var sett 15. nóvember sl. „Við fréttum að utan að þetta stæði til en höfðum ekki hugmynd um að búið væri að innleiða þetta hér. Ég furða mig á því að þessi breyting skuli ekki hafa verið kynnt okkur,“ segir Áki Ármann Jónsson, líffræðingur og formaður Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Hann segir að umrædd reglugerð ESB hafi verið harðlega gagnrýnd vegna skilgreiningar á votlendi. Jónas Þór Hallgrímsson á Húsa- vík hefur framleitt haglaskot undir merki Hlaðs frá 1984. Hann telur að blýbannið geti orðið til þess að framleiðslan leggist af. »20 Bann við blýhöglum tekur gildi í febrúar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.