Morgunblaðið - 12.05.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.05.2022, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Við kynnumst stórkostlegri náttúru, fjölbreyttu dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíana. Skoðum m.a. hinn heimsþekkta piramida Tulum , gamlar menninga- borgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Síðustu 3 næturnar gistum við á lúxus hóteli við ströndina, þar sem allt er innifalið. Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Verð á mann í 2ja manna herbergi 489.500 kr. Innifalið • Flug með sköttum og tösku • Gisting 1 nótt í New York á útleið • Allur fararmáti milli staða skv. dagskrá • Hótel með morgunmat í Mexico, Guatemala og Belize • Síðustu 3 nætur í Mexico allt inni- falið á lúxus hóteli við ströndina • Aðgangur þar sem við á • Íslenskur og innlendur farastjóri Ævintýri á slóðir Maya indíánaMexico Guatemala Belize 2.-16. október 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Hækka þarf leikskólagjöld að mati Karenar Elísabetar Halldórsdóttur, oddvita Miðflokksins og óháðra í Kópavogi. Þá telur hún jafnframt að endurskoða þurfi hvernig bæjar- félagið kemur að stuðningi við íþróttafélög. „Okkar forgangur er að styðja við forvarnarstarf,“ segir hún og bætir við að íþróttafélög ættu að sjá um sína afreksstefnu sjálf. Hún mætti í kosningaþátt Dag- mála ásamt oddvitum Sjálfstæðis- flokksins, Vina Kópavogs og Sam- fylkingarinnar. Oddvitum varð tíðrætt um skipulagsmálin og ljóst að þau eru mikið hitamál fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Vinir Kópavogs eru grasrótar- samtök en Helga Jónsdóttir, oddviti framboðslista samtakanna, kveðst hafa fundið sig knúna til að bjóða sig fram þegar hún hafi áttað sig á því að enginn flokkur í framboði ætlaði sér að bæta úr skorti á samráði við íbúa með þeim hætti sem hún telur nauðsynlegt, sérstaklega í skipu- lagsmálum. Vinnubrögð Kópavogs- bæjar hafa að hennar sögn ítrekað brotið í bága við skipulagslög, stjórnsýslulög og lög um opinber innkaup. Hún hefur kært meint brot til úrskurðaraðila og bíður svara frá öðrum en Skipulagsstofnun. Þar hafi verið tekið undir að Kópavogur hafi brotið á rétti íbúa sinna. Viðurkennir mistök Framboð Vina Kópavogs er til marks um mistök meirihlutans, að mati Karenar, en hún var sjálf í meirihluta á yfirstandandi kjör- tímabili sem bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. Telur hún að þörf hafi verið á stærra heildarskipulagi í Kópavogi en undirmönnuð skipulags- deild og aðframkomnir starfsmenn hafi gert það að verkum að ekki var hægt að ráðast í slíkt verkefni. Helga bendir á að kostnaðurinn sem hlýst af því að gera úrbætur eft- ir á sé óhemjumikill, enda komi til lögfræðikostnaður vegna kærðra ákvarðana og verkfræðikostnaður vegna breytinga. Bergljót Kristinsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, tekur undir með Helgu að það sé allt of mikið um kær- ur á hendur Kópavogsbæ í útboðs- málum og bæjarfélagið hafi átt met í kærum til úrskurðarnefndar skipu- lagsmála. Þær séu afar kostnaðar- samar. Skúli fúli næsta kjörtímabils Karen segir hlutverk sitt fyrir næsta kjörtímabil vera hlutverk „Skúla fúla“. Boðar hún aðhald í fjármálum og kveðst mótfallin kostnaðarsömum hugmyndum á borð við borgarlínu. Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, vill koma í veg fyrir að álögur og gjöld, m.a. fasteignagjöld, á fyrirtæki og íbúa bæjarins hækki með hækkandi verð- lagi. Rými til þess skapist með því að fylgja betur eftir fjármagni bæj- arfélagsins og gæta gagnsæis. Bergljót tekur undir með Ásdísi og segir ýmislegt hefðu betur mátt fara í fjármálum bæjarins. Rekstur hans sé ekki sjálfbær en bæjarstjórn hafi tekist að halda sér „réttum megin við núllið“ með sölu á lóðum, sem séu nú af skornum skammti. Úrelt vinnubrögð Leikskólamál og skipulagsmál eru aðalmálefni þessara kosninga að mati Theódóru S. Þorsteinsdóttur, oddvita Viðreisnar í Kópavogi. Oddvitar Viðreisnar, Pírata, Vinstri- grænna og Framsóknarflokksins í Kópavogi komu saman í seinni kosn- ingaþætti Dagmála. „Við erum miklar samráðskonur,“ segir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir oddviti Pírata og talar þá fyrir hönd Theódóru. Hún segir ýmsar leiðir færar til að bæta úr samráðsvanda Kópavogs en það þurfi vilja. Að bera fram vinnslutillögu og leggja hana beint í lögformlegt ferli eru úrelt vinnurögð að mati Theó- dóru. „Við þurfum að vanda okkur að valta ekki yfir fólk.“ Fáir hafi áhrif á málefni margra Þær deilur sem hafa sprottið fram vegna skorts á samráði við íbúa eru svæðisbundnar að sögn Orra Hlöð- verssonar, oddvita Framsóknar- flokksins. „Það búa 40.000 manns í Kópavogi og mín reynsla af kosn- ingabaráttunni er að fólk annars staðar er ekki svona upptekið af þessum málum.“ Hann segir mikinn þrýsting hvíla á sveitarfélaginu að mæta þörfum á húsnæðismarkaði. Á sama tíma hafi umhverfisvitund fólks aukist sem og meðvitund þess um rétt sinn til að kæra, gagnrýna og hafa áhrif. „Mjög fáir geta nú haft gríðarleg áhrif á málefni miklu stærri hóps.“ Fólk tali stundum um skort á samráði því það fái ekki þau svör sem því hugnist. Tekjutengdar skólamáltíðir „Við erum að rukka fjölskyldur undir meðaltekjum allt of mikið fyrir leikskólagjöld. Þessi þjónusta á að vera hluti af samfélagslegum kostn- aði,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri-grænna. Hann kveðst vilja minnka álögur á bæjarbúa tekjutengt. Til að mynda væri æski- legt að fólk greiddi fyrir skóla- máltíðir í samræmi við tekjur heim- ilisins. „Við þurfum að tryggja að öll börn fái sömu þjónustu og sveitarfé- lagið er jöfnunartæki.“ Morgunblaðið/Ágúst Ólíver Kosningar Mikill hiti var í rökræðum milli oddvita Kópavogsbæjar í kosningaþætti Dagmála. Morgunblaðið/Ágúst Ólíver Kópavogur Oddviti Vinstri-grænna segir að tryggja þurfi að öll börn fái sömu þjónustu. Dýrkeypt að gæta ekki samráðs - Ásdís boðar frystingu fasteignagjalda og óbreyttar álögur í Kópavogi - Þrýstingur að mæta þörfum húsnæðismarkaðarins - Karen á móti borgarlínunni - Ólafur vill tekjutengja skólamáltíðir Örn Sigurðsson, sem skipar 2. sæti á lista E-framboðs, Reykjavíkur, bestu borgarinnar, og er jafnframt annar tveggja umboðsmanna fram- boðsins, segist ekki hafa hugmynd um hvernig Birg- itta Jónsdóttir, fyrrverandi al- þingismaður, lenti á listanum eða hvort undir- skrift hennar hafi verið fölsuð. „Við vitum ekki hvað gerðist, við vitum ekki hvort þetta er fölsun eða hvort þetta sé óréttmæt kvörtun eða ásökun. Það á bara eftir að útskýra það,“ segir Örn. Leiðinlegt að brotin séu ekki viðurkennd Birgitta greindi frá því í facebook- færslu að undirskrift hennar hefði verið fölsuð á skjali sem varðaði heimild til að setja nafn hennar á lista framboðsins. Þá sagði Birgitta við mbl.is að sér þætti leiðinlegt að forsvarsmenn Bestu borgarinnar hefðu ekki viðurkennt brot sín. Ábyrgðarmenn framboðsins sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust hafa staðið í þeirri trú að listarnir væru réttir. Örn segir að umboðsmenn Bestu borgarinnar hafi sent yfirkjörstjórn bréf þar sem óskað var aðstoðar við að vinna úr málinu um leið og þeir fréttu af óánægju. Í gær vísaði yfirkjörstjón í Reykjavík málinu til héraðssak- sóknara. Eva B. Helgadóttir, for- maður yfirkjörstjórnar, sagði í sam- tali við mbl.is að niðurstaða fundarins hefði verið sú að yfirkjör- stjórn hefði ekki lagaheimild til að taka frambjóðanda af lista á þessu stigi. Segjast ekki vita hvort undirskriftin sé fölsuð - Yfirkjörstjórn hefur vísað málinu til héraðssaksóknara Morgunblaðið/Árni Sæberg Blaðamannafundur Frambjóðendur og ábyrgðarmenn E-listans, þeir Magnús Óli Scheving, Örn Sigurðsson og Gunnar H. Gunnarsson. Birgitta Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.