Morgunblaðið - 12.05.2022, Síða 15

Morgunblaðið - 12.05.2022, Síða 15
Húsnæðismál eru velferðarmál Við viljum húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Við viljum byggja meira, hraðar og fjölbreyttara. Markmiðið er 3.000 íbúðir á ári. Við viljum þétta byggð þar sem innviðir leyfa og í aukinni sátt við íbúa. Við viljum byggja nýtt hverfi að Keldum. Við viljum flýta Sundabraut. Hagsmunir barnanna okkar eru hagsmunir framtíðarinnar Við viljum hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur. Við viljum að börn í grunn- og framhaldsskóla fái ókeypis í strætó og að börn yngri en 18 ára fái ókeypis í sund. Við viljum eyða biðlistum eftir leikskólaplássum og auka sveigjanleika í opnunartíma án þess að lengja skóladag barna. Menning og listir eru lífsgæði Við viljum efla bókasöfn sem menningarmiðstöðvar í öllum hverfum og efla menningar- og listahátíðir í Reykjavík. Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar Við viljum lækka fasteignagjöld á fyrirtæki og styðja við frumkvöðla-, nýsköpunar- og þróunarfyrirtæki innan borgarmarkanna. Það á að vera gott að eldast í Reykjavík Við viljum bæta stuðning við eldra fólk þannig að það geti búið sem lengst heima. Við viljum fjölga valkostum í matarþjónustu fyrir eldra fólk. VILT ÞÚ BREYTINGAR Í BORGINNI? Við í Framsókn bjóðum fram krafta okkar til að vinna fyrir alla borgarbúa að því að gera borgina okkar betri. Við trúum því að meiri samvinna og meiri sátt sé grundvöllur framfara. Framsoknrvk.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.