Morgunblaðið - 12.05.2022, Page 18

Morgunblaðið - 12.05.2022, Page 18
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það kann að koma sumum les- endum á óvart að þau forrit og snjalltæki sem við notum dags- daglega safna miklu magni per- sónuupplýsinga. Vafrar og leiðsögu- forrit, tölvupóstforrit og samfélags- miðlar, farsímar og sakleysislegir tölvuleikir raka oft til sín gögnum sem flestir myndu ekki vilja deila með óvið- komandi. Þessi gögn eru orðin að söluvöru og geta t.d. nýst sem markaðs- tæki en líka sem verkfæri til að hafa t.d. áhrif á pólitískar skoð- anir fólks og hef- ur þetta fyrirbæri stundum verið kallað „njósnahagkerfið“. Neytendasamtökin hleyptu ný- lega af stokkunum átaki til að vekja fólk til vitundar um þessa gagna- söfnun og fræða almenning um hvernig við getum öll reynt að verja persónuupplýsingar okkar betur. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, tók í gær þátt í hádegisfundi Ský og lýsti þar hvernig njósnahagkerfið virðist vaxa ár frá ári svo að jafnvel venju- leg heimilistæki eru farin að stunda gagnasöfnun: „Þegar meira að segja nýjum þvottavélum fylgja upplýsingar um persónuverndar- stefnu vegna gagnasöfnunar þá er fokið í flest skjól. En þetta er samt raunin að margar þvottavélar safna upplýsingum um notandann, og hin ýmsu snjalltæki á heimilinu gera slíkt hið sama.“ Gögnin notuð til að hafa áhrif á okkur Á slóðinni www.ns.is/kettir hafa Neytendasamtökin komið upp vef- síðu þar sem finna má fróðleik um njósnahagkerfið. Er þar m.a. bent á að sum þau forrit sem fólk hefur í símanum sínum biðja t.d. um að- gang að hljóðnema, myndavél og tengiliðalista og nota til að safna upplýsingum. „Má finna stór gagna- söfn þar sem áætlað er að séu geymdir á bilinu 10.000 til 20.000 gagnapunktar um hvern einasta einstakling, s.s. um hvar fólk hefur verið á ferðinni, hvaða vefsíður það hefur heimsótt og hverju það leitar að á vefnum,“ segir Breki. „Sem dæmi um hvernig fylgst er með fólki þá þekkist það í verslunum er- lendis að dreifa blátannarsendum um verslunarrýmið og nota blá- tannartengingu snjallsímans til að greina fyrir framan hvaða hillur fólk staðnæmist.“ Eftir því sem gagnasöfnin stækka fer að verða hægt að greina betur ýmsa þætti í fari ein- staklingsins. „Þannig gæti auglýs- andi t.d. notað gögnin til að beina auglýsingum um óhollan mat sér- staklega til þeirra sem eru veikir fyrir. Þá má nota gögnin til að gera upp á milli fólks, s.s. út frá kyni, kynþætti, kynhneigð eða fjárhag og sýna t.d. ólíkum hópum fólks ólíkt verð fyrir sömu vöruna. Er kannski enn verra þegar persónuupplýs- ingar eru notaðar til að stjórna upplýsingagjöf og móta skoðanir fólks með því að stýra því t.d. hvaða fréttir og færslur fólk sér á sam- félagsmiðlum eða í niðurstöðum leitarvéla.“ Mannréttinda- og neytenda- samtök í Evrópu hafa miklar áhyggjur af þróuninni og á dög- unum sendu þau stjórnvöldum í álf- unni ákall um að banna seljendum að nota persónuupplýsingar fólks í auglýsingaherferðum sínum. „Fyrir skemmstu gengu austurrísk stjórn- völd svo langt að hreinlega banna verfsíðum þar í landi að nota gagnagreiningar- og söfnunar- forritið Google Analytics og nýverið féll úrskurður í Frakklandi um það sama, og byggist á því að þau gögn sem Google Analytics safnar og nýtir eru geymd utan Evrópu og því ekki hægt að tryggja að notkun þeirra samrýmist þeim reglum um persónuvernd sem vernda hags- muni Evrópubúa,“ segir Breki. „Á sama tíma hefur það komið í ljós að bæði Alþingi og stjórnarráðið nota Google Analytics á sínum vefsíð- um.“ Getum reynt að verja okkur Breki segir að það væri óskandi að stjórnvöld settu strangari reglur til að reyna að vernda hagsmuni al- mennings. Bætir hann við að ekki sé hægt að halda því fram að þessi mikla gagnasöfnun hjálpi bæði neytendum og seljendum með því að auka skilvirkni markaðsherferða enda hafi rannsóknir leitt í ljós að vefauglýsingar virka alveg jafn vel þó þær séu ekki klæðskerasniðnar að þröngt afmörkuðum hópum. En fólk getur líka tekið til sinna ráða og reynt að loka fyrir þau mörgu göt sem leka upplýsingum til óviðkomandi. Segir Breki að miklu máli skipti að nota vefinn skyn- samlega. „Fólk ætti að muna að ef það fær eitthvað ókeypis þá þýðir það að þau sjálf eru varan. Hvað hefur t.d. fyrirtæki að græða á því að dreifa ókeypis leik á samfélags- miðlum þar sem hægt er að hlaða inn mynd og sjá hvernig maður mun líta út gráhærður og gamall? Nema hvað; að með því að spila leikinn er fólk kannski að veita óviðkomandi aðgang að öllu sínu myndasafni, skilaboðasögu og lista yfir tengiliði, ásamt upplýsingum um aldur, kyn og tölvupóstfang.“ Segir Breki að það sé líka mikil- vægt að kíkja á persónuverndar- stillingar í símum, tölvum og hinum ýmsu forritum sem fólk notar. Seg- ir Breki að eigi að nota þessar still- ingar til að takmaka eins og kostur er þær upplýsingar sem fólk lætur frá sér. „Svo verður fólk að vanda valið á vöfrum og nota leitarvélar sem eru ekki að safna upplýsingum um hvað það er sem við erum for- vitin um að skoða.“ Nefnir Breki í því sambandi leit- arvélar eins og DuckDuckGo og Startpage sem gæta hófs í gagna- söfnun ólíkt t.d. leitarvél Google. Þá nefnir hann íslensk-norska vafrann Vivaldi en fyrirtækið sem þróaði vafrann er samstarfsaðili Neyt- endasamtakanna í njósnahagkerfis- átakinu. „Vivaldi er einn af fáum vöfrum sem leggja ríka áherslu á verndun persónuupplýsinga og er með innbyggðum hugbúnaði til að torvelda vefsíðum að nota vafrakök- ur til að njósna um ferðir fólks á netinu.“ Þessu tengt segir Breki að fólk ætti líka að temja sér ákveðnar ör- yggisreglur og sýna hæfilega var- kárni á vefnum til að falla ekki fyrir gildrum tölvuþrjóta sem vilja stela lykilorðum fólks eða svíkja af því peninga. „Það er t.d. ekki óalgengt að fólk falli fyrir svokölluðum vef- veiðum (e. phishing) og láti lykilorð sín þannig af hendi, og eins er mik- ið um svikapósta þar sem fólk gætir ekki að sér og tapar háum fjár- hæðum. Fáum við hjá Neytenda- samtökunum t.d. reglulega inn á okkar borð mál þar sem fólk hefur fengið skeyti sem leit út fyrir að vera frá Póstinum, með beiðni um að greiða 1.900 kr. gjald, en er svo rukkað um 1.900 evrur sem fara til erlends viðtakanda sem er horfinn með peningana.“ Er þvottavélin að fylgjast með þér? - Hið svokallaða njósnahagkerfi vex hratt - Hægt að lágmarka það magn gagna sem er safnað AFP/Ishara S. Kodikara Vöktun Srí Lanka-búi fylgist með útsendingu. Allan daginn notum við tæki og forrit sem safna upplýsingum. Breki Karlsson 18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Hyundai Kona Comfort ‘20, sjálfskiptur, ekinn 15 þús.km. Verð: 4.390.000 kr. 592173 SsangYong Tivoli DLX ‘18, sjálfskiptur, ekinn 72 þús.km. Verð: 2.690.000 kr. 800527 Opel Corsa Enjoy ‘18, sjálfskiptur, ekinn 77 þús.km. Verð: 1.890.000 kr. 446547 Land Rover Range Rover Sport HSE ‘19, sjálfskiptur, ekinn 39 þús.km. Verð: 14.990.000 kr. 113033 B irt m e ð fy rirv a ra u m m y n d a - o g te x ta b re n g l. 50 %AFSLÁTTUR AFSÖLULAUNUMÍ MAÍ Komdu og skoðaðu gott úrval bíla á Krókhálsi 9 Okkur vantar þinn bíl á skrá! Vegna góðrar sölu vantar okkur allar tegundir bíla á skrá! Notaðir bílar Sjáðu bílanna á notadir.benni.is Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035 4x4 4x4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.