Morgunblaðið - 12.05.2022, Síða 48

Morgunblaðið - 12.05.2022, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Dagmar Sverrisdætur eru bestu vinkonur þrátt fyrir að vera eins og svart og hvítt í persónuleika en saman mynda þær systradúóið Eyjaa. Þrátt fyrir ungan aldur eru þær að gera það gott úti í heimi með tónlist sinni sem hefur trónað of- arlega á erlendum listum en dúóið er á samning hjá tónlistarrisanum Uni- versal og stefna systurnar enn hærra. Þær gáfu út glænýtt lag á dögunum, lagið Big Feelings, sem hefur fengið frábærar viðtökur. Systurnar eru sem stendur stadd- ar úti í borg englanna í Bandaríkj- unum í einu þekktasta dansstúdói heims þar sem þær eru að klára dans- nám og vinna tónlist með mismun- andi pródúserum í Bandaríkjunum. Halda að þær séu tvíburar Brynja Mary er eldri systirin, 18 ára gömul, en margir kannast við tón- listarkonuna ungu eftir hún keppti með eigið lag í Söngvakeppninni árið 2020, nýorðin 16 ára gömul, með lagið In Your Eyes. Sara Victoria, yngri systirin, er sjálf 16 ára gömul í dag og gefur systur sinni ekkert eftir hvað varðar tónlistarhæfileika en stúlk- urnar segjast, í samtali við Morg- unblaðið og K100, vinna mjög vel saman þrátt fyrir að vera afar ólíkar, bæði í stíl og persónuleika. Báðar hafa þær þó brennandi áhuga á tón- list og dansi og hafa sama markmið um að ná langt í tónlistinni. „Okkar samband einkennist af miklum systrakærleik. Við erum rosalega samrýndar og bestu vinkon- ur og höfum alltaf verið. Margir hafa haldið að við séum tvíburar,“ segja systurnar. „Við höfum alltaf haft tónlistina í okkur og það var alltaf markmið okk- ar og ósk að ná langt í henni. Við byrj- uðum að syngja áður enn við gátum talað,“ lýsa systurnar sem hafa verið í tónlistarskóla frá þriggja ára aldri. Þær eru sammála um það að þeim líði best á sviði. Systurnar eru búsettar í Kaup- mannahöfn í Danmörku, þar sem þær hafa búið stærstan hluta ævi sinnar en þær hafa þó búið samtals í sex löndum og tala sex tungumál. Ís- lenskuna tala þær þó alltaf heima með fjölskyldunni. Dansa í stúdíói stjarnanna Hver dagur í lífi systranna er vel skipulagður en stelpurnar eru báðar í alþjóðlegu dansnámi og dansa alla daga frá níu á morgnanna til hálf- fjögur en þess á milli einblína þær al- gjörlega á tónlistina og fara oft í viku í stúdíó eftir dans til að syngja og semja tónlist. Eins og kom fram eru þær þó staddar í Los Angeles sem stendur þar sem þær dvelja í þrjá mánuði til að ljúka dansnámi sínu. Það gera þær meðal annars í hinu þekkta „Millennium“- dansstúdíói sem hefur verið kallað: Stúdíóið þar sem stjörnur fæð- ast – enda hafa stór- stjörnur eins og Justin Timberlake, Jennifer Lopez, Prince, Britney Spears og Ariana Grande, ásamt fjölda annarra, dansað í stúdíóinu og myndir af stjörnum prýða veggi þess. 16 vikur á topp 10 Systurnar hafa gefið út fjögur lög frá því að þær skrifuðu undir samn- ing hjá Universal í janúar 2021 en fyrsta lagið þeirra Don’t Forget abo- ut Me, var í yfir sextán vikur á topp 10 á vinsældalista í Danmörku í fyrra. Svipaða sögu má segja með annað lag systranna The Wrecking Crew sem var einnig á topp 10 lista úti í Danmörku. Vinsældir Eyjaa eru þó einnig að aukast hér á landi en þriðja lag þeirra Ultraviolet, var til að mynda í þriðja sæti á vinsældarlista Rásar 2 fyrir nokkrum vikum. Nýj- asta lagið Big Feelings er einnig að fá frábærar viðtökur en systurnar segj- ast hafa heillast af því um leið og þær heyrðu það. „Eyjaa Girl Power“ „Við viss- um að við þurftum að taka það upp og gefa það út. Þannig að við fórum í stúdíóið og sungum það með röddun, eins og einkennir tónlistina okkar, gerðum það að okkar og fylltum það með „Eyjaa Girl Power,“ sögðu þær Brynja og Sara en lagið fjallar meðal annars um ástríðuna fyrir því sem maður vill virkilega gera í lífinu. Stefna á Ísland á næstunni Brynja og Sara vinna nú að vænt- anlegri EP-plötu sem þær stefna að því að gefa út eftir sumarið en í kjöl- farið ætla þær að halda nokkra tón- leika. Þá stefna þær á að koma til Ís- lands á næstunni. „Planið er koma til Íslands vonandi sem fyrst með Universal og teyminu okkar að taka upp tónlistar- myndbönd – og jafnvel halda tónleika og fá að syngja lögin okkar fyrir Ís- lendinga svo að þjóðin fái að kynnast okkur nánar. Við hlökkum mikið til,“ segja systurnar sem segja að tónlist þeirra séu undir miklum áhrifum frá Íslandi. „Við erum með þetta „Girl Power“ frá Íslandi og erum með þessa nor- rænu nostalgíu í tónlistinni okkar. Við gefumst ekki svo auðveldlega upp eins og Íslendingum er lagið,“ segja systurnar sem völdu einnig nafn sveitarinnar, Eyjaa, út frá eyjunni Ís- land, með hjálp foreldra sinna. „Svo líður okkur stundum eins og við séum á lítilli eyju þegar við erum saman í stúdíói eða erum að gera hluti saman, svona samrýndar eins og við erum,“ segja þær. Allt er mögulegt Aðspurðar vilja Brynja og Sara ráðleggja öðru ungu upprennandi tónlistarfólki að gefast aldrei upp, sama hversu erfiðar og ómögulegar aðstæðurnar virðast vera. „Allt er mögulegt ef þú bara vilt og vinnur hart að því að láta drauma þína rætast. Fyrst og fremst þarftu að trúa á sjálfan þig, það er númer eitt, alveg sama hvað allir aðrir segja,“ segja systurnar að lokum. Íslenskar systur á hraðri uppleið Brynja Mary, 18 ára, og Sara Victoria, 16 ára, eru samrýndar systur og stefna hátt en sveit þeirra, Eyjaa, er á hraðri uppleið úti í hinum stóra heimi. Vinkonur Brynja og Sara hafa alltaf verið bestu vinkonur. Systur Brynja og Sara hafa alltaf stefnt hátt í tón- listarbransanum. Universal Systurnar eru á samningi hjá plöturisanum Universal. 766 5555 gisli@s4s.isFyrirtækjaþjónusta 6-10 metra stangir, fánar og veifur í úrvali Fánastangir fyrir einstaklinga og fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.