Morgunblaðið - 12.05.2022, Síða 63

Morgunblaðið - 12.05.2022, Síða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER. U S A TO D AY 89% 92% 81% Total Film Radio Times Empire Rolling StoneLA Times Colin Firth – Matthew Macfadyen – Kelly Macdonald THE LEGACY CONTINUES 72% BENEDICT CUMBERBATCH ELIZABETH OLSEN chiwetel ejiofor BENEDICT WONG xochitl gomez MICHAEL STÜHLBARG RACHEL MCadams R afiki var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík Feminist Film Festival sem hald- in var 5.-8. maí og vakti mikla lukku. Rafiki er rómantísk drama- mynd eftir Wanuri Kahiu og er fyrsta myndin frá Kenía sem er sýnd á kvikmyndahátíðinni í Can- nes. Kvikmyndin er lauslega byggð á smásögu eftir rithöfund- inn Monica Arac de Nyeko frá Úganda, Jambula tré, sem hlaut Caine-verðlaunin árið 2007. Rafiki er nútímaleg útgáfa af sögunni um Rómeó og Júlíu. Kvikmyndin er ástarsaga tveggja ungra kvenna í Naíróbí, Kena Mwaura (Samantha Mugatsia) og Ziki Okemi (Sheila Munyiva) úr tveimur andstæðum pólitískum fjölskyldum. Í kvik- myndinni er að finna leynigarð og grímuball. Leynigarðurinn þeirra er yfirgefinn sendibíll, gróinn fal- legum plöntum, og grímuballið er í búningi eins konar rave-balls þar sem litrík andlitsmálning kemur í stað grímanna. Stéttarmunur og fjölskyldudeilur eru þó ekki það eina sem stendur í vegi fyrir að þær geti verið saman heldur hin- segin fordómar í samfélaginu. Tit- ill myndarinnar „Rafiki“ þýðir „vinur“ á tungumálinu svahíli og passar vel við söguþráð mynd- arinnar vegna þess að í Kenía er ekki óalgengt að hinsegin fólk kynni maka sína sem vin. Rafiki var bönnuð í Kenía vegna þema hennar enda litið svo á að það sé „hættulegt“ að normalísera samkynhneigð en bannið vakti alþjóðlega athygli á myndinni. Í kjölfarið vann Wanuri Kahiu mál gegn ríkisstjórn Kenía og banninu var aflétt. Rafiki var þó aðeins sýnd í eina viku í bíóhúsum þar en uppselt var á allar sýningarnar enda falleg og huglúf kvikmynd sem endar á jákvæðum nótum, ólíkt elskendunum hjá Shake- speare sem dóu bókstaflega af ást. Kvikmyndin er lengi í gang en fallegu litirnir og skemmtilega tónlistin er nóg til þess að halda áhorfendum við efnið þar til ástar- sambandið verður að veruleika. Kvikmyndatökumaðurinn Christo- pher Wessels lagði sérstaklega áherslu á litina til þess að sýna hversu litrík borgin Naíróbí er. Atriðin sem sýna nánd milli Kenu og Ziki innihalda mildari pastelliti í þeim tilgangi að leggja frekar áherslu á hvað á sér stað í atrið- inu, eða á milli þeirra, heldur en umhverfið eða myndheildina (f. mise en scène). Kvikmyndatakan er ólík því sem við sjáum í ríkjandi Hollywood-myndum sem er jákvæð tilbreyting. Þannig er áherslan fremur á að miðla tilfinn- ingum en framvindu. Litlir sólar- geislar laumast oft í skotin af Ziki þegar Kena á að vera horfa á hana og má túlka á þá vegu að Kena líti á Ziki sem sólina í sínu lífi. Atriðin þegar Kena og Ziki stunda kynlíf og þegar þær verða fyrir líkamsárás eru klippt á mjög einkennandi máta líkt og um sé að ræða margar stillur sem hafa ver- ið klipptar saman. Atriðin virka eins og ljósmyndir, eða stutt myndbönd, sem eru fléttuð saman, koma ekki endilega í réttri tíma- röð og líkjast þannig minningum. Hægt er að færa rök fyrir því að myndin sé minning þessara tveggja kvenna um fyrstu ástina, þegar þær voru óhræddar við að elskast eða kannski nógu vit- lausar. Í lok myndarinnar fáum við að kynnast þeim sem full- orðnum konum sem hafa fest ræt- ur í samfélaginu en aldrei gleymt því hverjar þær eru. Markmið Wanuri Kahiu með Rafiki er að gera afrískt verk sem afvegaleiðir áhorfendur frá fyrir- fram mótuðum hugmyndum sínum um Afríku sem Wanuri Kahiu ger- ir vel með því að gera kvikmynd sem er að mestu leyti hugljúf og falleg þrátt fyrir erfiðar aðstæður aðalpersónanna. Afrísk verk þurfa ekki alltaf að einblína á sam- félagsleg málefni þótt Rafiki geri það, það ætti að nægja að mynd- irnar séu skemmtilegar eða upp- lífgandi, sem Rafiki er einnig. Ég, hvít kona frá Íslandi, gerði ráð fyrir því að kvikmyndin myndi enda illa, ég hélt að eitthvað myndi koma í veg fyrir það að þær næðu saman á ný í Naíróbí en þannig kom Wanuri Kahiu mér gleðilega á óvart. Lesbíur og litagleði Ástarsaga „Rafiki er nútímaleg útgáfa af sögunni um Rómeó og Júlíu. Kvikmyndin er ástarsaga tveggja ungra kvenna í Naíróbí,“ segir í rýni um Rafiki, en myndin var bönnuð í Kenía vegna umfjöllunarefnis síns. Bíó Paradís (Reykjavík Feminist Film Festival) Rafiki / Vinur bbbmn Leikstjórn: Wanuri Kahiu. Handrit: Wanuri Kahiu og Jenna Cato Bass. Aðalleikarar: Samantha Mugatsia og Sheila Munyiva. Kenía. 2018. 83 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Alþjóðasamtök kvikmyndagagn- rýnenda (FIPRESCI) völdu nýverið Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem bestu kvikmynd- ina í aðalkeppni kvikmyndahátíð- arinnar Off Camera í Póllandi. Í til- kynningu frá framleiðanda kemur fram að allar kvikmyndir Guð- mundar Arnars hafi nú verið verð- launaðar í Póllandi. „Verðlaunin eru þýðingarmikil en leikstjórar á borð við Paul Thomas Anderson, Werner Herzog og Woody Allen hafa hlotið FI- PRESCI-verðlaun. Berdreymi var heimsfrumsýnd á Berlinale í febr- úar og hlaut þar einnig verðlaun sem besta evrópska kvikmyndin í sínum flokki frá Samtökum evr- ópskra kvikmyndahúsa.“ Ánægjuefni Leikkonan Aníta Briem veitti verðlaununum viðtöku í Krakow. Berdreymi verð- launuð í Póllandi Bandaríski leik- arinn, leikstjórinn og framleiðandinn Fred Savage, sem öðlaðist frægð þegar hann sem barn lék í sjón- varpsþáttunum The Wonder Years, sem sýndir voru á árunum 1988-1993, hefur misst nýjasta leikstjórnarstarf sitt vegna ósæmilegrar hegðunar. Þessu greinir The New York Times frá. Savage átti að leikstýra fram- haldsþáttum The Wonder Years, en um helgina sendi framleiðandi þátt- anna, 20th Television, frá sér yfir- lýsingu þar sem greint var frá skyndilegum starfslokum hans. Savage rekinn vegna hegðunar Fred Savage Ljósmynd/Robert Sluszniak

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.