Morgunblaðið - 12.05.2022, Síða 64

Morgunblaðið - 12.05.2022, Síða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2022 Löggiltur heyrnarfræðingur Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Gríptu til þinna ráða Pantaðu tíma í HEYRNAR GREININGU Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is Þ etta litla meistaraverk er enn ein staðfestingin á því að umfang listaverks, og í þessu tilfelli lengd bókar, segir ekkert um gæðin sem í því kunna að felast. Staðurinn eftir franska höfundinn Annie Ernaux er ekki nema 107 síður og það í litlu broti, en sagan er einstaklega vel sögð og áhrifa- mikil. Og form- gerðin og frá- sagnarhátturinn sem höfundurinn hefur valið verk- inu hæfir full- komlega og er lykill að áhrifamætt- inum. Hinn virti bandaríski ljósmyndari Robert Adams hefur sent frá sér framúrskarandi greinasöfn um listir og meðal annars skýrt þar vel þá skoðun sína að fegurð listaverka fel- ist í formi þeirra; það skipti litlu máli hversu aðkallandi eða áhugavert innihaldið er ef formið er ekki gott, áhugavert og heilsteypt. Staðurinn eftir Ernaux er enn eitt listaverkið sem staðfestir þessa skoðun Adams. Og höfundurinn greinir frá því í frá- sögninni hvernig hún byrjar að segja söguna með vitlausri aðferð, sem skáldsögu, áður en hún finnur réttu leiðina sem hentar miklu bet- ur, en í bókinni segir Ernaux frá föð- ur sínum, lífi hans og dauða. Annie Ernaux (f. 1940) hefur undanfarna áratugi verið í hópi dáð- ustu listamanna Frakka. Hún var einkabarn foreldra í stétt alþýðu- fólks en gekk menntaveginn, nam bókmenntir og heimspeki, og kenndi við nokkra háskóla. Fyrsta bók hennar kom út árið 1974 og hefur hún nú sent frá sér á þriðja tug verka. Ernaux hefur hlotið fjölda verðlauna á ferlinum og lengi verið meðal þeirra höfunda sem orðaðir eru við Nóbelsverðlaunin. Og það fyrir bækur sem byggjast fyrst og fremst á minningum hennar og upp- lifunum í lífinu, rétt eins og Stað- urinn sem kom út á frönsku árið 1983. Fyrir þessa frásögn hlaut hún Renaudot-verðlaunin og má segja að með bókinni hafi hún slegið í gegn. Knöpp frásögnin er í fyrstu per- sónu og hefst á því þegar konan unga sem segir frá nær kennara- prófi; í lýsingu á prófinu og tilfinn- ingum sem upplifunin vekur með sögukonunni er grunnur frásagnar- aðferðarinnar lagður, snaggaraleg og allt að því formleg frásögn, án málalenginga, undirbyggð með ríku- legum tilfinningum og skarpri sýn á smáatriði sem hafa mikið gildi fyrir heildarmyndina. Eftir að hafa greint frá því að hún hafi sent foreldrum sínum bréf og tilkynnt að hún væri komin með réttindi, sem móðirin svaraði með þeim orðum að þau, for- eldrarnir, væru ánægð fyrir hennar hönd, beinast sjónir að föðurnum þegar segir: „Faðir minn lést tveim- ur mánuðum síðar, upp á dag.“ (10) Og við tekur lýsing á banalegunni, andlátinu, undirbúningi útfarar, erfidrykkju og síðan hvernig líf móð- urinnar heldur áfram. Sögukonan hugsar um þetta og lýsir í endurliti, þar sem hún hefur komið sér fyrir á öðrum sessi í samfélaginu, sem eiginkona, móðir og menntakona í millistétt. Það er síðan á þessum stað í frásögninni sem sögukonan greinir frá því að hún hafi farið að skrifa um föður sinn með öðrum hætti, áður en hún fann rétta formið að vinna með. Líta má á þessar setn- ingar sem eins konar stefnuyfirlýs- ingu höfundarins, um það hvernig hún kjósi að skrifa og um hvað: „Eft- ir það byrjaði ég að skrifa skáldsögu þar sem hann var aðalpersónan. Í miðri frásögninni bauð mér við þessu. Fyrir stuttu áttaði ég mig á því að skáldsaga er óhugsandi. Til þess að gera skil lífi sem lýtur hinu nauðsyn- lega, hef ég í fyrsta lagi engan rétt til að fara inn á svið listarinnar, og ekki heldur að leitast við að gera eitthvað „spennandi“ eða „hjart- næmt“. Ég mun safna saman orðum, hreyfingum, smekk föður míns, því helsta sem skildi eftir spor í lífi hans, öllu því sem gefur raunsanna mynd af lífi sem ég var líka hluti af. Engar skáldlegar minningar, eng- in aðhlátursefni færð í stílinn. Ein- faldur ritháttur hentar mér vel, sá sami og ég notaði áður fyrr til að segja foreldrum mínum nauðsynleg- ustu fréttir af mér.“ (22) Aðferð Ernaux við að segja sög- una af föðurnum er heillandi. Hún er í senn hlutlæg eins og skýrsla og ein- staklega tilfinningarík; knöpp en samt djúp; hlý og köld. Höfundinum auðnast að draga persónurnar upp með einföldum en samt einstaklega upplýsandi dráttum, eins og í eftir- farandi setningu sem sýnir listavel dýpkandi gjána milli föðurins af al- þýðustétt og dótturinnar sem heldur áfram að mennta sig: „Einn daginn: „Bækur, tónlist, það er fínt fyrir þig. Ég get lifað án þess.““ (77) Forlagið Ugla hefur nú á skömm- um tíma gefið út tvær umtalaðar og klassískar bækur með minningum margverðlaunaðra höfunda um líf og örlög foreldra sína, Óskabarn ógæf- unnar eftir Peter Handke frá 1972 kom á íslensku fyrir tveimur árum og nú þessi hjartnæma frásögn Ern- aux. Þetta eru afar ólíkar frásagnir en báðar einstaklega góðar. Rut Ingólfsdóttir þýðir bók Ern- aux listavel en það hefur ekki verið auðvelt að fanga andann og tilfinn- ingar sem búa í knöppum og öguðum stílnum. Þessi lesandi hefur lengi ætlað að kynna sér verk höfundarins án þess að af því hafi orðið. En nú heldur lesturinn áfram og vonandi færir Rut okkur fleiri verk Ernaux sem fyrst á íslensku. Þessi franski höfundur er ein af þeim stóru. Skáldsaga er óhugsandi Áhrifamikil „Staðurinn eftir […] Annie Ernaux er ekki nema 107 síður og það í litlu broti, en sagan er einstaklega vel sögð og áhrifamikil.“ Minningar Staðurinn bbbbb Eftir Annie Ernaux. Rut Ingólfsdóttir íslenskaði. Ugla, 2022. Kilja, 107 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.