Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 53

Ársritið Húnvetningur - 01.06.1956, Side 53
sem í Helgastaðagrafreit kunna en að hvíla, en fróðlegt væri að kanna það með grefti þarna í bakkann, hvort munnmælin um kirkju á Helgastöðum og sögurnar um beinafundi þar, hefðu við rök að styðjast. iMér fyrir mitt leyti dettur ekki i hug að rengja þá, sem segjast hafa fundið eða séð mannabein á Helgastöðum. Víðidalur, séður úr Gvendar- staðahlið. Þverá til hcegri. Skammt fyrir norðan Helgastaði fórum við vestur yfir ána og liéldum áfram út dalinn. \ron bráðar beygir hann mikið til austurs og er þá hinum eiginlega \ríðidal lokið og við tekur Hryggjadal- ur. Víðidalsá rennur austur Hryggjadal og fær þá nafnið Göngu- skarðsá og heldur því allt til sjávar. Gönguskarðsá er nú virkjuð skammt fyrir ofan Sauðárkrók og flytur þannig mörgum Skag- íirðingi ljós og yl. Þar sem dalurinn beygir, fellur á, sem Þverá heitir í Víðidalsá. Hún kemur úr Þverárbotnum, sern liggja langt vestur í fjöllin. Spölkorn upp með Þverá er að finna enn eitt býlið, sem dregur nafn af ánni. Bærinn Þverá hefur staðið í litlum hvammi norðan við ána. Þar er hlýlegt og fallegt, en lítið hefur túnið verið. Sést óglöggt fyrir tóftum og augljós rækt er í varpa. Ekki er vitað til að Þverá hafi byggzt eftir eyðingu Víðidals, hina fyrri, og engar heimildir finnast um byggð þar, nema nafnið eitt.i) 1) Þess er getið í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, I. bindi, í sögunni Jón á Þverá. Mætti taka þá sögu sem einhverja heimild, hefði Þverá átt að vera í bvggð unt aldamótin 1600. 51 4'

x

Ársritið Húnvetningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.