Andvari - 01.01.2012, Page 7
Frá ritstjóra
Á síðasta ári voru mörg stór mál til umfjöllunar í þjóðfélaginu og síst hefur
orðið á því breyting á þessu ári. Eitt var frumvarp til nýrrar stjórnarskrár sem
nokkuð var rætt um í ritstjórnarpistli í fyrra. Þar var frumvarpinu vel tekið,
enda margt í því athyglis- og umhugsunarvert. En pistlinum í fyrra lauk á
þessum orðum: „Það þarf að endurskoða stjórnarskána og fjölmargt í til-
lögum stjórnlagaráðs er ótvírætt til bóta þótt annað orki tvímælis. Fólkið í
ráðinu hefur greinilega unnið starf sitt af miklum áhuga, alúð og heilindum.
Frumvarp til stjórnskipunarlaga er því merkisplagg sem á skilið gaumgæfi-
lega skoðun og umræður, bæði á Alþingi og almennt meðal þjóðarinnar, en
fyrir hana og í nafni hennar er þetta verk unnið.“
Því miður hefur frumvarpið alls ekki fengið þá skoðun og umræður sem
vænst var. Það er raunar furðulegt hve lítið hefur verið um það fjallað efnis-
lega. Heita má að alþingismenn hafi haldið að sér höndum í þeim efnum. Það
var eins og allt púðrið færi í að ræða aðferðina við að koma þessu verki af stað
og hina furðulega ströngu niðurstöðu hæstaréttar að ógilda kosninguna, þótt
enginn héldi því fram að rangt væri haft við. Nú liggur plaggið fyrir og aðalat-
riðið á að vera hvað mönnum sýnist um það sem í því stendur. Forseti Islands
hefur reyndar látið orð falla sem verða vart skilin öðru vísi en hann hafi uppi
verulegar efasemdir um frumvarpið og vilji ekki að knúðið sé á um setningu
nýrrar stjórnarskrár. Sagði hann fyrst að hlutverk forseta og völd muni aukast,
verði frumvarpið samþykkt, gagnstætt því sem stjórnlagaráð telur. Var það
nokkuð furðuleg niðurstaða í ljósi þess að því ákvæði sem mest hefur verið
í sviðsljósi, hinum svonefnda málskotsrétti forseta, verður að verulegu leyti
af honum létt, þar sem tíu prósent kjósenda munu geta knúið fram þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Er vart hugsanlegt að forseti muni ákveða að skjóta máli
undir þjóðardóm sem kjósendur gera ekki kröfu um. Seinna talaði forsetinn
um að varhugavert væri að afgreiða stjórnarská í „bullandi ágreiningi". Það er
auðvitað rétt. En fyrst verður að leita eftir öðrum tillögum frá Alþingi og láta
síðan reyna á hvort samkomulagi verði náð. Menn mega ekki vera svo hrædd-
ir við ágreining að þeir þori ekki að hreyfa við grundvallarmálum. Núverandi