Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 18

Andvari - 01.01.2012, Side 18
16 ÁRNl HEIMIR INGÓLFSSON ANDVARI staka óvild Hitlers.10 Hann hóf nýtt líf í Bandaríkjunum en Róbert varð aftur á vegi hans í Edinborg haustið 1947, þegar Walter stjórnaði Vínarfílharmóníunni á nýstofnaðri listahátíð við mikinn fögnuð. Sjálfur kvaðst Róbert ekki hafa lært meira af nokkrum tónlistarmanni og má fullyrða að margir af eiginleikum hans í tónlistarflutningi hafi mótast af kynnum hans af Walter. Að Bruno Walter látnum fékk Róbert einn af tónsprotum meistarans að gjöf frá dóttur hans og varðveitti gripinn sem helgan dóm til æviloka." Þegar að því kom að tónlistarmaðurinn ungi hæfi lífsstarfið voru blikur á lofti og ljóst að honum yrði tæpast lengur vært í ríki nasism- ans. Róbert var gyðingaættar þótt lítið hefði farið fyrir því í uppeldi hans sjálfs. Föðurfólk hans var margt gyðingatrúar en sjálfur var Otto Abraham fríhyggjumaður. Móðurætt Róberts hafði verið kristinnar trúar í margar kynslóðir og langafi hans var háskólakennari í guðfræði í Berlín; sú ætt var bæði hávaxin og ljós yfirlitum. Sjálfur var Róbert fermdur og sagði að uppeldi sitt hefði ekki verið frábrugðið því sem algengt var um þýska unglinga, „enda hugsaði ég ekki oftar né öðruvísi um það á æskuárunum, að ég væri Gyðingur, en reykvískur drengur, að hann sé fæddur af norðlenzku foreldri“.12 í Tónlistarháskóla Berlínar var farið að hitna í kolunum. Skólinn hafði þótt íhaldssöm stofnun allt þar til Franz Schreker tók við stjórn hans árið 1920. Honum tókst að skapa frjálslynt andrúmsloft og gera skólann eftirsóttan bæði af nemendum og kennurum sem aðhylltust nýjar stefnur í listsköpun, en nú voru nasistar farnir að láta til sín taka og loft lævi blandið. I febrúar 1933 varð uppþot innan veggja skólans sem olli nokkru umtali. Kampfbund fur deutsche Kultur var herská hreyfing undir stjórn hugmyndafræðingsins Alfreds Rosenberg sem hafði að markmiði að breiða út boðskapinn um yfirburði þýskrar menningar. Dag einn mættu á tónleika hjá tónsmíðanemendum Walters Gmeindl sjö félagar í KfdK undir forystu Pauls Graener, sem áður hafði verið tónsmíðakennari Jóns Feifs. Þeir höfðu uppi hávær mótmæli gegn nemendum, sem margir voru gyðingaættar, og hörmuðu það að svo illa samin tónlist væri talin til þýskrar listsköpunar við þýskan háskóla. Þar sem tónsmíðar hjá Gmeindl voru aðalfag Róberts hefði hann að öllu óbreyttu átt að vera þarna viðstaddur, þótt ekki hafi varðveist um það neinar heimildir.13 KfdK beitti sér einnig gegn rektor skólans, Georg Schúnemann, sem var vikið úr starfi í apríl sama ár. Sumarið 1933 var „endurskipulagning“ tónlistarháskólans komin vel á veg; þetta skólaár
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.