Andvari - 01.01.2012, Page 18
16
ÁRNl HEIMIR INGÓLFSSON
ANDVARI
staka óvild Hitlers.10 Hann hóf nýtt líf í Bandaríkjunum en Róbert
varð aftur á vegi hans í Edinborg haustið 1947, þegar Walter stjórnaði
Vínarfílharmóníunni á nýstofnaðri listahátíð við mikinn fögnuð. Sjálfur
kvaðst Róbert ekki hafa lært meira af nokkrum tónlistarmanni og má
fullyrða að margir af eiginleikum hans í tónlistarflutningi hafi mótast
af kynnum hans af Walter. Að Bruno Walter látnum fékk Róbert einn
af tónsprotum meistarans að gjöf frá dóttur hans og varðveitti gripinn
sem helgan dóm til æviloka."
Þegar að því kom að tónlistarmaðurinn ungi hæfi lífsstarfið voru
blikur á lofti og ljóst að honum yrði tæpast lengur vært í ríki nasism-
ans. Róbert var gyðingaættar þótt lítið hefði farið fyrir því í uppeldi
hans sjálfs. Föðurfólk hans var margt gyðingatrúar en sjálfur var Otto
Abraham fríhyggjumaður. Móðurætt Róberts hafði verið kristinnar
trúar í margar kynslóðir og langafi hans var háskólakennari í guðfræði
í Berlín; sú ætt var bæði hávaxin og ljós yfirlitum. Sjálfur var Róbert
fermdur og sagði að uppeldi sitt hefði ekki verið frábrugðið því sem
algengt var um þýska unglinga, „enda hugsaði ég ekki oftar né öðruvísi
um það á æskuárunum, að ég væri Gyðingur, en reykvískur drengur, að
hann sé fæddur af norðlenzku foreldri“.12
í Tónlistarháskóla Berlínar var farið að hitna í kolunum. Skólinn
hafði þótt íhaldssöm stofnun allt þar til Franz Schreker tók við stjórn
hans árið 1920. Honum tókst að skapa frjálslynt andrúmsloft og gera
skólann eftirsóttan bæði af nemendum og kennurum sem aðhylltust
nýjar stefnur í listsköpun, en nú voru nasistar farnir að láta til sín taka
og loft lævi blandið. I febrúar 1933 varð uppþot innan veggja skólans
sem olli nokkru umtali. Kampfbund fur deutsche Kultur var herská
hreyfing undir stjórn hugmyndafræðingsins Alfreds Rosenberg sem
hafði að markmiði að breiða út boðskapinn um yfirburði þýskrar
menningar. Dag einn mættu á tónleika hjá tónsmíðanemendum Walters
Gmeindl sjö félagar í KfdK undir forystu Pauls Graener, sem áður hafði
verið tónsmíðakennari Jóns Feifs. Þeir höfðu uppi hávær mótmæli gegn
nemendum, sem margir voru gyðingaættar, og hörmuðu það að svo illa
samin tónlist væri talin til þýskrar listsköpunar við þýskan háskóla. Þar
sem tónsmíðar hjá Gmeindl voru aðalfag Róberts hefði hann að öllu
óbreyttu átt að vera þarna viðstaddur, þótt ekki hafi varðveist um það
neinar heimildir.13 KfdK beitti sér einnig gegn rektor skólans, Georg
Schúnemann, sem var vikið úr starfi í apríl sama ár. Sumarið 1933 var
„endurskipulagning“ tónlistarháskólans komin vel á veg; þetta skólaár