Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 26

Andvari - 01.01.2012, Side 26
24 ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON ANDVARI Þá verðum við líka að taka undir það með spámanninum, og víta harðlega, að það er skelfilegur trassaskapur af hr. Abraham að berja svo laust með „járnhömrunum“, úr því að hann notar á annað borð svona voldug ásláttartæki við píanóklúrleik sinn, að sumir tónarnir týndust alveg og hamingjan má vita hvort þeir finnast nokkurntíma aftur. Ef hr. Abraham á ekki nógu klúra hamra ætti hann að geta fengið þá, og það billega, hjá Tómasi því hann er þó enginn bölvaður gyðingur eða „helvítis aðskotadýr“ eins og meistari Björgvin sagði á dögunum.41 Hér er nafnlausi skríbentinn kominn að kjarna málsins: hann telur Tómas hafa ritað dóm sinn í þeim tilgangi að ófrægja Róbert vegna þess að hann sé af gyðingaættum. I ofanálag er fullyrt að á Akureyri sé í seinni tíð „sístreymandi uppspretta árása“ á listamenn sem annars staðar hafi hlotið aðdáun og verðskuldaða dóma: Og gruggið í þessari óþverralind hefir ekki minnkað við nazistadóm hins nýja spámanns. Væri það mesta vansæmd fyrir bæjarbúa, ef þeim tekst ekki áður en langt um líður að stöðva rennslið úr þessum pytti og þurrka hann gjörsamlega upp. Væntanlega efnir hr. Robert Abraham bráðum aftur til hljómleika svo bæjarbúum gefist kostur á að heyra hann berja með járnhömrunum og svara árás Tómasar Björnssonar á viðeigandi hátt. Greinarhöfundi varð að ósk sinni. Listamennirnir endurtóku tónleikana 25. október og tók píanistinn það sérstaklega fram í kynningu að það væri ekki síst vegna gagnrýni Tómasar: „Vill hann að sem flestum gefist kostur á að dæma um réttmæti þess dóms.4442 í kjölfarið virðist sem öldurnar hafi lægt nokkuð, að minnsta kosti á opinberum vett- vangi. Þó varð ekki hjá því komist að Reykjavíkurblöðin gæfu gaum fjaðrafokinu fyrir norðan. I Þjóðviljanum var rætt berum orðum um gyðingaofsóknir og fullyrt að sá „menningarfjandskapur, sem lýsti sér í skrifum fasistans“ hafi hlotið almenna fyrirlitningu jafnt norðanlands sem sunnan.43 Smám saman fennti yfir deilurnar í opinberri umræðu en illvildin kraumaði áfram undir niðri. Hinn nafnlausi höfundur greinarinnar í Verkamanninum hafði nefnt nafn Björgvins Guðmundssonar, tón- skálds og söngstjóra, og var ekki einn um það að spyrða hann saman við svívirðingar Tómasar. Björgvin hafði um nokkurra ára skeið stýrt Kantötukór Akureyrar sem starfaði nær eingöngu í þeim tilgangi að flytja tónsmíðar hans sjálfs sem voru viðamikil verk í stíl gömlu meistaranna, til dæmis kantatan Islands þúsund ár og óratórían Friður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.