Andvari - 01.01.2012, Page 26
24
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
ANDVARI
Þá verðum við líka að taka undir það með spámanninum, og víta harðlega,
að það er skelfilegur trassaskapur af hr. Abraham að berja svo laust með
„járnhömrunum“, úr því að hann notar á annað borð svona voldug ásláttartæki
við píanóklúrleik sinn, að sumir tónarnir týndust alveg og hamingjan má vita
hvort þeir finnast nokkurntíma aftur. Ef hr. Abraham á ekki nógu klúra hamra
ætti hann að geta fengið þá, og það billega, hjá Tómasi því hann er þó enginn
bölvaður gyðingur eða „helvítis aðskotadýr“ eins og meistari Björgvin sagði á
dögunum.41
Hér er nafnlausi skríbentinn kominn að kjarna málsins: hann telur
Tómas hafa ritað dóm sinn í þeim tilgangi að ófrægja Róbert vegna
þess að hann sé af gyðingaættum. I ofanálag er fullyrt að á Akureyri
sé í seinni tíð „sístreymandi uppspretta árása“ á listamenn sem annars
staðar hafi hlotið aðdáun og verðskuldaða dóma:
Og gruggið í þessari óþverralind hefir ekki minnkað við nazistadóm hins nýja
spámanns. Væri það mesta vansæmd fyrir bæjarbúa, ef þeim tekst ekki áður en
langt um líður að stöðva rennslið úr þessum pytti og þurrka hann gjörsamlega
upp. Væntanlega efnir hr. Robert Abraham bráðum aftur til hljómleika svo
bæjarbúum gefist kostur á að heyra hann berja með járnhömrunum og svara
árás Tómasar Björnssonar á viðeigandi hátt.
Greinarhöfundi varð að ósk sinni. Listamennirnir endurtóku tónleikana
25. október og tók píanistinn það sérstaklega fram í kynningu að það
væri ekki síst vegna gagnrýni Tómasar: „Vill hann að sem flestum
gefist kostur á að dæma um réttmæti þess dóms.4442 í kjölfarið virðist
sem öldurnar hafi lægt nokkuð, að minnsta kosti á opinberum vett-
vangi. Þó varð ekki hjá því komist að Reykjavíkurblöðin gæfu gaum
fjaðrafokinu fyrir norðan. I Þjóðviljanum var rætt berum orðum um
gyðingaofsóknir og fullyrt að sá „menningarfjandskapur, sem lýsti sér
í skrifum fasistans“ hafi hlotið almenna fyrirlitningu jafnt norðanlands
sem sunnan.43
Smám saman fennti yfir deilurnar í opinberri umræðu en illvildin
kraumaði áfram undir niðri. Hinn nafnlausi höfundur greinarinnar
í Verkamanninum hafði nefnt nafn Björgvins Guðmundssonar, tón-
skálds og söngstjóra, og var ekki einn um það að spyrða hann saman
við svívirðingar Tómasar. Björgvin hafði um nokkurra ára skeið stýrt
Kantötukór Akureyrar sem starfaði nær eingöngu í þeim tilgangi
að flytja tónsmíðar hans sjálfs sem voru viðamikil verk í stíl gömlu
meistaranna, til dæmis kantatan Islands þúsund ár og óratórían Friður