Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Síða 27

Andvari - 01.01.2012, Síða 27
ANDVARI RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON 25 á jördu. Eins og fram kemur í ævisögu Björgvins átti hann við ýmsa erfiðleika að etja, ekki síst drykkjuskap sem varpaði skugga á feril hans. Þá var hann stöðugt á varðbergi gagnvart því sem hann kallaði „andúðar- og undirróðurs-starfsemi sem óvinir kórsins eða mínir hafa sífellt rekið hér í bænum gegn okkur“, svo vitnað sé í orð hans sjálfs í ávarpi til félaga í Kantötukórnum.44 Björgvin leit svo á að Róbert Abraham hefði með ósvífnum hætti skyggt á starf Kantötukórs Akureyrar, og taldi keppinaut sinn lítt verð- skulda þá viðurkenningu sem hann hafði hlotið í bænum. Þá hafi Róbert vísvitandi ætlað sér að „stela“ félögum úr Kantötukórnum. í drögum að sögu Kantötukórsins, sem varðveitt eru með hendi Björgvins í bréfasafni hans, ritar hann opinskátt um „ofsóknir“ í sinn garð sem eigi rætur að rekja til komu Róberts til bæjarins. Róbert hafði raunar ráðfært sig við Björgvin um leið og hann kom norður, og heimamaðurinn ráðlagði honum að hafa ofan af fyrir sér með píanókennslu og kanna möguleika á því að endurreisa lúðrasveit bæjarins. Róbert lagði sig líka fram um að kynna tónlist Björgvins fyrir bæjarbúum; þegar á fyrstu tónleikum sínum á Akureyri í febrúar 1936 hafði hann sett Þrjú hljómblik og fúgu hans inn á milli verka eftir Schubert og Schumann.45 Ekki ávann hann sér vináttu tónskáldsins með því. Björgvin rekur framhald sögunnar svo: En svo haustið 1936 dettur honum í hug að stofna blandaðan kór, og eftir því sem síðar kom í ljós bendir margt til að þeir Áskell [Snorrason], Valdimar [Steffensen] og Hallgrímur [Valdemarssonj hafi átt góðan þátt í þeirri hug- mynd, a.m.k. lét Áskell hann velja úr sínu liði það er hann vildi sem skaut all skothent við undirtektir hans þegar Kantötukórinn var í myndun. Fór nú Gyðingurinn og útsendarar hans á stúfana eftir starfskröftum. Tókst þeim að lokka Fanneyju Guðmundsdóttur spilara Kantötukórsins og nokkrar stúlkur úr honum í þetta fyrirtæki undir því yfirskini að þetta yrði aðeins stuttur tími, aðeins einn konsert og svo aldrei meir. En þessi stutti tími náði bara fram í miðjan apríl og þá hélt Abraham tvo konserta fyrir fullu húsi rétt áður en Kantötukórinn fór suður. Og nú fengu blöðin málið, nú áttu þau ekki orð til að dásama þetta menningar fyrirtæki sem þessi stóri listamaður væri búinn að hrinda af stokkunum, en þegar Kantötukórinn kom úr söngförinni litlu síðar, þá þögðu þau eins og hundar, og auðvitað skríllinn með þeim sem ásamt þeim ætlaði að æsa allt í gelti yfir snilli Abrahams. Það kom líka á daginn að hér var ekki um neina bráðabirgðar-stofnun að ræða því strax í september haustið eftir gerðu útsendarar Abrahams svo frekar og ítrekaðar tilraunir til að ræna fólki úr Kantötukórnum fyrir næsta vetur, en varð sem betur fór lítið ágengt. Og þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.