Andvari - 01.01.2012, Page 47
andvari
RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON
45
Þótt allir tónleikar Fílharmóníu undir stjórn Róberts væru stór-
viðburðir var einn þó öðrum meiri í þeim skilningi. Níunda sinfónía
Beethovens var flutt fimm sinnum fyrir fullu húsi í febrúar 1966. Hér
rættist draumur margra og um leið markaði flutningurinn tímamót í
íslensku tónlistarlífi. Þegar Jón Leifs viðraði hugmyndir sínar um að
flytja Níundu sinfóníuna á Alþingishátíðinni 1930 tók enginn mark á
slíkum draumórum. A þeim árum sem síðan voru liðin hafði margt
breyst og hröð uppbygging átt sér stað sem stjórnandinn sjálfur átti ekki
minnstan heiður af. Nú uppskar hann ávöxt erfiðisins. Jón Þórarinsson
var hástemmdur í blaðadómi sínum um flutninginn: „Þá er sú mikla
stund upp runnin, að við íslendingar erum orðnir meðeigendur, ásamt
öðrum menningarþjóðum heims, að einni mestu gjöf, sem mannkyninu
hefur verið gefin: níundu sinfóníu Beethovens.“"
Níunda sinfónían var Róberti einkar hjartfólgin. Oðinn til gleðinnar
hafði hann sungið ungur að árum í Berlín og hann kunni hvern einasta
tón í verkinu öllu; á pallinum í Háskólabíói stjórnaði hann nótnalaus.
I hófi sem haldið var í Þjóðleikhúskjallaranum eftir síðustu tónleikana
færðu forsvarsmenn Fílharmóníu stjórnanda hennar tónsprota úr silfri,
sem á voru grafnar nótur allra radda í kórstefi lokaþáttarins. I þakkar-
orðum sínum var stjórnandinn fullur auðmýktar gagnvart hinu mikla
meistaraverki. Hann líkti hlutverki sínu við bréfberann sem flutti ungu
stúlkunni bréf frá unnusta sínum. Átti hún þá stundum til að kyssa póst-
manninn af einskærri gleði, jafnvel þótt hann væri ekki nema boðberi
gleðitíðinda.100
Aðeins eitt skyggði á gleðina við flutning þeirrar Níundu. Upphaflega
var áformað að nýstofnað Ríkissjónvarp kvikmyndaði einn kafla
og sendi út í annál ársins sem „einn mesta merkisviðburð í menn-
ingarlífi landsins“ eins og það var orðað. Ekkert varð þó af því
vegna deilna um samning milli Sjónvarpsins og Starfsmannafélags
Sinfóníuhljómsveitarinnar, og var þar meiri hagsmunum fórnað fyrir
minni.101
Eftir því sem öðrum verkefnum fjölgaði sást Róbert sjaldnar á
stjórnandapalli Sinfóníunnar í Háskólabíói nema þegar Fílharmónía
átti hlut að máli. Þó leið vart sá vetur að hann stýrði ekki einhverju
meistaraverkinu og oft var um að ræða frumflutning á Islandi. Ödipus
konungur eftir Stravinskíj hljómaði í fullri lengd í Háskólabíói síðla árs
1971 í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar, Karlakórsins Fóstbræðra,
einsöngvara og framsögumanns undir stjórn Róberts, og var þá liðinn