Andvari - 01.01.2012, Side 78
76
SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR
ANDVARI
lenti eitt sinn í fangelsi í Þýskalandi og gamall fangavörður þar minnti hann
á Hallgrím. Benedikt lýsti honum einnig á þennan hátt: „við skoðuðum hann
aldrei nema sem einhverja heimspekilega veru ... einhverja æðri veru, sem
við litum upp til með lotningu.“23
Margar sögur ganga um þjóðaríþróttina glímu á Bessastöðum og hvað
Hallgrímur hafði mikla unun og skemmtun af því þegar strákarnir glímdu
og var hann gjarnan sóttur til að horfa á. Hann hvatti skólasveina mjög að
efla sig líkamlega og glímuna taldi hann allra meina bót. Enda hefur verið
talið að áhugi skólapilta á glímu hafi dofnað mikið þegar Hallgrímur hætti
sem kennari.24 Strákarnir á Bessastöðum litu vafalítið nokkuð stórt á sig og
höfðu gaman af því að gera at í vermönnum á Alftanesi. Ein sagan sem lifir
var um hrekkjabragð við glíminn vermann. Sennilega hefur þessi kraftmikli
sjómaður verið búinn að snúa á einhverja þeirra fyrr í glímubrögðum og þeir
ætlað að hefna sín. Þeir klæddu einn helsta glímumann skólans upp sem kven-
mann, settu hann í föt af þjónustunni, og ætluðust til að sjómaðurinn yrði ekki
kvensterkur. Vermaðurinn sá við þeim.25
Önnur forn arfleifð var rækt á Bessastöðum, en það var tvísöngur. Söngurinn
var tíðkaður í latínuskólum og í Bessastaðaskóla var hann ein aðalskemmtun
skólapilta. Margt mjög sérstakt og íslenskt þróaðist varðandi tvísönginn. Bjarni
Þorsteinsson þjóðlagasafnari telur tvísönginn eða kvintsönginn afar merkileg-
an og að hann hafi verið byrjun á margrödduðum söng, nefndum Organum.
Þetta sé söngur hinna fornu víkinga og hafi flust hingað með landnámsmönn-
um, eins og hið norræna mál.26 Erfitt er að vita gjörla hvort Hallgrímur var
jafn liðtækur í tvísöng með skólasveinum og í glímunum. En enginn vafi leik-
ur á því að hann unni þessum söng og fortíð eða rætur söngsins hafa höfðað til
hans. Einn Bessastaðasveina, Arngrímur Halldórsson, getur þess í bréfi 1833:
„... að hann hafi þá sungið nýtt lag við hjónavígslu í kirkjunni og varð Egilsen
og doktorinn öldungis innteknir í því.“27 Hallgrímur virðist sjaldan eða aldrei
vera nefndur með fornafni, heldur annað hvort Scheving eða doktorinn.
Bessastaðaskóli var sveipaður ljóma í hugum ungra sveina á íslandi á fyrri
hluta 19. aldar og því mikið keppikefli fyrir efnilega drengi og foreldra þeirra
að koma þeim að í skólanum. Ennþá lifir Bessastaðaskóli í vitund okkar, þó
að rúm tvö hundruð ár séu liðin frá stofnun hans. Kennarar hans áttu þar
eflaust stóran þátt og unnt er að segja að þeir hafi unnið menningarafrek við
bágbornar aðstæður. Hallgrímur kenndi latínu og Sveinbjörn Egilsson grísku
og tóku þeir upp nýja kennsluaðferð, sem fólst í því að lesa fyrir nemend-
ur þýðingar úr latneskum og grískum snilldarverkum, sem þeir áttu síðan
sjálfir að spreyta sig á. Þannig lærðu nemendur ekki síður íslensku en latínu
eða grísku. Sveinbjörn og Hallgrímur urðu þannig boðberar nýrra viðhorfa
í skólanum til þjóðtungunnar, og endurvörpuðu til skólasveina rómantískum
straumum sem fóru um Evrópu á þeim tíma.28 Skólapiltar urðu færir í klass-