Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 78

Andvari - 01.01.2012, Page 78
76 SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR ANDVARI lenti eitt sinn í fangelsi í Þýskalandi og gamall fangavörður þar minnti hann á Hallgrím. Benedikt lýsti honum einnig á þennan hátt: „við skoðuðum hann aldrei nema sem einhverja heimspekilega veru ... einhverja æðri veru, sem við litum upp til með lotningu.“23 Margar sögur ganga um þjóðaríþróttina glímu á Bessastöðum og hvað Hallgrímur hafði mikla unun og skemmtun af því þegar strákarnir glímdu og var hann gjarnan sóttur til að horfa á. Hann hvatti skólasveina mjög að efla sig líkamlega og glímuna taldi hann allra meina bót. Enda hefur verið talið að áhugi skólapilta á glímu hafi dofnað mikið þegar Hallgrímur hætti sem kennari.24 Strákarnir á Bessastöðum litu vafalítið nokkuð stórt á sig og höfðu gaman af því að gera at í vermönnum á Alftanesi. Ein sagan sem lifir var um hrekkjabragð við glíminn vermann. Sennilega hefur þessi kraftmikli sjómaður verið búinn að snúa á einhverja þeirra fyrr í glímubrögðum og þeir ætlað að hefna sín. Þeir klæddu einn helsta glímumann skólans upp sem kven- mann, settu hann í föt af þjónustunni, og ætluðust til að sjómaðurinn yrði ekki kvensterkur. Vermaðurinn sá við þeim.25 Önnur forn arfleifð var rækt á Bessastöðum, en það var tvísöngur. Söngurinn var tíðkaður í latínuskólum og í Bessastaðaskóla var hann ein aðalskemmtun skólapilta. Margt mjög sérstakt og íslenskt þróaðist varðandi tvísönginn. Bjarni Þorsteinsson þjóðlagasafnari telur tvísönginn eða kvintsönginn afar merkileg- an og að hann hafi verið byrjun á margrödduðum söng, nefndum Organum. Þetta sé söngur hinna fornu víkinga og hafi flust hingað með landnámsmönn- um, eins og hið norræna mál.26 Erfitt er að vita gjörla hvort Hallgrímur var jafn liðtækur í tvísöng með skólasveinum og í glímunum. En enginn vafi leik- ur á því að hann unni þessum söng og fortíð eða rætur söngsins hafa höfðað til hans. Einn Bessastaðasveina, Arngrímur Halldórsson, getur þess í bréfi 1833: „... að hann hafi þá sungið nýtt lag við hjónavígslu í kirkjunni og varð Egilsen og doktorinn öldungis innteknir í því.“27 Hallgrímur virðist sjaldan eða aldrei vera nefndur með fornafni, heldur annað hvort Scheving eða doktorinn. Bessastaðaskóli var sveipaður ljóma í hugum ungra sveina á íslandi á fyrri hluta 19. aldar og því mikið keppikefli fyrir efnilega drengi og foreldra þeirra að koma þeim að í skólanum. Ennþá lifir Bessastaðaskóli í vitund okkar, þó að rúm tvö hundruð ár séu liðin frá stofnun hans. Kennarar hans áttu þar eflaust stóran þátt og unnt er að segja að þeir hafi unnið menningarafrek við bágbornar aðstæður. Hallgrímur kenndi latínu og Sveinbjörn Egilsson grísku og tóku þeir upp nýja kennsluaðferð, sem fólst í því að lesa fyrir nemend- ur þýðingar úr latneskum og grískum snilldarverkum, sem þeir áttu síðan sjálfir að spreyta sig á. Þannig lærðu nemendur ekki síður íslensku en latínu eða grísku. Sveinbjörn og Hallgrímur urðu þannig boðberar nýrra viðhorfa í skólanum til þjóðtungunnar, og endurvörpuðu til skólasveina rómantískum straumum sem fóru um Evrópu á þeim tíma.28 Skólapiltar urðu færir í klass-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.