Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 83

Andvari - 01.01.2012, Page 83
andvari DR. HALLGRÍMUR SCHEVING 81 Þökk sé Páli Melsteð að við höfum nasasjón af lífinu á Bessastöðum. Hann lýsti því vel hvað það var framandi umhverfi fyrir ungan pilt að koma í Bessastaðaskóla. Hann sagðist hafa verið sem í leiðslu fyrstu dagana á staðnum. Bræðrasynirnir Jónas Hallgrímsson og Skafti Tímóteus Stefánsson frá Vöilum í Svarfaðardal vöktu hvað mesta aðdáun hjá honum og fannst honum mikið til þeirra koma. Páll segir að enginn skólasveina hafi haft eins mikla frásagnar- hæfileika og Jónas. Hins vegar vissi hann ekki til þess að Jónas hefði kveð- ið mikið þennan vetur, en sögur hafi hann sagt af innlifun. Páll minnist þess ekki að sérstakur vinskapur hafi verið milli Konráðs og frændanna að norðan, Jónasar og Skafta, þá þótti honum Konráð þögull og fáskiptinn um veturinn en kynnist allt annarri hlið á honum sumarið eftir í slægjunni hjá Hallgrími.43 Hallgrímur fágaði og meitlaði einnig eigið málfar á Bessastaðaárunum, það sést til dæmis á þýðingum hans af einni ræðu Ciceros, Upphafræðu til varnar Sextusi Rosciusi. Hann vann tvær þýðingar af ræðunni með fimm ára milli- bili. Sú síðari er mun vandaðri að allri gerð. Af ritun þessara þýðinga sést að skólasveinar unnu með náminu á veturna við skriftir hjá kennurunum. Fyrri þýðingin er með hendi skrifarans og skólasveinsins Sigurðar B. Sívertsen frá vetrinum 1826 - 1827. Hina síðari skrifaði Runólfur M. Olsen upp og lauk við hana í janúar 1831.44 Skólasveinarnir sem numið höfðu málvísindi og málvöndun af Hallgrími í skóla, urðu sumir enn ákafari og stífari málhreinsunarmenn. Dæmi um þetta er þegar Jónas Hallgrímsson kom til landsins og fór í heimsókn til Hallgríms. Þeir Fjölnismenn voru þá búnir að stofna tímaritið og Jónas tók til við að leið- rétta málfar frændans. í hvert skipti sem Hallgrímur sagði „til dæmis“ greip Jónas fram í fyrir honum og sagði „til að mynda.“ Scheving mun að lokum hafa leiðst þetta og sett ofan í við hinn ákafa umbótamann, frænda og fyrrum lærisvein.45 Fyrstu ljóð Jónasar bera vitni að aðaláhrifavaldar hafi verið Hallgrímur og Bjarni Thorarensen, eins og áður hefur verið vikið að. Ljóðin eru merkt áhrifum frá Eddukvæðum bæði hvað varðar málfar og bragarhætti, Jónas var sagður hafa kunnað utan að öll ljóð Bjarna. Hallgrímur lét skólapilta oft yrkja undir fornum háttum upp úr fornaldarsögunum og þannig urðu bragar- hættirnir þeim þjálir. í kvæðinu Batteríski syndarinn sjást glöggt stílbrigði Eddukvæða og svipar ljóðinu til kveðskaparins sem þeir Hallgrímur og Bjarni ortu á sínum tíma: Harðan helgaldur, þá er um kominn, vindur á vogi blæs, brimskafl bláfaldinn buldri þungu grenjar að grunnsteinum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.