Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 85

Andvari - 01.01.2012, Page 85
andvari DR. HALLGRÍMUR SCHEVING 83 þann 7. janúar 1838 undir heitinu „Om den offentlige Underviisning i Island.“ I greininni varð Marmier tíðrætt um orðabókarstörf Hallgríms og það þrek- virki sem hann vann við bágbornar aðstæður. 49 Staðreyndin er sú að skrif og störf Hallgríms komu ekki fyrir almennings- sjónir nema að litlu leyti. Blómatími hans var á fyrstu áratugum 19. aldar- innar, þá orti hann og þýddi, skrifaði doktorsritgerð og sinnti orðabókarstörf- um. Ritverk hans og þýðingar eru varðveitt á handritadeild Landsbókasafns Islands/Háskólabókasafns, ýmist rituð eigin hendi eða í afskriftum lærisveina hans. Meginfrístundaiðja Hallgríms var öflun orðdæma fyrir orðabók, en sú mikla vinna er aðeins varðveitt brotakennd frá hans hendi, enda var talið að hann hefði brennt mestan hluta verksins. Eflaust fyrirkom hann einhverju, þar sem svo þrálátur orðrómur var um það. I eftirmælum um hann í Þjóðólfi kom sama umræðan fram: „Væri það því grátlegt, ef svo reyndist sem sagt er, að ávöxtunum af svo margra ára einstakri ástundun og iðjusemi eins hins lærðasta manns og bezta Islendings þessarar aldar, hefði verið snarað á bálið að tilstuðlun eða fyrirlagi sjálfs hans.“50 Hallgrímur varpaði ekki öllu orðasafni sínu á eld, þannig er handritið Lbs. 220 8vo augljóslega frá honum komið. Handritið er með hendi Konráðs Gíslasonar, en Hallgrímur skrifar sjálfur víða í það viðbætur og leiðréttingar. Þá sýna tilvitnanir í bækur, að handritinu var lokið skömmu eftir 1830. Þarna sjáum við meðal annars í hvað sumrin fóru hjá Konráði á Bessastöðum. Þetta handrit hefur að geyma viðauka við orðabók Björns Halldórssonar, en orða- bók hans kom út árið 1814 í Kaupmannahöfn. Rasmus Rask hafði unnið við að búa orðabókina til prentunar og var langt kominn þegar hann fór til Islands árið 1813. Rask hefur eflaust leitað aðstoðar Hallgríms í þessu efni og verið orðinn langeygur eftir tillagi hans. Jakob Benediktsson telur í Andvaragrein, Islenzk orðabókastörf á 19. öld, að handrit Hallgríms sé fyrir marga hluta sakir merkilegt safn og það sé eflaust hreinskrift á elsta safni hans. Þá telur Jakob að lát Rasks hafi stuðlað að því að Hallgrímur varpaði því frá sér að gefa það út.51 Rétt er samt að hafa í huga að á árunum 1815-1817 vann Hallgrímur að doktorsritgerð sinni og hafði eflaust ekki á þeim árum mikinn tíma aflögu fyrir orðabókastörf. I hinu langa og merkilega bréfi til Bjarna Þorsteinssonar frá árinu 1817, lýsti Hallgrímur vel hvernig hann vann að viðbótum við orða- bók Björns Halldórssonar. 1) Við orðabók Síra Björns Halldórssonar hef ég líka verið að gjöra nýjan viðbætir, og hef ég aukið hana um 10 arkir af nýjum orðum, talsháttum og merkingum, sem brúkast í daglegu máli. Þetta er í vissu tilliti fyrir aungvan hægra en þann, sem við skólann er, hvar piltar eru samankomnir frá öllum fjórðungum landsins, og hefur reynslan sýnt mér, að í nágrannasveitum í sama fjórðungi er oft mikill orðamunur og mörg orð brúkuð í öðrum, sem óþekkt eru í hinum. En að mörg af þessum orðum megi vera góð og gömul, ímynda ég mér af því, að ég hefi síðan fundið ekki allfá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.